Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 52
52 FÓLK - VIÐTAL 7. september 2018 T ónlistarmaðurinn Karl Ol- geirsson gefur föstudaginn 14. september út Mitt bláa hjarta, 14 nýir jazzsöngvar í nótnabók og heldur sama kvöld útgáfutónleika í Hannesarholti, þar sem hann syngur lögin upp úr bókinni og segir sögur tengdar þeim. Í lok október kemur síðan út tvöföld vínylplata og geisladiskur sem Karl er að safna fyrir á hóp- fjármögnunarvefnum Karolina Fund. Mitt bláa hjarta er fyrsta sólóplata Karls, sem hefur lifað og hrærst í tónlist frá barnsaldri. „Ég hef alltaf verið djassari og mér finnst gaman að hlusta á djass þegar ég er heima og þó ég sé að vinna í söngleikjum og alls konar poppi þá hef ég verið að færa mig í djassinn,“ segir Karl, aðspurður um af hverju djassplata varð fyrir valinu sem fyrsta sólóplatan. „Ég byrjaði á því að ákveða að gefa út nótnabók. Síðan hugsaði ég að það þyrftu að vera til upptök- ur fyrir fólk til að heyra lögin, fór að ræða við tónlistarfólk hvort það væri ekki til í að taka upp með mér og varð þá mun spenntari fyrir plötunni en nótnabókinni. En það styttist í útgáfu bókarinnar og ég er eðlilega líka spenntur fyrir henni.“ Í fyrra gaf Karl út Happy Hour með Ragga Bjarna ásamt Karl Orgeltríó og sólóplötu Helenu Eyjólfsdóttur sem kom út árið áður. Karl segir að það sé í raun algert rugl að gefa út plötu í dag, en markhópurinn sé kannski hópur sem kaupir ennþá plötur. Mitt bláa hjarta kemur út bæði á geisladiski og á tvöfaldri vín- ylplötu. „Þetta eru svo mörg lög að það verður að vera tvöföld plata,“ segir Karl, „og það var sama við hvern ég talaði það voru allir til í að vera með. Góðviljað- asta fólk sem ég veit um er tónlist- arfólk, það er til í að vera með í alls konar söfnunum til að hjálpa öðr- um og að hjálpa öðru tónlistar- fólki. Ég bjó í Svíþjóð um tíma og þar er algengt að fólk sé að vinna saman í teymum, svona samstarf, þetta þekkist ekki mikið hér á Ís- landi.“ Mitt bláa hjarta fjallar um ástir, söknuð, borgarlíf og fleira Karl semur öll lög og alla texta fyrir utan einn og tveir eru samd- ir í samstarfi við aðra. „Það er líka svo skemmtilegt, ég hef samið hundruð laga í gegnum tíðina en aldrei áður gert heila plötu með lögum.“ Á plötunni, sem tekin var upp í júlí síðastliðn- um, syngja tólf söngvarar en auk þeirra koma átta hljóðfæraleikar- ar við sögu. Ragnheiður Gröndal, Bogomil Font, KK og Helgi Hrafn Jónsson ásamt fleirum syngja lög- in sem fjalla um ástir, söknuð, borgarlíf, veðrið og athyglisbrest svo eitthvað sé nefnt. Kona Karls, Sigga Eyrún, syngur eitt lag. „Það er auðvelt fyrir okkur að vinna saman þar sem við búum saman. Það er sagt að tónlistin sé hjákona en stundum er hún konan mín og Sigga hjákonan,“ segir Karl og bætir við, aðspurður hvort það sé gott að eiga maka sem er líka í tón- list og skilji það sem í því felst, að hann haldi að það sé eina leiðin. „Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að gera það sem ég elska“ Karl byrjaði að spila á hljóðfæri og semja þegar hann var fjögurra ára, var í hljómsveitum í grunnskóla og farinn að spila með hljómsveitum og fá greitt fyrir það þegar hann var kominn í MH. „Ég fann það í náminu að ég var ekki að fara að nýta mér stúdentsprófið neitt. Ég vissi alltaf að ég væri tónlistar- maður,“ segir Karl. „Það voru örlög mín að verða tónlistarmaður eins og Egill Ólafsson söng. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að gera það sem ég elska að gera. Ég er svo heppinn að ég geri svo margt.“ Karl er í útsetningum, vinnur sem undirleikari, tónlist- arstjóri, hljóðfæraleikari í hljóm- sveitum og upptökustjóri í hljóð- verum. „Ég get hlaupið í svo margt og þá er auðvelt að vera tónlistar- maður á Íslandi. En maður þarf að hafa allar klær úti og elska það sem maður gerir þannig að maður sé ekki að kvarta yfir að vinna um helgar.“ Næsta stóra verkefni hjá Karli, eftir útgáfu plötunnar, er jólasýn- ing Þjóðleikhússins, Einræðisherr- ann eftir Chaplin, sem byrjar í lok október. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Ég er hljóðfæraleikarinn og spila Chaplin á píanó og sé um alla hljóðeffekta líka. Ég sá sýn- inguna í Kaupmannahöfn í vor og var alveg hugfanginn. Siggi Sigur- jóns er Chaplin og ég er spenntur fyrir þessu verkefni. Ég byrjaði í Rocky Horror í MH og hef eiginlega ekki hætt síðan, það koma nokkur ár sem maður er ekki í leikhúsinu svo dettur maður aftur inn. Það er alltaf lifandi tón- list í söngleikjum og oft í barna- leikritum líka en mér finnst verða algengara að það sé lifandi tónlist í leiksýningum.“ Þeir sem vilja styrkja útgáfu vínylplötunnar geta farið á karolinafund.com og fundið þar verkefnið Mitt bláa hjarta. Þar er í boði að kaupa sér eintak af plöt- unni fyrirfram, hvort heldur sem er í stafrænu niðurhali, á geisla- plötu eða vínyl. Einnig er hægt að kaupa nótnabókina og jafnvel stofutónleika með höfundinum. n Textabrot þriggja laga „Ég sá fyrir mér nátthrafn á leiðinni af kránni og fannst að hann ætti skilið lítinn sálm.“ Vefðu mig örmum húmið blítt Vefðu mig örmum húmið blítt og verndaðu mig í nótt. Á ferli eru skuggar og alls konar fólk svo mér verður ekki rótt. Ljósin í bænum lýsa dauft á döggvotar göturnar heim en kannski væri ráð að fara hvergi í bráð og halla sér ofurhljótt. Vefðu mig örmum húmið blítt og verndaðu mig í nótt. „Mér þykir þessi skemmtileg- ur því hann nefnir nokkra staði í Reykjavík og það kemur fyrir vikið smá Jóns Múla og Jónasarbragð af þessu. Þar fyrir utan stríðir hann manni, segir í raun og veru ekkert um hvað gerðist en tiltekur mjög nákvæmlega hvar.“ Norðurmýrarmegin við Klambratún Norðurmýrarmegin við Klambratún mættust þau í fyrsta sinn hann og hún. Dáldið alveg ótrúlegt gerðist þá sem ekki nokkur sá. Er það ekki helber synd að enginn hafi smellt af mynd þennan bjarta dag upp við Klambratún við Rauðarárstíg gegnt Kjartans- götu? „Þetta er textinn úr titillaginu. Mér datt í hug þar sem ég horfði á Esjuna að fjarlægðin gerði líka hjörtu mannanna blá því mað- ur verður jú sorgmæddur þegar maður er fjarri þeim sem maður elskar. Þannig að fjallið og hjartað sitja og fella tár saman, bæði blá!“ Mitt bláa hjarta Fjarlægðin gerir fjöllin blá og hjörtun sem henni deila. Tíminn þótt eigi að græða sár aldrei nær þau að heila. Því þótt líði þúsund ár sitja og saman fella tár fjallið háa bratta og mitt bláa hjarta. Gylfaflöt 6 - 8 ERUM FLUTT Í GYLFAFLÖT 6 - 8 „Það voru örlög mín að verða tón­ listarmaður Karl Olgeirsson gefur út Mitt bláa hjarta Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.