Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Page 22
22 20. júlí 2018FRÉTTIR - ERLENT F átæktarmörk hafa lengi verið pólitískt þrætuepli í Danmörku og óhætt að segja að fylkingarnar á þingi séu algjörlega á öndverðum meiði hvað varðar þessi mörk. Borgara- flokkarnir (hægrimenn) eru al- farið á móti þeim en vinstrimenn vilja hafa ákveðin fátæktarmörk til viðmiðunar. Vinstristjórn Helle Thorning-Schmidt lagði grunninn að fátæktarmörkum með því að koma á laggirnar hópi sérfræðinga sem áttu að finna út hver mörkin væru í eitt skipti fyrir öll. Niður- staðan lá fyrir í júní 2013 og opin- bert fátæktarviðmið var orðið að veruleika. Línan var dregin við að einhleypur einstaklingur sem hefði minna en 103.000 danskar krónur í ráðstöfunartekjur, eftir skatt, á ári væri fátækur. Þessi upphæð á að duga fyrir húsnæðiskostnaði, vatni, hita, rafmagni, tryggingum, sam- göngum, mat og öðru sem til fell- ur. Viðmiðið átti ekki við náms- menn og fólk sem á miklar eignir. Þá þurfti fólk að hafa verið undir þessum ráðstöfunartekjumörkum þrjú ár í röð til að teljast fátækt. Niðurstaðan varð að árið 2013 féllu 42.200 manns í þann hóp sem tald- ist fátækur. Í framhaldinu átti síð- an að fylgjast með þróuninni, rýna í niðurstöðurnar og meta til hvaða pólitísku aðgerða væri hægt að grípa. Karen Hækkerup (Jafnaðar- mannaflokknum), félagsmálaráð- herra, sagði þá að málið snerist ekki endilega um að finna einhverja tölu um hversu margir væru fátækir, heldur að komast að orsökum þess að fólk endar í fátækt, af hverju það festist í fátækt og hvernig væri hægt að þróa félagsmálastefnu sem hjálpaði fólki út úr þeim aðstæðum. Strokleðrið dregið upp Ekki leið á löngu þar til fátæktar- viðmiðin voru beinlínis þurrkuð út. Það gerðist þegar borgara- legu flokkarnir komust til valda árið 2015 en þeir líta á þessi við- mið sem algjöra markleysu. Karen Ellemann, félagsmálaráðherra frá Venstre, sagði þá að ekki væri hægt að nota þessi viðmið til neins. Ríkis stjórnin sætti harðri gagnrýni fyrir þetta þar sem hún hafði áður sett þak á hversu mikla fjárhagsað- stoð atvinnulausir gætu fengið frá hinu opinbera og lækkað fjárhags- legan stuðning við innflytjendur. Gagnrýnendur sögðu að afnám fá- tæktarviðmiðanna hafi verið loka- hnykkurinn á verkinu því nú væri ekki lengur hægt að fylgjast með afleiðingum þessara aðgerða ríkis- stjórnarinnar. Ný fátæktarmörk Nýlega fékk Danska hagstofan það verkefni frá fjármálaráðuneytinu að fylgjast með hvernig Dönum gengi að uppfylla heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna en Danir taka þátt í því verkefni. Um 169 mark- mið er að ræða og ná þau allt frá fátækt til friðar. Eitt markmiðanna er að fækka fólki á öllum aldri sem býr við fátækt um helming fyrir árið 2030. Hagstofan ætlar að fylgj- ast með þremur atriðum sem geta gefið góða mynd af stöðunni. Þessi atriði eru hversu margir hafa lágar tekjur, hversu margir telja að þeir séu í erfiðri fjárhagslegri stöðu og hversu margir eru undir nýju fá- tæktarmörkunum og tilheyra því þeim hópi sem telst mjög fátækur. Hagstofan ákvað að nýju fátæktar- mörkin skyldu vera 117.000 danskar krónur á ári fyrir ein- hleypan einstakling, það svarar til tæplega tveggja milljóna íslenskra króna. Það eru 9.800 danskar krónur, eða rúmlega 160 þúsund íslenskar krónur, í ráðstöfunar- tekjur á mánuði. Nú varð einnig sú breyting að aðeins er miðað við eitt ár en ekki þrjú samfelld eins og áður. Þetta hefur í för með sér að hópur mjög fátækra er mun stærri en hann var þegar gamla viðmið- ið var við lýði áður en núverandi ríkis stjórn afnam það. Árið 2016 voru um 50.000 manns í þessum hópi, nú eru þeir 226.500. Þetta leggst vægast sagt illa borgaralegu flokkana og þá sem fylgja þeim að málum. Hjá frjáls- lyndu hugveitunni Cepos skilja menn ekki að óháð ríkisstofn- un skuli geta sett þessi viðmið og benda á að aðferðafræðin sé gagn- rýnisverð. Til dæmis hverfi um 55 prósent fólks úr fátæktarhópn- um eftir um eitt ár vegna breyttra aðstæðna þess. Þá sé hagstofan að skilgreina hugtak sem sé mjög umdeilt og háð huglægu pólitísku mati. Niels Ploug, deildarstjóri hjá hagstofunni, segir að tvær ástæð- ur liggi að baki nýju fátæktarmörk- unum og uppbyggingu þeirra. Önnur sé þau gögn sem er til að dreifa, þau nái ekki nógu langt aft- ur til að hægt sé að vinna úr gögn- um þriggja ára. Hin ástæðan sé að nýjar greiningar á dönskum gögn- um bendi til að það að lenda undir fátæktarmörkum í eitt ár geti haft langtímaafleiðingar og þá sérstak- lega fyrir börn. Í samtali við Jót- landspóstinn sagði hann að við- miðið væri byggt á útreikningum hagstofunnar og væri ekki nýtt opin bert viðmið heldur byggt á út- reikningum frá gamla viðmiðinu sem hafi verið faglega unnið og sérfræðingar hafi mælt með því. Eins illa og Cepos tekur nýja viðmiðinu þá tekur Atvinnumála- ráð verkalýðshreyfingarinnar því fagnandi og segir að hingað til hafi umræðan um fátækt alltaf endað með að rætt væri um hvernig eigi að mæla vandann í stað þess að ræða hvernig sé hægt að takast á við hann. Mismikil ánægja með viðmiðin Talsmaður jafnaðarmanna í fé- lagslegum málefnum fagnar nýja viðmiðinu og vill beina sjónum að því að aðstoða börn sem eru í fátæktarhópnum en þau hafi far- ið illa út úr þakinu sem var sett á fjárhagslega aðstoð við atvinnu- lausa. Talsmaður Liberal Alliance (Bandalag frjálslyndra) er hins vegar ekki ánægður með nýja við- miðið og segir slæmt að viðmiðið brengli umræðuna og það komi niður á þeim sem helst þarfnist aðstoðar. Karen Ellemann, þing- flokksformaður Venstre og fyrrver- andi félagsmálaráðherra, segir að viðmiðið sé misvísandi og bendir á að fátækt erfist á milli kynslóða þar sem börn þeirra sem njóta opinberrar fjárhagsaðstoðar endi oft sjálf á bótum. Besta leiðin út úr þessu sé því að tryggja að for- eldrarnir komist inn á vinnumark- aðinn. Að öðru leyti hafa ráðherrar og talsmenn ríkisstjórnarinnar ekki viljað tjá sig mikið um mál- ið en samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla er bullandi óánægja á hægri vængnum með nýja við- miðið. Það má hugsanlega rekja til stefnu ríkisstjórnarinnar sem hef- ur eins og fyrr segir töluvert snúist um að draga úr bótum til atvinnu- lausra og innflytjenda. Þetta segja vinstrimenn að hafi verið gert til að hægt væri að draga úr álögum á fyrirtæki og efnafólk en þó hefur ríkisstjórninni ekki tekist að koma öllum markmiðum sínum á þeim vettvangi áleiðis þar sem Danski þjóðarflokkurinn, sem tryggir minnihlutastjórninni meirihluta á þingi, hefur ekki ljáð máls á skattalækkunum til hátekjufólks. Þjóðarflokkurinn sækir mikinn stuðning til fólks úr neðri stéttum þjóð félagsins og það lítur ekki vel út fyrir hann ef hann samþykkir skattalækkanir á þá sem hafa það best í þjóðfélaginu. n NÝ FÁTÆKTARVIÐMIÐ VALDA PÓLITÍSKRI ÓLGU Í DANMÖRKU n Hægrimenn öskureiðir en vinstrimenn ánægðir n Tæplega 300 þúsund manns teljast fátækir í Danmörku Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.