Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 18
18 MENNING 20. júlí 2018 SÍMI SEM ÞÚ GETUR TREYST Á DUAL 12 MP MYNDAVÉL NOKIA 7 PLUS K vikmyndatónskáld er hvort tveggja tónskáld og að hluta til kvikmynda­ gerðarmaður. Það er auð­ vitað ástæða fyrir því að flestar kvikmyndir eru með tónlist, enda er þetta nokkurn veginn eins og þriðja víddin á verkinu sem þú skynjar á tilfinningasviðinu en tek­ ur kannski ekki eftir.“ Svo mælir tónlistarmaðurinn og Akureyringurinn Atli Örvarsson, en hann hefur í áraraðir sameinað tvö af stærri áhugasviðum sínum og átt farsælan feril sem eitt afkastamesta kvikmyndatónskáld Íslands. Atli lék með mörg um hljóm­ sveit um á sín um tíma, fyrst í Stuðkomp aní inu með bróður sín­ um Karli, síðan lá leiðin í Tod­ mobile í stutt an tíma, þá Sál ina hans Jóns míns og loks SS Sól. Atli var byrjaður í námi þegar hann lék með SS Sól en hann nam tón­ smíðar í Berk lee Col l e ge of Music í Bost on í Banda ríkj un um og kynnt­ ist þar nýjum geira innan tónlist­ arinnar sem hann heillaðist af. Segir Atli að þessi kúrs í skólanum hafi komið út frá hálfgerðri köllun í tengslum við þá kúnst að tengja saman músík og mynd. Sagði skilið við lífið í Los Angeles Atli hefur farið um víðan völl og samið tónlist fyrir kvikmyndir á borð við meðal annars Vantage Point og Hansel, Gretel: Witch Hunters, The Hitman‘s Body­ guard sem og hinar íslensku kvik­ myndir Hrútar og Fyrir framan annað fólk. Einnig hefur hann unnið að tónlist fyrir fjöldamarga þætti; svo sem Law & Order og Chicago Fire. Eftir margra ára búsetu í Los Angeles ákvað Atli að láta gott heita og flytja aftur með fjölskyldu sinni á heimaslóðirnar á Akureyri, sem hann segir að gæti vart ver­ ið meiri andstæða við lífið í stór­ borginni vestanhafs. „Það hafa allir staðir sína kosti og galla og kostirnir hér á Akureyri skáka öllu,“ segir Atli. Anna Örvarsson, eiginkona Atla, hefur áður opnað sig um ástæðu þess að fjölskyldan ákvað að segja skilið við borg englanna. Í viðtali við Akureyri Vikublað rifj­ aði hún upp röð erfiðra atvika sem breyttu öllu. Hið fyrsta var árið 2002 þegar skólabróðir föður hennar réðst vopnaður inn í Virginia Tech­skólann og hóf skot­ hríð á allt og alla. Fimm árum síðar réðst nem­ andi inn í háskóla og myrti 32 manneskjur í skólanum áður en hann svipti sig lífi. Bróðir Önnu var nýútskrifaður úr skólanum en árásin var framin í deildinni sem hann stundaði nám í. Þriðja árásin varð árið 2011 en þá skaut bróðir fyrrverandi barnapíu þeirra hjóna kærustu sína áður en hann framdi sjálfsvíg. Í júní 2013 þótti nóg komið en þá ók Anna inn í miðja skotárás og segir í viðtalinu að hún hafði aldrei séð jafnmargar hræddar löggur.  „Við viljum ala börnin upp á stað þar sem fólk reynir að gera hið rétta, er heiðarlegt og gott. Við viljum ekki að börnunum líði eins og gestum þegar þau koma hing­ að. Við viljum að Ísland sé „heima“ fyrir þau, staðurinn sem þau geta alltaf komið aftur til, staðurinn þar sem þau geta verið frjáls,“ seg­ ir hún í viðtalinu. Þar tekur hún einnig fram að önnur ástæða þess að fjölskyldan ákvað að flytja til Íslands hafi verið sú að börnin gætu þá verið nær fjölskyldunni. Seldu þau 420 fermetra villuna í Mar Vista­hverfinu í vestur hluta Los Angeles á rúmar 400 milljón­ ir íslenskra króna og héldu heim á leið. Þrátt fyrir að Atli hafi flutt til Íslands hefur hann ekki sagt skilið við upptökuver sitt í Los Angeles. Þar hefur hann aðstöðu hjá fyrir­ tækinu Remote Control Product­ ions en það er í eigu hins marg­ verðlaunaða Hans Zimmer sem Atli hefur lengi unnið með. „Það er í rauninni hægt að semja tónlist hvar sem er. Með tilkomu netsins hefur allt orðið auðveldara í gegn­ um árin. Ef þú ert með nógu góða nettengingu, þá getur þú verið hvar sem er á hnettinum,“ segir Atli. Kómedían erfiðust Að sögn tónlistarmannsins fer því fjarri að starfið sé hefðbundið „níu­til­fimm starf“ og það á sér­ staklega við um þær aðstæður sem hann starfar við í dag. „Ég er á heldur skrítnum stað, því sam­ starfsfólk mitt vinnur í Los Ang­ eles og tímamismunurinn er ÆTLAR AÐ LEGGJA SÓLÓFERILINN FYRIR SIG n Kann betur við rólegheitin á Akureyri en hasarinn í Los Angeles Atli Örvarsson tekur nýjum kafla fagnandi Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Atli Örvarsson, tónskáld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.