Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 40
40 20. júlí 2018 M iðvikudagurinn 1. sept- ember, 2004, var örlaga- ríkur dagur fyrir Pipitone- -fjölskylduna í sikileyska þorpinu Mazara del Vallo, eink- um og sérílagi Denise, dóttur Pipitone- hjónanna. Daginn þennan hvarf Denise, sem flesta daga hafði sett svip sinn á nágrenni heimilis síns, af yfir- borði jarðar. Foreldrar Denise, Piera og Toni, voru eðlilega slegin þegar dóttir þeirra skilaði sér ekki heim. Þau spurðu nágranna og vini og leit- uðu í nærliggjandi götum en án árangurs og að lokum höfðu þau samband við lögregluna. Árangurslaus leit og vonleysi Engum kom til hugar að hvarf Denise mætti rekja til illvirkis; slíkt átti sér einfaldlega stað, hugs- uðu allir, í því nána samfélagi sem fólk bjó í, þar sem fjölskyldu- vina- bönd voru svo sterk að þau voru nánast óslítanleg. Hvað sem þeim vangaveltum leið bar leit lögreglu engan ár- angur og þegar rökkva tók var fólk sammála um það eitt að Denise væri horfin og án nokkurs vafa í mikilli hættu. En þessi dagur var aðeins sá fyrsti og dagarnir urðu að vikum, vikurnar að mánuðum og jafn- vel þeir bjartsýnustu gáfu upp alla von um að hnátan kæmi í leitirnar. Biðlað til mannræningja Eðli málsins samkvæmt velti fólk vöngum um hvarf Denise og fór ekki hjá því að Cosa Nostra, mafí- an á Sikiley, væri nefnd til sögunn- ar enda kastaði hún skugga sínum víða í sikileysku samfélagi. Huggunarorðum rigndi yfir Pipitone-hjónin og þau komu fram í sjónvarpi, tárvot og biðl- uðu til þeirra, eða þess, sem bar ábyrgð á hvarfi dóttur þeirra að skila henni, fara ekki illa með hana eða í það minnsta fá henni í hend- ur leikfang sem hún gæti huggað sig við. Prísund í kjallara Lögreglan fékk fjölda ábendinga um að Denise hefði sést hér og þar, nánast alls staðar á Ítalíu, og fylgdi hverri vísbendingu eftir. Eftir hálft ár var lögreglan orðin vonlítil um að Denise fyndist á lífi, enda hafði reynslan sýnt að líkur á slíku væru hverfandi eftir tvo sólarhringa frá hvarfi. Það sem enginn vissi þá var að Denise var á lífi og yrði það enn um sinn. Það sem meira var, var að Denise var í aðeins um hundrað metra fjarlægð frá heimili sínu við götuna Via La Bruna, í glæsilegri villu. Ekki er þó öll sagan sögð því Denise var haldið fanginni í kjallara villunnar. Í lyfjamóki Segir sagan að fjölskyldan í vill- unni hafi safnast saman við skjá- inn í hvert skipti sem foreldrar Denise birtust þar til að biðja dóttur sinni griða. Hver veit nema sú fjölskylda hafi þá leitt hugann að litlu stúlkunni sem dó, hægt og rólega, í kjallaranum. Síðar kom í ljós að hár Denise hafði verið litað þannig að erfiðara yrði að þekkja hana ef svo ólíklega vildi til að hún slyppi. Henni var haldið sljórri og rænulítilli með því að setja lyf í fæðu hennar. Den- ise litla var að mestu leyti sofandi í prísund sinni og þær stundir sem hún var vakandi sá hún ekki lif- andi sálu. 6 mánuðir voru liðnir af meðgöngu bandarísku konunnar Nadiyuh Venable þegar hún lét til skarar skríða gegn keppinaut sínum um ástir kærasta síns. Keppinauturinn var Sha-Ron Moens, barnsmóðir kærastans. Hann hafði ákveðið að taka saman við Sha-Ron aftur. Þann 15. maí, 2010, hittust þær, Nadiyah og Sha-Ron, og lauk samskiptum þeirra með því að sú fyrrnefnda skvetti bleikiefni í augu þeirrar síðarnefndu og stakk hana síðan 30 sinnum með hníf. Þetta gerði Nadiyah fyrir framan þriggja og sex ára syni Sha-Ron. Nadiyah fékk 55 ára fangelsisdóm fyrir vikið.SAKAMÁL SAKAMÁL RÁIN Hafnargata 19a Keflavík S. 421 4601 FERSK OG FALLEG ÞJÓNUSTAR ÞIG Í MAT OG DRYKK DAUÐI DENISE n Fortíð Pieru varð henni dýrkeypt n Dóttir hennar greiddi gjaldið„Settu hana í kjall- arann,“ sagði hún við frænku sína: „Nú launum við lambið gráa, tíkinni sem fæddi hana í heiminn.“ Fékk sam- viskubit Giuseppe Dassaro gat ekki lifað með vitneskju sinni og verknaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.