Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Síða 20
20 FÓLK - VIÐTAL 7. september 2018 É g var að fatta að það eru þrjátíu ár síðan fyrsta sóló­ platan kom út og ég varð að halda upp á það með ein­ hverjum hætti,“ segir tónlistar­ maðurinn Eyjólfur Kristjánsson sem heldur stórtónleika í Há­ skólabíói þann 13. október. „Ég vildi frekar halda þetta í Háskólabíói en í Hörpu því að mér finnst betri hljómburður þar. Það skiptir engu máli hvar þú situr því þú sérð alltaf vel og hljóðið fyllir salinn. Ég ákvað að gera þetta svo­ lítið grand fyrst ég var að þessu á annað borð. En ég er auðvitað að farast úr stressi og á kvöldin spái ég í hvað ég sé að kalla yfir mig.“ Á tónleikunum mun Eyfi flytja öll sín helstu lög af ferlinum, bæði sóló­ og hljómsveitarferlinum. Sjö manna hljómsveit leikur undir, bakraddir úr Gospelkór Reykjavík­ ur og tíu manna strengjasveit taka einnig þátt. Auk þess taka fjöl­ margir gestasöngvarar lagið með honum, fólk sem hefur fylgt hon­ um lengi, svo sem Stefán Hilm­ arsson, Björgvin Halldórsson og Bergþór Pálsson og leynigestir. „Ég er tónleikamúsíkant og hef alltaf verið. Það besta sem ég hef gert á ferlinum er einmitt þær tvær tónleikaplötur sem ég hef gefið út. Mér líður best á sviði.“ Eyjólfur Kristjánsson, eða Eyfi eins og hann er gjarnan kallaður, var ein skærasta tónlistarstjarna Íslands á níunda og tíunda áratugnum þegar hann lék með Bítlavinafélaginu og söng fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hann stendur núna á tímamótum og heldur stórtónleika Háskólabíói. Eyjólfur ræddi við DV um ferilinn, dekur í æsku, frægðina sem fór úr böndunum og gjaldþrotið í kjölfar bankahrunsins. Stoltastur af að hafa ekki bugast Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is LJÓSMYNDIR: HANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.