Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 24
24 UMRÆÐA 20. júlí 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Þ að er með miklum ólík- indum að skipuleggjendur hátíðarfundarins á Þing- völlum hafi aldrei í ferlinu spurt sig að því hvort þeir væru á réttri leið á vegferð sinni að þess- um merku tímamótum. Að það væri bara frábær hugmynd að eyða stórfé í risastórt svið og hljóð- kerfi á Þingvöllum, bruna þangað með elítuna í lögreglufylgd, fá um- deildasta þingmann Norðurlanda til þess að halda ávarp, bruna síð- an aftur í bæinn og spara ekkert til í að fóðra liðið og hella það blind- fullt á Hótel Sögu. Til hamingju með daginn ykkar, Íslendingar. Að sjálfsögðu var síðan sam- þykkt að hjóla í einhver duttlunga- verkefni. Gefa út rándýra bók sem lítil þörf er fyrir sem og að stofna sjóð þar sem fimm flokksgæðingar fá sæti í stjórn og fá eflaust ríku- legar þóknanir fyrir að deila út skattfé. Enn stækkar báknið jafnt og þétt. Sjálfstæðismenn klappa fyrir því á sinni vakt en segjast svo vera á öndverðum meiði í næstu kosningum. Það eina sem var þarft að gera var að smíða nýtt hafrann- sóknarskip. Við þurfum að vera vel tækjum búin þegar kemur að eftirliti og rannsóknum á undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar sem hefur skapað svo mörgum úr- valsfjölskyldum ævintýraleg auð- æfi. Miðað við þessar fáránlegu aðstæður sem skipasmíðin var samþykkt við þá er alveg hægt að slá því föstu að smíði skipsins fer að minnsta kosti þrefalt fram úr kostnaðaráætlunum. Firring hátíðarhaldanna í vik- unni kristölluðust síðan í þeirri staðreynd að skipuleggjendur gerðu ráð fyrir því að þúsundir Ís- lendinga myndu keyra til Þing- valla og fylgjast með þessu lestar- slysi í beinni. Líklega mætti enginn Íslendingur sérstaklega til leiks en vissulega vöppuðu einhverjir er- lendir ferðamenn um þjóðgarðinn og forvitnuðust um hvað væri í gangi. Afgangurinn var lögreglu- menn og fjölmiðlafólk. Eins og vera ber eru skipuleggj- endur í fullkominni afneitun og munu seint viðurkenna hvurslags niðurlægingu þeir buðu upp á fyr- ir íslenska þjóð. Þar hefur forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, farið fremstur í flokki og varið ras- istann Piu Kjærsgaard í hvívetna. Rökin eru þau að hún sé þjóð- kjörin og að hún hafi komið til Ís- lands í krafti embætti síns en ekki sem einstaklingur. Með sömu rök- um getur Steingrímur því réttlætt að taka höfðinglega á móti úrvali þjóðkjörinna drullusokka. Ekki er ljóst hvort Erdogan eða Duterte verði á undan að falla í hlýjan austfirskan faðminn. Víkur þá sögunni að pínlegri stjórnarandstöðunni. Þar á bæ flutu menn sofandi að feigðarósi og höfðu enga skoðun á ruglinu fyrr en því var skyndilega slegið upp í fjölmiðlum. Dagskrá hátíðar- innar er búin að vera í vinnslu lengi og tilkynnt var þann 20. apríl að Kjærsgaard myndi halda tölu við hátíðarhöldin. Það er varla ósann- gjarnt að fara fram á að þingmenn fylgist með í vinnunni. Viðbrögð stjórnarandstæðinga komu síðan varla á óvart. Píratar hafa sjaldan látið hjá líða að stökkva á vænlegar Facebook- -hneykslisöldur og skreyta sig popúlískum fjöðrum. Þeir ollu ekki vonbrigðum í þetta skiptið og stigu fram með tilgerðarleg mót- mæli á síðustu stundu. Heiðar- legra hefði verið að stíga fram og viðurkenna að enginn í þing- flokknum hefði veitt því nokkra athygli sem í vændum var og að þingmenn flokksins skömmuðust sín niður í tær fyrir að hafa ekki hreyft neinum mótmælum í að- draganda mótmælanna. Sú ágæta kona Helga Vala Helgadóttir hefur að sama skapi gott auga fyrir dramatíkinni og lét glepjast af fárviðrinu á Facebook. Hún hefði betur límt á sig mót- mælalímmiða frá VG-villikettin- um, látið sig skjálfa af kuldahrolli hinna réttlátu og tuldrað fyrir munni sér orð sem sérhver íslensk sjálfstæðishetja hefur eflaust þurft að grípa til í áranna rás: „Fy for fanden“. n Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is erlendir embættismenn sem Steingrímur mun taka fagnandi á næsta hátíðarfundi: Robert Duterte Allt að því handahófskenndar aftökur undir stjórn Dutertes og fasískir tilburðir hans eru vissulega umdeildir en það má ekki gleyma því að hann er þjóðkjörinn leiðtogi Filippseyja. Sam- band þjóðanna verður sífellt nánara enda koma 4,5% allra innflytjenda frá Filippseyjum. Viktor Orban Hinn þjóðkjörni ungverski forsætisráð- herra gæti farið ítarlega yfir áætlun sína um að brytja niður lýðræði þjóðar sinnar, skref fyrir skref. Adolf Hitler (með hjálp Þórhalls miðils). Hinn þjóð- kjörni þýski leiðtogi dáðist að mörgu hjá norrænu þjóðinni og þrátt fyrir umdeildar skoðanir þá má ekki ekki horfa á manninn, heldur embættið. Adolf hefði eflaust haldið innblásna ræðu um ágæti íslenskra aría. Recep T. Erdogan Tyrkneski forsetinn var nýlega endur- kjörin með glæsilegum hætti eða með 97,7% atkvæða. Skoðanir hans og gjörðir eru umdeildar en hann er fulltrúi tyrknesku þjóðarinnar og samherji Íslands í NATO. Ég var til í gamla daga „Þessi skrítna ljósmynd sýn- ir sóldýrkendur í Reykjavík á góðviðrisdegi. Sumar- ið 1960 var víst gott. Þetta var fyrsta sumarið sem ég lifði. Ekki man ég eftir því, en það eru til ljósmyndir af mér í vagni úti í garði í góðu veðri. Svo það komu greinilega dagar þegar ekki rigndi.“ Þetta segir Egill Helgason á síðu sinni Silfur Egils á vef DV, þar sem lesa má frá- sögnina í heild. Egill heldur áfram: „Þegar ég sé mynd eins og þessa kemst ég að því að ég var til í gamla daga. Arn- arhóll virðist hafa verið fjölfarnari staður á þessum tíma en hann var síðarmeir. Það er ekki að sjá neinn trjágróður frekar en á myndum frá Reykjavík þessa tíma. […] Á þess- um tíma stóð rónalífið í Hafnarstræti í blóma. Rónarnir héldu líka til á Arnarhóli og áttu þar skjól. Samt er óhætt að fullyrða að fólkið á myndinni sé ekki allt rónar. Það er sól í dag. Svo rign- ing á morgun (í dag), skilst manni. En það er hægt að ylja sér við þessa mynd. Merkilegt samt hvað grasið á hólnum virðist vera illa farið og rytjulegt.“ Silfur Egils í vikunni Niðurlæging íslenskrar þjóðar Arnarhóll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.