Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 16
16 20. júlí 2018FRÉTTIR eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Boltinn í beinni á castello K osningar um forseta ASÍ munu fram í október á 43. þingi ASÍ og taka um 280 manns þátt í þeirri kosningu. Er þessum 280 fulltrúum dreift á verkalýðsfélög eftir fjölda félaga í hverju félagi fyrir sig. Baráttan er formlega hafin þar sem Sverrir Mar, framkvæmdastjóri Starfsgreinafélags AFLs, hefur tilkynnt framboð sitt til forseta ASÍ og er sá eini sem hefur tilkynnt framboð sitt. Gylfi Ásbjörnsson hefur setið sem forseti ASÍ síðan 2008. Eftir að Ragnar Þór Ingólfsson sigraði í kosningum um formann VR og Sólveig Anna Jónsdóttir sigraði í kosningum um formann Eflingar, veiktist staða Gylfa gífurlega innan ASÍ, sérstaklega eftir að Ragnar Þór, formaður VR, lýsti yfir vantrausti á störf Gylfa. Gylfi tilkynnti svo þann 20. júní síðastliðinn að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur til áframhaldandi setu sem forseti ASÍ eftir 10 ára starf hjá sambandinu. Sama dag tilkynnti Sverrir Mar um framboð sitt. Þegar Gylfi tilkynnti þetta sagði hann: „Í þeim deil um virðist því miður sem per sóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðal atriði og þá á kostnað mál efna legr ar umræðu.“ Stéttarfélagið greiðir auglýsingar um greinarskrif Sverris á Facebook Í samtali við DV sagði Sverrir að það væri ekkert athugavert við það að fjármunir félaga í AFLi væru notaðir til að auglýsa greinarskrif hans á Facebook-síðu AFLs. „Þetta fer bara eftir því hvernig þú orðar hlutina. Ég orða það þannig að við erum í átaki í samfélagsmiðlum og við plöggum hlutum sem við höldum að veki athygli.“ Sagði Sverrir Mar einnig að stjórn AFLs styddi framboð hans til forseta ASÍ. Stjórn AFLs hittist á fundi og birti niðurstöðu sína á heimasíðu sinni. Á heimasíðunni segir: „Niðurstaða fundarins var að nú þegar ljóst er að sitjandi forseti hyggst ekki gefa kost á sér – mun AFL starfsgreinafélag stíga fram og bjóðast til að axla ábyrgðina.“ Að sögn Sverris hefur AFL greitt um 20 þúsund krónur í að auglýsa greinarskrif hans á sérstakri Facebook-síðu félagsins, eftir að hann opinberlega tilkynnti um framboð sitt til forseta ASÍ. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar ASÍ, í samtali við DV, eru engar reglur til staðar hjá ASÍ vegna kostunar á kosningabaráttu frambjóðenda í forsetaframboði ASÍ. „Það eru bara engar reglur til um það á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir Halldór aðspurður hvort formaður einhvers stéttarfélags gæti notað fjármuni félagsins til að styðja við sína eigin kosningabaráttu og jafnvel fjármagnað kosningabaráttu sína: „Ég myndi áætla að það væri frekar mál verkalýðsfélagsins en ekki ASÍ. Ég veit ekki alveg hvar sú kostnaðarsama kosningabarátta ætti að fara fram.“ n STÉTTARFÉLAG BORGAR FYRIR AUGLÝSINGAR FRAMBJÓÐANDA TIL ASÍ Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is „Þetta fer bara eftir því hvernig þú orðar hlutina. Ég orða það þannig að við erum í átaki í samfélagsmiðlum og við plöggum hlutum sem við höldum að veki athygli n Sverrir Mar segir ekkert athugavert við að AFL greiði kostnað við að auglýsa greinarskrif hans Sverrir Mar Albertsson, fram- kvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.