Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Page 36
36 FÓLK - VIÐTAL 20. júlí 2018 Við erum flutt á Malarhöfða 2 110 Reykjavík, 2. hæð Fataviðgerðir & fatabreytingar ákváðum við að leita til færeysku útgáfunnar Tutl. Kristian, eigandi útgáfunnar, er mikill hugsjóna- maður og gefur eiginlega allt efni út sem lagt er fyrir hann. Tutl gaf plötuna út og gamall samstarfs- maður Kristians vinnur hjá hinu þekkta austurríska útgáfufyrirtæki Napalm Records. Við fengum síð- an samning hjá því og í kjölfarið tóku við umfangsmikil ferðalög um alla Evrópu,“ segir Bibbi. Allir fá sitt rými á tónleikaferðalögum Hlutirnir höfðu gerst hratt og það reyndi og reynir enn á að fara í langa tónleikatúra. „Þetta hentar mönnum misvel. Í seinni tíð erum við orðnir mjög góðir í að gefa öll- um það rými sem þeir vilja. Sumir vilja vera fullir flest kvöld á með- an aðrir vilja bara fara í koju og þá er það bara ekkert mál. Svo breytast aðstæður, ég átti ekki börn þegar þetta ævintýri byrjaði en núna er ég tveggja barna fað- ir og þá reyna þessi ferðalög enn meira á. Túrarnir geta verið mjög langir og ótrúlega lýjandi en þetta er bara svo ofboðslega gaman að það er þess virði. Við lækkum yf- irleitt í launum við að taka okk- ur frí frá störfum okkar og túra en fólkið sem maður hittir og upp- lifunin við að spila á mismunandi stöðum gerir þetta þess virði. Það er engu líkt að standa á sviði með Skálmöld. Mér líður alltaf eins og ég sé með herfylkingu á bak við mig,“ segir Bibbi. Fram undan er fimmta plata sveitarinnar sem kemur út í haust auk þess sem miðar á tón- leika Skálmaldar og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í ágúst hafa selst eins og heitar lummur. Það er því engin þreyta komin í mannskapinn né hugmyndir um draga saman seglin. „Það hefur aldrei verið rætt um að hætta, en við höfum þurft að setjast niður og ákveða hvað við viljum spila mikið. Við erum ekki enn orðn- ir það þekktir að við getum lif- að á þessu. Við komum venju- lega blankari heim úr túrum en þegar við lögðum af stað. En launin hækka alltaf með hverjum túr og tónleikastaðirnir verða sí- fellt stærri og flottari. Það er líka mikill tónlistarlegur metnað- ur í hljómsveitinni og við erum sannfærðir um að við séum með frábæra plötu í höndunum,“ segir Bibbi. Var að drepast á harkinu Í mörg ár freistaði Bibbi þess að lifa á tónlist en fyrir sex árum ákvað hann að sækja um fasta vinnu hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Ég var búinn að ákveða að ég væri svo mikill listamaður að það ætti ekki við mig að vinna fasta vinnu. Þvílíkt og annað eins kjaftæði. Ég var að drepast á þessu harki. Ég var alltaf blankur og þurfti að taka að mér öll möguleg verkefni til þess að ná endum saman. Ég veit ekki hvað varð til þess að ég opn- aði augun og sótti um fasta vinnu hjá Pipar, sem ég síðan fékk. Ég mætti svo bara beint á fund með Valla Sport og Sigga Hlö að skipuleggja eitthvað og hugsaði um stund hvað í ósköpunum ég væri búin að koma mér út í,“ seg- ir Bibbi og hlær. Þær pælingar voru þó óþarf- ar því fljótlega kom í ljós að þetta var mikið gæfuspor. „Þetta er besta vinna í heimi og með besta fólki í heimi. Þar sem ég starfa á Íslandi þá fæ ég að snerta á eig- inlega öllu en aðallega starfa ég þó við hugmynda- og textasmíð- ar. Það hentar mér afar vel,“ seg- ir Bibbi. Hundleiðinlegt að skrifa skáldsögu Fyrir nokkrum árum gaf Bibbi út skáldsöguna Geril auk þess sem hann hefur vakið mikla athygli fyrir hispurslausa pistla sína sem birst hafa á Stundinni. „Ég fékk þá flugu í höfðuð að skrifa skáld- sögu og gerði það en komst að því í miðju ferli að mér finnst það hundleiðinlegt. Ég hef hins vegar gaman af því að stuða aðeins fólk með pistlum mínum,“ segir Bibbi. Meðal annars hefur hann skrifað pistla með umdeildum fyrirsögnum á borð við „Barnið mitt er bjáni“ og „Konan mín er leiðinleg“. „Ég hef bara gaman af að stuða fólk ef það er einhver tilgangur með því. Ég hef gaman af því að rífa kjaft og síðan er ég líka bara ofboðslega athyglissjúkur. Ég hef líka mjög gaman af því að reyna að vera fyndinn,“ segir Bibbi og hlær. Gekk of langt gegn Mörtu Smörtu Hann segist þó stundum hafa gengið of langt og nefnir sem dæmi reiðipistil sem hann skrif- aði um Mörtu Maríu Jóns- dóttur, betur þekkta sem Marta á Smartlandi. „Hún skrifaði eitt- hvað á Smartland og ég reiddist og hakkaði hana í mig í pistli. Þarna réðst ég á hana persónu- lega í stað þess að vera málefna- legur og ég dauðsé eftir þessu. Ég hegðaði mér eins og fífl. Valli Sport kallaði mig á fund og las pistilinn fyrir mig og ég sökk nið- ur í sætið. Ég reyndi að malda í móinn en áttaði mig undir niðri á því að ég hafði hegðað mér eins og fífl. Ég eyddi því pistlinum, hr- ingdi í Mörtu Maríu og bað hana afsökunar. Hún tók því afskap- lega vel enda er hún ótrúlega vinaleg og fín þó að við deilum kannski ekki sömu lífsviðhorf- um. Þetta var mjög lærdómsríkt,“ segir Bibbi. n „Ég var einhvern veginn búinn að fá þá flugu í höfuðið að ég gæti ekki lært. Þetta hafði alltaf verið svo auð- velt, en skyndilega rakst ég á vegg og þurfti að taka upp bækurnar og byrja að leggja hart að mér. Ég var ekki tilbúinn til þess og ákvað því að hætta og fara bara að reykja og drekka í stað- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.