Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 38
38 20. júlí 2018 ALLT FYRIR FUNDARHERBERGIÐ Þráðlaust sýningartjald Þráðlaus búnaður Hágæða öruggur fjarfundabúnaður DALVEGI 16B / S. 510 0500 FRÉTTIR - ERLENT Hagstæðustu gleðistundirnar í miðborginni n Ódýrasti bjórinn á Uppsölum - Bar & Café n Hægt að drekka bjór á afslætti til kl. 01 á Ölsmiðjunni Þ að er varla til sú krá eða veitingastaður á höfuð- borgarsvæðinu sem býður ekki upp á „happy hour“, gleðistundir þar sem ýmsir drykk- ir, þó oftast bjór, eru á verulegum afslætti. Í landi þar sem erlendir ferðamenn kveinka sér iðulega út af háu verði þá eru gleðistundirn- ar orðnar ansi mikilvægur þáttur í að lokka viðskiptavini inn á stað- ina. Það er líka staðreynd að veigar á hagstæðu verði bragðast betur. Það er ljóst að Samkeppnis- eftirlitið þarf ekki að skoða hvort samráð sé í gangi á markaðnum fyrir gleðistundirnar því þær eru mjög mismunandi. Ódýrasti bjór- inn er á 450 krónur en sá dýrasti er á „tilboði“ á 1.000 krónur. Þá byrja sumar gleðistundir klukkan 15.00 en rýmsti opnunartíminn er frá klukkan 16.00 til klukkan eitt eftir miðnætti. Hér má sjá hagstæðustu gleði- stundirnar. Þeim er raðað eftir verði á drykk guðanna, bjór. 1 Uppsalir – Bar & Café. Aðal-stræti 12. Tveir fyrir einn á öll- um bjór, kokteilum og léttvíni. Ódýrasti bjórinn kostar 450 krón- ur á krana. Opnunartíminn er þó ekki mjög rúmur, eða frá klukkan 17–19. 2 Iða Zimsen. Vesturgata 2a. Aðeins tilboð á Egils Gull sem kostar 495 krónur. Gleðstundin hefst klukkan 19.00 dag hvern og stendur til 22.00. 3 B5. Bankastræti 5. Skemmti-staðurinn vinsæli í Banka- strætinu er afar rausnarlegur varðandi tímann sem gleðistund- in varir á hverjum degi. Tilboðið tekur gildir klukkan 18.00 og því lýkur klukkan 23.00. Boðið er upp á tvo drykki á verði eins og þar er Tuborg á dælu hagstæðastur, eða 500 krónur glasið. Gleðin hefst klukkan 18.00 dag hvern, og varir til klukkan 23.00. 4 Slippbarinn. Mýrargata 2. Í boði eru tvær tegundir, Vík- ing Classic og Egils Gull á 500 krónur en að auki kostar glasið af húsvíni, rautt og hvítt, 750 krónur. Þá er einnig tilboð af völdum kok- teilum. Slippbarinn hefur gleðina snemma eða klukkan 15.00 dag hvern en henni lýkur klukkan 18.00. 5 Skuggi Bar. Hverfisgata 103. Þessi nýlegi bar á samnefndu hóteli býður upp á gleðistundir dag hvern frá klukkan 17–19. Allt áfengi á krana er á 2 fyrir 1-tilboði sem og rauðvín og hvítvín hússins. Ódýrasti bjórinn kostar því 500 krónur glasið. 6 Kaffibrennslan. Laugavegur 21. Þetta notalega kaffihús býð- ur upp á prýðilegar gleðstund- ir. Bjórinn kostar 550 krónur og rauðvín og hvítvín hússins er á 750 krónur. Á hverjum degi milli klukkan 16–20. 7 Geiri Smart. Hverfisgata 30. Icelandair-hótelin láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni um þyrsta ferðalanga. Gleðistundirnar eru frá klukkan 16–18 dag hvern og kostar bjórinn 550 krónur. Þá er 50% afsláttur af húsvíni og valdir kokteilar á tilboði. 8 Hótel Natura. Nauthólsvegur 52. Sama fyrirkomulag og hjá Geira Smart en ekki var minnst á kokteilana þegar DV hringdi til að fá upplýsingar. Þar af leiðandi er Geiri sæti ofar. 9 Ölsmiðjan. Lækjargata 10. Hér kostar bjórinn 590 krón- ur sem er fínt verð. Hins vegar er tilboðstíminn til mikillar fyrir- myndar eða frá klukkan 16–01 dag hvern. 10 Kofinn. Laugavegur 2. Tveir fyrir einn af bjór sem þýðir að ódýrasti slíki bjórinn á krana, Vík- ing Lager, kostar 595 krónur. Gleði- stundirnir vara frá klukkan 16–19 dag hvern nema á miðvikudögum en þá gildir tilboðið til kukkan 21. Ódýra bjórröltið: Túrinn hefst á slaginu klukkan 15.00 á Slippbarnum við Mýrar- götu. Þar er setið að sumbli til klukkan 17 og kostar glasið 500 krónur. Þá er förinni heitið á Upp- sali við Aðalstræti enda ódýrasti bjórinn í bænum, 450 krónur, þar í boði frá 17–19 dag hvern. Um leið og bjallan glymur er kjag- að örstuttan spöl yfir á Vestur- götu þar sem bjórinn kostar að- eins 495 krónur. Um leið og þeirri gleði lýkur er gengið upp Banka- strætið þar sem bjórinn kostar 500 krónur á B5 til klukkan 23.00 hvert kvöld. Síðan er best að rúlla sér niður á Lækjargötu þar sem bjórinn kostar aðeins 590 krónur á Ölsmiðjunni til klukkan eitt að nóttu. n 5. Skuggi Bar við Hverfisgötu lætur til sín taka á gleðistundamarkaðnum. 10. Kofinn við Laugaveg býður ölglasið á rétt undir 600 krónum. 6. Kaffibrennslan. Býð- ur ekki bara upp á gott kaffi heldur líka hag- stæðar gleðistundir. Byrjað á Slippbarnum kl. 15.00 Uppsalir kl. 17.00 Iða Zimsen kl. 19.00 B5 til kl. 23.00 Ölsmiðjan til kl. 01.00 Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.