Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 2
2 20. júlí 2018FRÉTTIR Á þessum degi, 20. júlí 356 f.Kr. – Alexander mikli, konungur Makedóníu síðar meir, fæðist. 911 – Rollo, nefndur Göngu- Hrólfur í íslenskum fræðum, hefur umsátur um frönsku borgina Chartres. And- stæðingur Rollos, nefndur Karl einfaldi, reyndist ofjarl hans og þurfti Rollo frá að hverfa ásamt her sínum. 1848 – Fyrstu kvenréttindaráðstefnu sem haldin var lýkur í Seneca Falls í New York-ríki. Ráðstefnan stóð yfir í tvo daga. 1944 – Adolf Hitler sleppur með skrekkinn þegar reynt er að ráða hann af dögum. Claus von Stauffenberg greifi fór fyrir tilræðismönnunum og þurfti hvorki hann né félagar hans að kemba hærurnar. 1969 – Áhöfn Apollo 11. tekst að lenda, fyrstum manna, á tunglinu. Geim- fararnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin tóku fyrstu skrefin á tunglinu. Viltu kaupa fasteign á spáni ? masainternational.is / S. 555 0366 - Jón Bjarni & Jónas Masa international býður þér í skoðunarferð til Costa blanCa í júní & júlí á 29.900 kr. þar seM drauMaeignina þína gæti Verið að finna Síðustu orðin „Ég hefði aldrei átt að skipta út skota fyrir martini.“ – Leikarinn Humphrey Bogart (25. desember 1899–14. janúar 1957) Þ ann 8. júní síðastliðinn reyndi óprúttinn einstak- lingur að kveikja í bæna- húsi Votta Jehóva á Íslandi. Brunnu nokkrir stólar áður en lögregla náði að slökkva eldinn. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, segir í sam- tali við DV að einn karlmaður hafi verið handtekinn vegna brunans. Hann vill þó ekki gefa upp hvort sá maður tengist trúfélaginu. Bjarni segir að Vottar Jehóva hafi ákveðinn grun um hver stóð að baki íkveikjunni. „Það var brot- in rúða og kveikt í fyrir innan. Þetta var eitthvert efni sem var kveikt í og svo fleygt inn. Það brunnu tvö sæti en svo fór reykskynjari strax í gang. Lögreglan kom síðan aðvífandi og slökkti eldinn með dufttæki. Atvik- ið var tekið upp á öryggismynda- vél og er núna í höndum lögreglu.“ Vitið þið hvað viðkomandi gekk til? „Nei, þeir hafa ekkert fengið upp úr honum ennþá.“ Svo þið vitið ekki hvort þetta beindist að ykkur af trúarlegum ástæðum? „Þetta er bara lögreglumál. Ger- andinn var með hettu yfir hausn- um. Þeir hafa, ekki mér vitanlega, gefið út neina ákæru.“ Var þetta einhver sem þið þekktuð? „Af myndbandsupptökum töld- um við okkur vita hver þetta er, af öllum tilburðum hans og svoleið- is, þótt hann hafi verið með hettu yfir hausnum. En það er ekki neitt sem virðist nægja lögreglunni. Hann var handtekinn þarna fljót- lega eftir þetta og mér skilst að hann hafi engu svarað. Honum var síðan sleppt lausum. Við viljum ekki gefa upp opinberlega hver var þarna að öllum líkindum að verki. Lögreglan telur sig ekki hafa ör- uggar heimildir á þessari stundu.“ Facebook-síðan Heart of Jehovah’s Witnesses greindi frá íkveikjunni á dögunum og hlaut sú færsla talsverða athygli, á sjöunda hundrað deildu henni svo nokk- uð sé nefnt. Í athugasemdum við þá færslu eru flestir á því máli að Jehovah muni koma söfnuðinum til bjargar. Sumir eru þó þeirrar skoðunar að myrkrahöfðinginn sjálfur hafi átt aðild að málinu. „Púkar,“ segir Diana nokkur. Janis Clark segir: „Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah. Hann er sterkur og er á höttunum eftir þér og þín- um púkum. Jehovah nær til alls heimsins.“ Bjarni gefur hins vegar lítið fyrir þessar skýringar. „Nei, ég tek ekki undir það. Þetta er ekkert slíkt. Ef einhver drepur mann eða lemur, þá er það ekki verk djöfulsins. Fólk ber ábyrgð á sínum gjörðum,“ segir Bjarni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vottar Jehóva verða fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Í september 2014 greindi Morgunblaðið frá því að reglulega hefðu verið unnin skemmdarverk á áðurnefndu hús- næði Votta Jehóva í Hraunbæ. Aðal lega hafi grjóti verið kastað í rúður í skjóli nætur og náðust ger- endurnir aldrei. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn safnaðarins inn fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um hvort girða mætti húsnæðið af til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdar- verk. Borgaryfirvöld féllust ekki á þessar metnaðarfullu hugmyndir en þess í stað kom söfnuður- inn fyrir umfangsmiklu eftirlits- myndavélakerfi. n Kveikt í bænahúsi Votta í Reykjavík: Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „SATAN, ÞÚ GETUR EKKI STÖÐVAÐ JEHOVAH“ Samkomuhús Votta Jehóva í Árbæ. Bjarni Jónsson Sumir vottar telja að Satan geti ómögulega stöðvað Jehova.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.