Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 27
VestfirðirHelgarblað 20. júlí 2018 KYNNINGARBLAÐ
Á Bíldudal reka hjónin Gísli Ægir Ágústsson og Anna Vilborg Rúnarsdóttir Vegamót, eina
veitingastaðinn, búðina, kaffihúsið og
barinn í bænum. „Og einu félagsmið-
stöðina,“ segir Gísli, sem er fæddur og
uppalinn á Bíldudal og þarf ekki að
fara langt frá vinnustaðnum til að finna
æskuheimilið.
„Æskuheimilið er á Tjarnarbraut 1 og
Vegamót eru á Tjarnarbraut 2. Mamma
og pabbi búa hinum megin við götuna
þannig að þetta er mjög hentugt. Ég er
í um 50 metra fjarlægð frá æskuheim-
ilinu. Við hjónin fluttum aftur vestur fyrir
sjö árum, eftir að hafa búið í Reykjavík í
sjö ár.“
Vegamót hafa verið í rekstri í nokkuð
mörg ár, frændi Gísla rak Vegamót í
27 ár, síðan tóku þrjár konur í fjölskyldu
Gísla við og ráku staðinn í fimm ár.
„Þegar þær ákváðu að hætta rekstri og
fara í önnur verkefni buðu þær okkur
að kaupa reksturinn, þá sá ég að þarna
var tækifæri sem býðst ekki á hverju
ári,“ segir Gísli, en þau hjónin hafa rekið
staðinn frá 1. september síðastliðnum.
„Ég er mataráhugamaður og hef
alltaf verið, ég er líka lífskúnster og
hef verið í alls konar samfélagsstörf-
um,“ segir Gísli. „Ég var einn af þeim
sem stofnuðu Skrímslasetrið, hef verið
veislustjóri á flestum skemmtunum hér
á sunnanverðum Vestfjörðum og syng í
hljómsveit.“
Vegamót býður upp á fjölmargar
nýjungar
„Vegamót er fallegt sambland af grilli
og veitingastað, hér færðu alla flór-
una,“ segir Gísli. „Fastur matseðill er í
boði alla daga; hamborgarar, „fish &
chips“ sem við höfum ítrekað fengið
athugasemdir um að sé besta „fish &
chips“ í heiminum. Í því er þorskur, sem
kemur frá Patreksfirði. Við bjóðum líka
upp á lax héðan úr firðinum.
Yfir veturinn er ég með villibráðar-
kvöld í október, en ég hafði séð um það
fjögur ár á undan fyrir fyrri eigendur,
jólahlaðborð, kræklingakvöld, kínverskt
kvöld. Það eru sem sagt alls kyns
matarviðburðir í boði yfir veturinn og
stundum lifandi tónlist með, til dæmis
trúbador oft um helgar. Þannig að það
er alls konar í boði.
Þegar við tókum við hér var Guð-
mundur Liljendal kokkur á staðnum og
hann kenndi mér ýmsa hluti í eldhús-
inu, til dæmis sósugerð og fleira. Við
gerum allar okkar sósur sjálf, eins og
hamborgarasósurnar, þar bjóðum við
upp á þrjár sósur: chilimajó, bearnaise
og ferskt kryddjurtamauk, við bjóð-
um ekki upp á þennan hefðbundna
vegaborgara, heldur erum með 140
gramma kjöt í borgurunum. Við erum
með chilimajó með frönskunum og við
gerum umagisósu á „fish & chips“.
Erlendir ferðamenn, auk heima-
manna, heimsækja Vegamót á tímabil-
inu frá maí til október, nóvember, en
yfir veturinn eru gestir aðallega heima-
menn og þeir sem koma á Bíldudal
vegna Arnarlax og Ískalk. „Þá sé ég
oft um kvöldmat fyrir starfsmenn og
gesti þeirra að kvöldi til,“ segir Gísli. „Ég
tek einnig að mér veisluþjónustu út
fyrir Bíldudal og sá til dæmis um 250
manna árshátíð í vor á Patreksfirði fyrir
fyrirtækin hérna á svæðinu.
Svo til gamans má nefna að í vetur
var ég með óveðursopnun. Ég á 30 ára
gamla Lödu Sport og setti son minn í
að sækja fólk sem treysti sér ekki til að
ganga til okkar, og einnig að skutla því
heim. Þetta heitir að sníða sér stakk
eftir vexti og velvildin skilar sér alltaf til
baka.“
Vegamót eru að Tjarnarbraut 2,
Bíldudal. Síminn er 456-2232 og net-
fangið er vegamotbildudal@gmail.com.
Vegamót eru á Facebook: Vegamót
Bíldudal.
Opnunartími er kl. 10–22 yfir sum-
arið og styttist svo yfir skammdegið
þegar rólegra er.
VEGAMÓT BÍLDUDAL
Besta „fish & chips“ í heiminum
að margra mati