Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 50
50 7. september 2018TÍMAVÉLIN BERKLASJÚKLINGAR VORU TALDIR VERA VAMPÍRUR N ýja-England er án nokkurs vafa sá staður í Banda- ríkjunum þar sem hið óskýrða og undarlega hef- ur átt stærstan sess. Þar var rétt- að yfir nornum á sautjándu öld, Lizzie Borden var grunuð um axarmorð og H.P. Lovecraft bjó til undraheim guða og djöfla. Ógrynni af sögum um vatnaverur, hauslausa ára og skrímsli hef- ur verið til á svæðinu frá því að enskir púrítanar sigldu þangað fyrir röskum fjórum öldum. Nýja- England var því kjörinn vettvang- ur fyrir vampíruhræðslu á nítj- ándu öld. Berklafaraldur Berklar eru bakteríusýking sem fylgt hefur mannkyninu síðan í fornöld og útbreiðsla þeirra hef- ur riðið yfir í bylgjum. Í kjölfar iðnbyltingarinnar á nítjándu öld urðu berklar að mannskæðum faraldri í Evrópu og Ameríku og flest fórnarlömbin voru fátækt fólk. Í Evrópu var fjórða hvert dauðsfall af völdum berkla. Á þeim árum var sjúkdómur- inn kallaður tæring og fólk hafði ekki þá læknisfræðilegu þekk- ingu til að skilja orsakir hans og útbreiðslu. Sjúklingarnir virtust einfaldlega tærast upp. Oft kom það fyrir að heilu fjölskyldurn- ar sýktust og aðeins einn fjöl- skyldumeðlimur lést. Hinir lifðu af en glötuðu heilsunni og mörg- um fannst þetta grunsamlegt, sérstaklega íbúum Nýja-Eng- lands. Fólk taldi því að hinn látni sogaði til sín lífsorkuna úr eftir- lifendum. Líffæri fjarlægð og reyknum andað inn Í dagblöðum var því slegið upp að látnir berklasjúklingar væru í raun og veru vampírur en það hugtak hafði ekki sömu meiningu og í nútímanum. Fólk taldi ekki að þessar vampírur risu úr gröf- um sínum og bitu fórnarlömb líkt og Drakúla greifi heldur soguðu þær lífsorkuna til sín úr gröfinni. Til að verjast þessum vampír- um voru þær grafnar upp og líkin grandskoðuð. Ef líkið var tiltölu- lega ferskt og jafnvel enn þá blóð- leifar í hjartanu var um vampíru að ræða. En hvernig átti að stöðva slíka ófreskju? Að minnsta kosti ekki með því að reka viðarstiku í gegnum hjartað en það voru til aðrar leiðir. Stundum var vampírunni ein- faldlega snúið við í gröfinni og átti það að stöðva árásirnar. Ef það virkaði ekki þá voru heilu líffær- in fjarlægð og brennd og önduðu berklasjúkir ættingjar þar reykn- um að sér til að endurheimta ork- una. Stundum virkaði að afhöfða vampíruna rétt eins og í nútíma vampírubókmenntum. Sagan af Mercy Brown Eitt umtalaðasta vampírumálið í Nýja-Englandi átti sér stað í bænum Exeter í Rhode Island fylki árið 1892. Þar bjó Brown- fjölskyldan sem hafði lent illa í berklafaraldrinum um langt skeið. Móðirin Mary lést fyrst og dæturnar, Mary Olive og Mercy, í kjölfarið. Þegar sonurinn Ed- win sýktist var talið að látnu fjöl- skyldumeðlimirnir væru að soga til sín lífsorkuna. Þann 17. mars árið 1892 sam- þykkti faðirinn George að lík- in skyldu grafin upp og fylgdust bæjarbúar, blaðamenn og læknir með uppgreftrinum. Lík Mary og Mary Olive voru rotin og þeim því ekki kennt um heilsubrest Edwins. En Mercy hafði ekki enn verið grafin í jörðu heldur var hún geymd ofanjarðar í hvelf- ingu og í líffærum hennar fannst rennandi blóð. Ekki var horft til þess að mjög kalt var ofanjarð- ar og þess vegna hafði lík hennar varðveist betur. Mercy var úrskurðuð vamp- íra og hjarta hennar fjarlægt og brennt. Öskunni var síðan bland- að við vatn sem Edwin var látinn drekka til að ná heilsu sinni aft- ur. Edwin lést hins vegar tveimur mánuðum síðar. n Ford lét grípa síðasta andardrátt Edison T homas Edison var einn af merkilegustu uppfinninga- mönnum sögunnar. Meðal uppfinninga hans má nefna kvikmyndatökuvélina, grammó- fóninn og ljósaperur fyrir almenn- ing. Einkaleyfi hans voru yfir þús- und talsins. Svo merkilegur þótti hann að síðasti andardrátturinn var gripinn í sýnisglas og er nú geymdur á safni. Taldi hægt að endurlífga Edison Thomas Edison var ekki aðeins uppfinningamaður heldur iðnjöf- ur og stóð til að mynda fyrir raf- væðingu New York-borgar. Fyr- irtæki hans hét Edison Illuminating Company og var með starfstöðvar víðs vegar um Bandaríkin. Ungur Henry Ford starfaði hjá fyrirtækinu í Detroit og hitti sjálfan Edi son á ráðstefnu þar árið 1896. Ford var þá að vinna að gerð bílvélar og Edison var hrifin af því. Eftir þetta urðu þeir góð- ir vinir og Ford leit ávallt á Edison sem sína helstu fyrir mynd. Þann 18. október árið 1931 lést Edison á heimili sínu í New Jersey, 84 ára gamall, eftir langvinna bar- áttu við sykursýki. Þegar dauða- stríð Edison hófst hringdi Ford í son hans, Charles, og bað hann um að varðveita síðasta andar- drátt föður síns. Henry Ford var hjátrúarfullur maður, rétt eins og Edison sjálf- ur, og trúaður á spíritisma. Hann trúði því að í síðasta andar- drættinum færi sálin úr líkaman- um og ef andardrátturinn næðist væri hugsanlega hægt að að lífga Edi son aftur við í framtíðinni með nýrri tækni. Þess vegna bað hann Charles um að setja sýnaglas upp að vörum föður síns við andlátið. Charles fylgdi fyrirmælunum að hluta. Hann setti ekki glas upp að vörum föður síns heldur stillti átta sýnaglösum upp í kringum dánarbeðinn. Þegar hann var lát- inn var læknir fenginn til að inn- sigla glösin með paraffínvaxi. Henry Ford fékk eitt af þessum glösum til eignar. Týndist í áratugi Henry Ford sjálfur lést árið 1947 og þegar eiginkona hans Clara lést þremur árum síðar var glasið skráð sem eign búsins. En svo var glasið týnt í næstum þrjá áratugi þar til það fannst í kassa á Henry Ford safninu í Detroit árið 1978. Síðan þá hefur síðasti andar- dráttur Edi son verið til sýnis þar. Hvað um hin sjö glösin varð er erfiðara að segja en virðist sem þau hafi fjölgað sér í gegnum tíð- ina. Í búi Edison- fjölskyldunnar eru samtals 42 sýnaglös merkt sem síðasti andardráttur snillings- ins. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Ford og Edison voru miklir mátar Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Mikið úrval af stillanlegum rúmum Gerið gæða- og verðsamanbuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.