Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 40
40 FÓLK 7. september 2018
Í
alheimssamtökunum 501st
Legion koma saman gallharðir
aðdáendur Stjörnustríðs og
spóka sig í búningum sem eru
nákvæmar eftirlíkingar þeirra
sem sjást í kvikmyndunum. Aftur
á móti gengur þessi tiltekna her-
sveit sérstaklega út á að halda upp
á liðsheild og teymi hinna sígildu
skúrka sem tilheyra þessum ævin-
týraheimi. Hvers vegna? Einfald-
lega vegna þess að vondu karlarnir
eru yfirleitt svalari.
Jóhann Waage, grafískur
hönnuður og starfsmaður hjá
Fréttablaðinu, tekur fyllilega und-
ir þessa fullyrðingu og segir lang-
þráðan draum sinn hafa orðið
að veruleika; að gerast meðlim-
ur þessarar hersveitar og leyfa
nörda hjartanu að njóta sín til fulls.
Upphafið var hins vegar erfið lífs-
reynsla sem tæmdi hugann og
opnaði margar dyr.
„Þessa ákvörðun tók ég þegar
ég var á gjörgæslu. Ég var nýbúinn
í heilaaðgerð eftir að hafa fengið
bæði heilablóðfall og blóðtappa.
Ég lá með símann, hafði ekkert að
gera og fjóra auða veggi í kringum
mig. Þá áttaði ég mig á því að þetta
væri raunsær draumur til þess að
eltast við,“ segir Jóhann.
„Ég var búinn að hugsa þetta
lengi og mig langaði alltaf til þess
að verða hluti af 501st Legion en
hafði aldrei látið verða af því fyrr
en þá.“
Ælupestin sem aldrei varð
Jóhann er fjölskyldumaður, þriggja
barna faðir og í góðri vinnu þar
sem hefur ríkt mikið álag. Þetta
álag reyndist þó aldrei vera Jóhanni
ofviða fyrr en áhrif þess á líkamann
fóru að segja til sín með krafti og
óbærilegum sársauka.
„Ég fann aldrei fyrir miklu
stressi sjálfur, en læknarnir sögðu
að ég hefði verið með bullandi
háan blóðþrýsting í mörg ár. Ég
fann ekkert fyrir því,“ segir hann.
„Kannski hafði þetta álag verið
að gerjast í mér í mörg ár. Svo sat ég
heima 1. nóvember í fyrra og fann
fyrir tilfinningu eins og ég hefði
verið skotinn af færi með riffli.
Þetta var versti sársauki sem ég hef
fundið á ævi minni. Sársaukinn
fór alveg niður hausinn og hálsinn
herptist allur saman.“
Þegar Jóhann og eiginkona hans
hringdu á sjúkrabíl komu sjúkralið-
ar en afskrifuðu verkinn sem ein-
falda ælupest áður en þeir héldu
aftur sína leið. „Skömmu eftir þetta
lá ég heima með gríðarlegar höf-
uðkvalir. Þá sagði konan að þetta
hlyti að vera eitthvað meira. Þá hr-
ingdi ég eftir sjúkrabíl aftur og fór í
aðgerð innan sólarhrings. Þegar ég
kom í aðgerðina kom í ljós að það
voru einnig tveir blóðtappar sem
þurfti að leysa upp.“
Jóhann segir það hafa skipt öllu
að eiga góða að eftir heilablóðfall-
ið og blóðtappana, bæði fjölskyldu
og vinnufélaga. Verkurinn og eft-
ir að hafa jafnað sig eftir aðgerðina
leiddi þó til þess að Jóhann upp-
götvaði að lífið væri núna og eft-
ir það var ekki aftur snúið. „Þetta
varð til þess að ég ákvað að láta ára-
langan draum um að ganga til liðs
við 501st Legion rætast.“
Með of stóran haus
501st Legion var fyrst stofn-
uð í Bandaríkjunum árið
1997, á tuttugu ára afmæli
upprunalegu Stjörnustríðs-
myndarinnar. Stofnandi ís-
lenska félagsins er Hilmir
Kolbeinsson og hefur félagið
lagt mikið upp úr góðri sam-
veru, með það að markmiði
að meðlimum líði vel í eigin
skinni og ekki síður að gleðja
börnin. Félagið hefur heim-
sótt Barnaspítalann og tekið þátt í
ýmsum viðburðum og skrúðgöng-
um.
Ef færri en 25 einstaklingar eru
í 501. hersveitinni kallast félagið
Outpost, eða varðarstöð. Ef fleiri
eru komnir í teymið er deildin
orðin að Garrison (e. virki), en
Jóhanni þykir ekki líklegt að
hópurinn nái að stækka svo mikð
á komandi árum. Þó megi alltaf
vona.
„Ég kom mér í samband við
Hilmi og sagði honum að mig
langaði að vera með og fá mér
búning,“ segir Jóhann. „Þetta
gengur þannig fyrir sig ef þú ætl-
ar að ganga til liðs við deildina.
Þá byrjarðu á því að kynnast og
ræða við þá sem eru í sveitinni
fyrir. Ég þekkti nokkra frá fyrri tíð.
Þeir voru bara þrír í deildinni á
tímabili, svo urðu þeir fjórir og ég
kom inn sá fimmti. Bráðum verð-
um við sex og vonumst til þess að
það fjölgi enn frekar í hópnum.
Þegar maður er kominn inn
getur maður reynt að átta sig á
hvaða búning maður vill hafa. Ég
er svonefndur „Gunner“ eða stór-
skotaliði,“ segir Jóhann. „Ég fór
þá í Gunner-grúppur. Þá kynnist
maður heilu samfélagi úti í heimi
þar sem menn aðstoða mann í
að koma sér upp. Í svona grúpp-
um eru einnig hönnuðir og bún-
ingasmiðir. Það er rosalegt ferli að
setja saman búningana og fá þá
alla, en það er einnig spennandi.“
Góður mórall hjá
vondu körlunum
Það eru strangar kröfur gerðar
til þeirra sem vilja gerast hluti af
hersveitinni, til að mynda er ekki
hægt að kaupa hvaða Star Wars-
búning sem er úr búð. Búningur-
inn þarf að vera samþykktur af
félaginu sem fer eftir ákveðnum
gæða- og samsetningarkröfum.
„Minn draumabúning-
ur var alltaf Keisaravörður fyrir
Palpatine, en svo komst ég að því
að ég er með of stóran haus fyrir
þann hjálm. Ég ákvað í staðinn að
taka „Gunnerinn,“ því mér fannst
hann svo skemmtilega öðruvísi og
ég vissi að hjálmurinn væri nógu
víður á höfuðið.“
Síðan þá hefur Jóhann pantað
sér fleiri búninga og segir hann að
áhugamálið kosti vissulega sitt, en
sé ávallt þess virði. „Félagið snýst
um alls konar hluti. Þú ert hluti af
góðri heild, allir vilja hjálpast að,
vináttan er mikil og það myndast
skemmtileg fjölskyldutengsl í
þessu.“
Jóhann verður staddur með fé-
lögum hersveitarinnar á ráðstefn-
unni Midgard 2018 en þar verður
liðsheildin með bás til að spjalla
við hópa og sýna bestu hliðar sín-
ar. Jóhann er gríðarlega spenntur
fyrir ráðstefnunni og segist mikið
hlakka til þess að taka í spaðann
á Brian Muir, manninum sem bjó
til búningana fyrir meðal annars
Svarthöfða og stormsveitarmenn-
ina.
Hugmyndafræðin og
sköpunargleðin
„Ég er búinn að vera Star Wars-
aðdáandi síðan ég var smákrakki
og sá The Empire Strikes Back í
gamla bíóinu í Borgarnesi.
Jóhann segist hafa ýmislegt
að setja út á nýjar kvikmyndir
seríunnar en hefur undanfar-
ið tekið sjálfstæðu sögunum – á
borð við Rogue One og Solo –
meira fagnandi, enda er heimur-
inn þar stækkaður og meira gert
úr möguleikunum en að endur-
vinna aðrar formúlur. En Jóhann
er sammála blaðamanni um það
að Star Wars-fyrirbærið sjálft er
miklu stærra og snýst um svo mik-
ið meira en hægt er að meta í gæð-
um hverrar kvikmyndar.
„Það er eitthvað við hugmynda-
fræðina, þennan óendanlega heim
og möguleika sem þetta fyrir-
bæri býður upp á, sem talar svo
til mín. Hvort sem það er líf á öðr-
um hnöttum, ævintýraþráin, hug-
myndaflugið, þetta er allt saman í
Star Wars. Það er líka dýrmætt að
upplifa þennan heim í gegnum
börnin mín og fylgjast með þeim
límast við hann, eins og maður
sjálfur gerði. En síðan má heldur
ekki horfa framhjá því að vondu
karlarnir eru alltaf í flottustu bún-
ingunum,“ segir Jóhann. „Jú, Jedi-
riddararnir eru flottir en illmennin
eru einfaldlega svo töff.“ n
Síðumúla 30 - Reykjavík
Hofsbót 4 - Akureyri
Verð: 199.900 - Tilboð: 159.920 Verð: 239.900 - Tilboð: 191.920
Af gjörgæslu í félagsskap illmenna
Áralangur draumur Jóhanns varð að veruleika
Hersveitir frá öllum heimshornum sameinast á
hinum alþjóðlega Star Wars-degi, þann fjórða maí.
Næsti búningur Jóhanns verður svonefndur
Snowtrooper, sem Jóhann segir að eigi eftir að
svínvirka þegar kemur að íslenska snjónum.
Jóhann í gervi stórskotamanns á Helstirninu.
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is