Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 14
14 20. júlí 2018FRÉTTIR H jónin Gerður Rún Ólafs- dóttir og Matthías Örn Friðriksson misstu fóstur eftir þriggja mánaða með- göngu. Það voru því mikil gleði- tíðindi fjórum mánuðum seinna þegar þau komust að því að Gerður Rún var aftur barnshafandi. Dóttir þeirra Líf kom í heiminn, en and- aði ekki sjálf og komst aldrei til meðvitundar þá fimm daga sem hún lifði. Í minningu hennar ætla þau að hlaupa í Reykjavíkurmara- þoninu til styrktar Gleym-mér- ei, sem er styrktarfélag til stuðn- ings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við kynntust árið 2005 á menntaskólaárunum á Akureyri þegar Matti hljóp á mig og gaf mér vænt glóðarauga,“ segir Gerð- ur. Tveimur mánuðum seinna hittust þau í gegnum sameigin- legan vin sem þau voru á rúntin- um með og var þá rifjað upp glóðaraugað fræga og eftir það var ekki aftur snúið. Þau kláruðu stúd- entspróf og háskólanám frá Akur- eyri og fluttu síðan til Grindavík- ur árið 2010. Gerður sem er 29 ára er með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá HA og ÍAK einkaþjálfarapróf frá Keili. Hún starfar sem hjúkr- unarfræðingur á Hjartadeild LSH, hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, og sem styrktarþjálfari. Matti sem verður 32 ára í september er með BS í viðskiptafræði frá HA og MCF- -gráðu í fjármálum fyrirtækja frá HR. Hann starfar á fjármálasviði HS Orku. Matti hefur spilað fót- bolta frá unga aldri og er enn að, nú með Grindavík. Alltaf ákveðin í að eiga börn Eftir 10 ára samband giftu þau sig sumarið 2016. Þau þekkja bæði vel barnmargar fjöl- skyldur þar sem Gerður á fjórar systur og Matti þrjú systkin. Barneignir voru því alltaf stefnan, þó að þau hafi aldrei ákveðið barnafjöldann. „Það varð svo skemmtilega allt óvart eftir bókinni hjá okkur en við kláruðum skólann, ákváðum að gifta okkur, kaupa hús og svo eignast börn. Við vorum reynd- ar alltaf mjög samstíga með að klára háskólanám- ið áður en við myndum eignast börn,“ segir Matti. „Gerður kláraði hjúkrunar- fræðina 2016 og við gift- um okkur um sumarið og það átti því vel við að börn væru velkomin eftir brúð- kaup. Við urðum mjög óvænt ólétt strax eftir brúðkaupið, en við vor- um búin að ákveða að þetta tæki nú oftast einhvern tíma.“ Þau misstu fóstrið eftir tæp- lega þriggja mánaða meðgöngu og segja það hafa verið mjög erfitt. Líf, dóttir þeirra, var því mjög vel- komin um fjórum mánuðum seinna þegar Gerður komst að því að hún var aftur ófrísk. Ekkert á meðgöngu gaf til kynna að Líf myndi ekki lifa Meðgangan gekk vel og var Gerð- ur mjög hraust alla meðgönguna. Hún er með styrktarþjálfunar- námskeið í Grindavík og þjálf- aði kvöldið áður en fæðingin fór af stað. „Að sjálfsögðu voru ein- hverjir eðlilegir meðgöngukvill- ar af og til en ekkert sem þurfti að hafa áhyggjur af,“ segir Gerður. „Fæðingin gekk mjög vel, ég missti vatnið undir morgun á sett- um degi, 26. janúar 2018, og var komin í fína sótt upp úr hádegi.“ Líf kom svo í heiminn klukkan 17.44. Þegar hún var lögð á bringuna á Gerði urðu mikil læti á fæðingarstofunni því hún andaði ekki sjálf. Því var skil- ið strax á milli og endurlífgun hafin. „Líf komst aldrei til með- vitundar og var háð öndunarvél þá daga sem hún lifði. Við feng- um engin svör úr krufningunni. Það sá þetta enginn fyrir mið- að við hvað meðganga og fæðing gekk vel og er búið að fara vand- lega yfir fæðinguna sem gaf engin rauð flögg um að þetta myndi fara svona illa,“ segir Matti. „ Stundum er móðir náttúra svo ótrúlega grimm. „Við erum mjög ánægð í dag að hún hafi þó staldrað við hjá okkur í fimm daga og það er gott að vita að Líf hafi verið heilbrigð og þetta hafi ekki verið erfðagalli sem getur haft áhrif á næstu með- göngu. Þessir dagar með henni og fjölskyldu okkar voru ómetan- legir. Það er mikill samgangur inn- an fjölskyldunnar og við öll mjög náin. Fjölskylda og vinir hafa hjálpað okkur mikið í sorginni.“ Aðspurð segja þau að það hafi orðið ungbarnadauði í stórfjöl- skyldunni áður; andvana fæðing. „Það eru yfir 30 ár síðan og það er mjög mikill munur á úrvinnslu sorgar þá og í dag. Sú fjölskylda á til dæmis engar minningar um til- vist barnsins. Við höfum hugsað okkur að heiðra minningu Lífar en þó ekkert ákveðið eins og er. Það er ennþá svo stutt síðan hún fæddist og við enn að vinna úr sorginni. Hún snerti ótrúlega mörg hjörtu sína stuttu ævi.“ Ljósmæður eru englar í mannsmynd „Við ákváðum að hlaupa í Reykja- víkurmaraþoninu nóttina sem við kvöddum Líf. Við vorum staðráð- in í að láta eitthvað gott af okkur leiða fyrir hana,“ segir Matti. Gerð- ur mun hlaupa 10 kílómetra til styrktar Gleym-mér-ei. Matti mun einnig hlaupa ef fótboltinn leyf- ir, en í það minnsta vera dyggur stuðningsmaður á hliðarlínunni. Þau segjast hafa vitað af styrktarfélaginu, en ekkert kynnt sér það nánar fyrr en núna. „Það voru auðvitað ljósmæðurnar sem kynntu félagið fyrir okkur, þvílíkir fagmenn og englar sem þær eru. Það er til skammar að það sé ekki búið að semja við þær miðað við þá miklu ábyrgð sem þær bera. Við eigum svo dásamlega góða reynslu af þessum fagmönnum. Það voru þrjár sem sinntu okkur mest á meðgöngunni og í fæðingu Lífar. Þær heimsóttu okkur all- ar heim til Grindavíkur nokkrum dögum eftir þetta allt saman og það segir okkur enginn að þær hafi þá verið á launum. Að okkar mati er þetta mjög mikilvæg þjón- usta fyrir nýbakaðar mæður og líka þær sem fara ekki með börn- in sín heim. Ljósmæðurnar færðu okkur minningarkassa frá Gleym- -mér-ei sem gerði svo mikið fyrir okkur á erfiðum tíma. Í honum var að finna tvo „kanínubangsa“, silfurarmband fyrir barnið og móður, skraut til að grafa eitthvað í tengt barninu, glæran poka til að varðveita hárlokk, hluti til að varð- veita handa- og fótaför, og aðr- ar hagnýtar upplýsingar fyrir for- eldra sem missa börn. Þetta eru allt hlutir sem enginn spáir í þegar tekið er til í töskuna fyrir fæðingar- deildina. Einnig gaf félagið kæli- vögguna sem Líf var í eftir andlát hennar en það gerði okkur kleift að hafa hana hjá okkur þangað til við vorum tilbúin að kveðja hana.“ Gerður er vanur hlaupari og hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári. „Ég jafnaði mig mjög fljótt eftir fæðinguna og var fljótt komin af stað aftur að hreyfa mig. Ég er vön að hlaupa og æfa mik- ið svo það hjálpaði til og ég var fljót að ná fyrra þreki vegna þess. Undir eðlilegum kringumstæð- um með kornabarn hefði mér ekki legið svona mikið á að koma mér í form aftur eftir barnsburð.“ Matti er alltaf í hlaupaformi út af fót- boltanum: „Það er enn óvíst hvort ég hlaupi út af honum, en ég verð þá stuðningsmaður númer 1 á hliðarlínunni. Við settum okkur það markmið að safna hálfri milljón og því hefur nú þegar verið náð og þökkum við öllum þeim sem styrkt hafa félag- ið í gegnum okkur kærlega fyrir.“ n Ný og enn betri vefverslun www.gaeludyr.is Lifði í aðeins fimm daga n Líf snerti ótrúlega mörg hjörtu á stuttri ævi n Foreldrarnir hlaupa fyrir Gleym-mér-ei Gleym-mér-ei styrktarfélag var stofnað 2013. Félagið er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Félagið er rekið áfram af hugsjón þeirra sem hafa gengið í gegnum að missa, til að vera stuðningur við þá aðstandendur sem verða fyrir missi. Upplýsingar um félagið má finna á gleymmerei-styrktarfelag.is Gleym mér ei styrktarfélag hefur með ykkar styrk: n Gert gagngerar endurbætur á duftreit fyrir fóstur sem staðsettur er í Fossvogskirkju- garði. n Gefið tvö rúm og náttborð til meðgöngu- og sængurlegudeildar Landspítalans. n Haldið minningarstundir þann 15. október í sex ár víða um landið. n Gefið yfir 120 minningarkassa fyrir foreldra til að taka með heim af fæðingardeildinni. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is MYND: HEIÐBRÁ PHOTOGRAPHY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.