Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 31
VestfirðirHelgarblað 20. júlí 2018 KYNNINGARBLAÐ STEINSHÚS Gæðastund í húsi skáldsins Nauteyri er innst í Ísafjarðardjúpi, á Langadalsströnd. Þegar keyrt er að sunnan og búið að aka í gegnum Hólmavík og yfir Steingrímsfjarðarheiði, er komið að Steinshúsi skömmu eftir fyrstu beygju til hægri af þjóðveginum. Í Steinshúsi getur að líta sýningu um skáldið Stein Steinar í máli og myndum og í sama húsnæði er rekið kaffihús og veitingasala þar sem opið er frá kl. 10 til 22 alla daga vikunnar fram til 27. ágúst. Kaffið á þessum merkilega stað er mjög rómað og þykir einstakt: „Hér köllum við þetta kaffi náðarjurt. Þú þarft eiginlega bara að koma og bragða það, en þetta kaffi hefur fengið alveg svakalega hástemmdar umsagnir. Við blöndum saman tveimur baunategundum sem eru malaðar og útkoman er ótrúleg,“ segir Sigurður Sigurðsson, veitingamaður í Steinshúsi. Auk þess er boðið upp á vöfflur með rjóma og kökur, þar á meðal jarðarberja- og súkkulaðisjarmörinn „Steinarr“. Enn fremur er íslenska kjötsúpan í Steinshúsi afar vinsæl hjá ferðahópum. Þegar að er gáð eru margar góðar ástæður til að gera stans hjá Steinshúsi þegar ekið er um héraðið, fyrir utan afar merkilega sýningu og fádæma gott kaffi í sveitasælunni: „Fólk getur setið hér á veröndinni og fylgst með hvölunum í Djúpinu leika sér á meðan það drekkur kaffið, og svo stingur haförn sér niður eftir æti. Ferðalangar eru ekki síst hrifnir af þessu svæði, þeir halda örlítið lengra og fara inn í Kaldalón, þar sem Drangajökull skríður fram,“ segir Sigurður. Í Steinshúsi eru stundum haldnir tónleikar og skáld stíga gjarnan á svið og lesa upp eftirlætisljóð sín eftir Stein og eigin verk. Dagskráin er auglýst á Facebook-síðu staðarins, Steinshús. Spennandi gistikostur Sýningin um Stein Steinar og veitingasalan eru í sama húsi en við hliðina er íbúð til gistingar. Þar er gistipláss fyrir fjórar manneskjur, baðherbergi, eldhús og þvottahús. Einnig fylgir heitur pottur íbúðinni og þá má geta þess að stutt er í náttúrulaugar. Þá er góð aðstaða fyrir hjól- og fellihýsi og tjöld. Þetta er því fyrirtaksstaður til að eiga stutt frí í kyrrð og einstakri fegurð vestfirskrar náttúru. Upplýsingar um gistingu og bókanir fást í síma 898-9300. Sjá nánar um Steinshús á vefsíðunni steinnsteinarr.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.