Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 29
VestfirðirHelgarblað 20. júlí 2018 KYNNINGARBLAÐ CAFE DUNHAGI: Gæðastund í húsi minninganna Þetta var byggt árið 1931, upphaflega til að hýsa krakka sem komu til að keppa á sundmótum en sundlaugin hérna var um tíma sú eina á svæðinu. Þetta þótti vera geysilega mikil framkvæmd á sínum tíma. Stórstúkan tók síðan við hér og þetta var kallað Stúkuhúsið. Árið 1970 var því síðan breytt í samkomuhús, byggt var mikið svið fyrir hljómsveitir og lagt dansgólf. Sagt var að dansinn dunaði í Dunhaga,“ segir Dagný Alda Steinsdóttir, eigandi veitingastaðarins Cafe Dunhagi sem er í sögufrægu húsi á Sveinseyri, rétt utan við þorpið á Tálknafirði. Dagný opnaði veitingastaðinn árið 2012 en hún hefur endurnýjað húsið mikið og er nú að endurbyggja salinn á efri hæðinni í upprunalegri mynd og útbúa þar aðstöðu fyrir fundi og veislur. Nátthagi er opinn frá kl. 14 til 22 alla daga vikunnar og þar er lögð sérstök áhersla á ferskt hráefni úr héraðinu: „Við erum hérna með Tungusilunginn, afurð úr sjálfbærri silungsrækt. Lambakjötið er úr héraðinu og fólk kann vel að meta að lambið fær að rölta um mosann hérna allt í kring. Svo leggjum við mikið upp úr fjörugróðri, þurrkum og djúpsteikjum beltisþara, tínum hundasúrur og rabarbaratertan hérna er vinsæl en hér eru rabarbaragarðar úti um allt,“ segir Dagný. Að sögn Dagnýjar er Dunhagi mjög heppilegur áningarstaður þar sem hann liggur mitt á milli náttúruperlnanna Dynjanda í norðri og Látrabjargs í suðri. „Það er líka mjög skjólsælt hérna og stór og mikill skógur beint fyrir ofan. Þá er tjaldstæðið hérna líka framúrskarandi,“ segir Dagný. Fyrir utan að fá dásamlegan mat þá er líka fínt að stoppa á Dunhaga fyrir bjór, kaffi og aðra létta hressingu. Veitingasalirnir inni í húsinu taka um 50 manns og auk þess er nýr og fínn pallur úti til að sitja á þegar vel viðrar. „Fuglavarpið er beint fyrir framan okkur hérna á pallinum. Hér eru um 2.000 æðarkollur og kríuvarp og hettumávar. Þetta eru hátt í 40 fuglategundir og það er ekki síst fuglaáhugafólk sem sækir hingað,“ segir Dagný. En fyrir suma er það húsið sjálft, Dunhagi, sem hefur mesta aðdráttaraflið. „Þetta hús tekur ákaflega vel á móti manni. Gólfið dúar undan fótunum og loftið angar af minningum. Hér urðu mörg hjónabönd til á dansleikjunum. Hingað koma margir til að rifja upp gamlar minningar og ég hef gert mér far um skrásetja söguna í myndum sem prýða veggina.“ Sjá nánar á Facebook-síðunni Cafe / Restaurant Dunhagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.