Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Side 35
FÓLK - VIÐTAL 3520. júlí 2018 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI hætta og fara bara að reykja og drekka í staðinn. Ég held að það hafi verið einhvers konar uppreisn fólgin í þessu líka. Ég hafði alltaf verið til fyrirmyndar og hlýtt öllum reglum, en ég fann einhverja þörf til að brjótast út úr því boxi,“ segir Bibbi. Hann flutti suður, fékk vinnu í Bónus og milli þess sem hann reykti og drakk þá sinnti hann ástríðu sinni, tónlistinni. „Ég er alinn upp við hljóðfæraleik og tónlist. Pabbi var náttúrlega tónlistarkennari og í æsku minni var ég alltaf umkringdur hljóðfærum og að sjálfsögðu gat pabbi spilað á þau öll. Ég fékk að fikta og leika mér með hljóðfærin eins og ég vildi en tónlistinni var aldrei haldið að mér sem einhverri kvöð. Ég lærði á píanó og á blokkflautu, en það var alltaf á mínum forsendum og skemmtilegt eftir því,“ segir Bibbi. Heimsfrægir á Húsavík og Hellu Tónlistin hafði því alltaf verið nærri hjarta hans, en um tíma var það svo eðlilegur hluti af hversdagslífinu að hann spáði ekki einu sinni í að leggja hana fyrir sig. „Það var aldrei pressa um það frá foreldrunum. Skilaboðin voru mun frekar þau að ég ætti í guðanna bænum ekki að vera tónlistarsnillingur. Þetta var bara eðlilegur hlutur að fikta við hljóðfæri. Það var ekki fyrr en á unglingsárunum sem ég fór að átta mig á því að það kunnu ekki endilega allir á gítar,“ segir Bibbi og hlær. Hann telur að þetta frelsi hafi mögulega gert að verkum að hann fetaði síðar slóð tónlistarsköpunar með rokkhljómsveitum frekar en að læra og mennta sig í listgreininni. „Ég og Baldur bróðir fetuðum þessa óskynsamlegu braut, en Helga systir mín fór þveröfuga leið. Hún er sprenglærð í tónsmíðum og er að gera ofboðslega flotta hluti á þeim vettvangi,“ segir Bibbi. Á táningsaldri var fyrsta hljómsveitin stofnuð og fékk hún nafnið Honzby. „Við hlustuðum mikið á Metallica og Iron Maiden en það var ekki séns að við gætum spilað slíka tónlist þannig að við spiluðum svokallað vankunnáttupönk,“ segir Bibbi. Næst var það „death- metal“-hljómsveitin Torture og síðan hljómsveitin Innvortis. „Við kepptum í Músíktilraunum 1997 og gáfum út plötu ári síðar. Sú plata gerði okkur heimsfræga á Húsavík og síðar heyrði ég að við hefðum líka orðið heimsfrægir á Hellu. Það hefur sennilega einhver töffari í einhverjum bekk sagt að Innvortis væri geggjað band og þar með var það gengið í gegn,“ segir Bibbi og hlær. Kærastan svipti sig lífi Um svipað leyti gekk hann í gegn- um hrikalega reynslu sem setti svip sinn á líf hans lengi á eftir. Kærasta hans, Anna María, svipti sig lífi á gamlárskvöld 1999. „Við byrjuðum saman árið 1997. Hún átti dóttur fyrir, fósturdóttur mína, sem var ársgömul þegar við kynntumst. Það var búið að vera smá drama í gangi og við hættum saman á annan í jól- um. Anna María sviptir sig síðan lífi nokkrum dögum síðar,“ segir Bibbi. Eðlilega var um gríðarlegt áfall að ræða sem hann var lengi að vinna úr. „Þetta var hræðilegur tími. Ég hef alltaf átt ofboðslega gott fólk í kringum mig sem hélt utan um mig á þessum tíma, en foreldr- ar, fjölskylda og vinir Önnu Maríu reyndust mér líka ofboðslega vel. Það vottaði aldrei á neinni ásökun í minn garð heldur var tekið á þessu af yfirvegun og skynsemi,“ segir Bibbi. Hann segist hafa frestað því lengi að takast á við vandamálin sem fylgdu í kjölfarið. „Mér var otað í átt að sálfræðingum og geðlæknum en þeir sem ég hitti náðu ekki til mín. Ég nennti ekki að standa í þessu og er svo góður í kjaftinum að ég bull- aði mig út úr þessu. Mér fannst mér ekki líða illa og ég var viss um að ég væri ekki þunglyndur. Þegar ég horfi til baka þá var það kannski ekki al- veg svo einfalt. Ég átti það til að loka mig af og mæta ekki í vinnuna. Lá bara heima og spilaði Playstation eins og það væri töff. Ég drakk mik- ið á þessum tíma en aldrei þó illa. Ég gerði aldrei neitt af mér og fékk eiginlega aldrei móral eða kvíða eftir fyllerí. Þetta er samt kannski það alkóhólískasta sem hægt er að segja,“ segir Bibbi kíminn. Hitti frábæran sálfræðing Hann hafi loks farið í tíma til Trausta Valssonar sálfræðings. „Ég sagði honum alla sólarsöguna og það fyrsta sem hann sagði við mig var að þetta væri allt mér að kenna. Ég horfði bara undrandi á hann og hugsaði: „Hvaða snillingur er þetta?“. Ég gekk til hans í mörg ár, miklu lengur en ég í raun þurfti. Hann opnaði augu mín fyrir því hvernig góðir sálfræðingar og geðlæknar geta bjargað mannslífum. Hann hjálpaði mér líka mikið við að finna mína fjöl í lífinu. Ég fæ svona 300 hugmyndir á dag en svo talar maður margar þeirra niður og framkvæmir ekkert. Það gilti til dæmis um þann draum að stofna þungarokkhljómsveit. Ég var viss um að enginn mundi enginn nenna að hlusta á þungarokk. Trausti sagði mér að vera ekki með neinn aumingjaskap heldur gera eitthvað í málunum. Það var það sem ég gerði,“ segir Bibbi. Fyrst var þó komið að Ljótu hálfvitunum sem spruttu upp úr jarðvegi áhugamannaleikhúsa. „Eftir aldamótin fór ég í nám í rafeindavirkjun og átti bara eina önn eftir þegar ég ákvað að hætta. Ég var þá kominn inn í áhugamannaleikfélagið Hugleik og þar kynnist ég Agga, Togga og Sævari sem voru að skrifa leikrit á fullu, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið. Við fengum síðan boð um að skrifa efni fyrir Stundina okkar.“ Bibbi hafði mesta ánægju af því að skrifa texta og semja tónlist fyrir verkin. Hann prófaði að stíga á svið en það var bara í eitt skipti. „Mér fannst það hundleiðinlegt og ákvað því að gera það ekki aftur,“ segir hann. Ljótu hálfvitarnir slá í gegn Að hans sögn var mikið félagslíf í kringum áhugamannaleikhúsið sem hann heillaðist algjörlega af. „Það var mikið um partí og í þeim var spilað og sungið, oftar en ekki eitthvað sem einhver í hópnum hafði samið. Þetta voru eflaust skrítnar samkomur fyrir þá sem ekki þekktu til hópsins. Toggi, Ármann og Sævar höfðu stofnað Ljótu hálfvitana mörgum árum fyrr en það varð ekkert mikið meira úr því þá. Síðan fékk Ármann í raun þessa hugmynd að búa til hljómsveit til þess að halda utan um og spila öll þessi lög sem meðlimirnir voru búnir að semja í kringum leikhúsið og einnig þau sem voru niðri í skúffum. Hugmyndin var að útsetja þau á fyndinn hátt og sjá hvað gerðist. Það er síðan kýlt á það undir nafni Ljótu hálfvitanna,“ segir Bibbi. Bandinu var strax tekið opnum örmum. „Við unnum fljótlega Sjómannalagakeppni og þá þurftum við allt í einu að gefa út plötu í hvelli. Það var ekki mikið mál enda var nóg efni til. Hlutirnir gerðust hratt og við spiluðum síðan eins og óðir menn um tíma.“ „Ljótu hálfvitarnir eru skólabókardæmi um hvernig á að reka alheiminn“ Meðlimir Ljótu hálfvitanna voru níu talsins í upphafi og enn hefur enginn ákveðið að segja það gott og kveðja hljómsveitina. „Þetta er ofboðslega skemmtilegur félagsskapur. Það er alveg stórkostlegt þegar við hittumst allir og spilum. Þetta er margbrotinn hópur, húrrandi fyllibyttur, óvirkir alkar og prestur. Við reynum að skemmta okkur vel og taka hlutina mátulega alvarlega. Ljótu hálfvitarnir eru skólabókardæmi um hvernig á að reka alheiminn,“ segir Bibbi. Þrátt fyrir að vera með mörg járn í eldinum ákvað Bibbi síðan að búa til eina risastóra járnstöng í viðbót og fleygja henni í troðið eldstæðið. „Þá voru Ljótu hálfvitarnir búnir að spila gríðarlega mikið og aldrei þessu vant vorum við alveg að fara að drepa hver annan. Við tókum því pásu og þá fór ég að hugsa um gamlan draum um að stofna alvöru þungarokkhljómsveit,“ segir Bibbi. Þegar hann hafi farið að hugsa hverjir gætu verið í slíkri hljómsveit með sér þá áttaði sig á því að hann þekkti alla þá sem gætu skipað slíkt band. „Ég settist því niður og sendi tölvupóst á strákana þar sem ég útlistaði hugmyndina. Í þessum fyrsta pósti er lagalistinn fyrir fyrstu plötuna. Það tóku allir vel í hugmyndina og fljótlega hittumst við og byrjuðum að kasta á milli okkar hugmyndum,“ segir Bibbi. Skálmöld var fædd. Böbbi tók yfirdrátt og Bibbi veðsetti íbúðina „Þetta sprakk út á ótrúlega skömm- um tíma. Við bjuggum til tvö demó og röltum með þau á milli útvarps- stöðva. Við vorum ekki bjartsýnir á að fá spilun en það gekk þó eftir og skömmu síðar hljómuðu lögin okkar úti um allt. Það kom okkur í raun mjög á óvart, sumir meðlim- ir voru orðnir fjölskyldufeður og við vissum eiginlega ekki í hvorn fótinn ætti að stíga, hvort að við ættum að hamra járnið þegar það væri heitt eða ekki,“ segir Bibbi. Þeir hafi síðan ákveðið að taka upp fyrstu plötu hljómsveitarinn- ar, Baldur. „Við vildum gera það al- mennilega. Böbbi tók yfirdrátt upp á nokkrar milljónir og ég veðsetti íbúðina,“ segir Bibbi. Þegar afurðin var að mestu leyti tilbúin þá athug- uðu þeir með útgáfu hér á landi. „Sena hafnaði okkur og þá „Þetta var hræði- legur tími. Ég hef alltaf átt ofboðslega gott fólk í kringum mig sem hélt utan um mig á þess- um tíma, en foreldrar, fjölskylda og vinir Önnu Maríu reyndust mér líka ofboðslega vel. Það vott- aði aldrei á neinni ásök- un í minn garð heldur var tekið á þessu af yfirvegun og skynsemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.