Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 41
4120. júlí 2018 SAKAMÁL Svartur sauður Hver var síðan ástæðan fyrir grimmilegum örlögum Denise? Hana mátti rekja þónokkuð mörg ár aftur í tímann, til hinnar sikil­ eysku Pulizzi­fjölskyldu sem var valdamikil í þorpinu Mazara del Vallo. Þrátt fyrir allt og allt naut fjölskyldan virðingar fyrir heilindi meðlima hennar, en innan hennar var þó einn svartur sauður. Það var Danielo nokkur, alræmdur flagari sem virtist, þrátt fyrir að vera tveggja barna kvæntur faðir, hafa það eina markmið að fleka allar konur í þorpinu og víðar. Skilnaður í Pulizzi-fjölskyldunni Það var á allra vitorði að Danielo átti alla sína hjúskapartíð hjákon­ ur og svo fór á endanum að eigin­ kona hans fékk sig fullsadda og hið óhugsanlega gerðist; hún skildi við hann. Þvílíkt og annað eins hafði aldrei gerst innan vébanda Pulizzi­ættarinnar. Ein hjákvenna Danielos var Piera, móðir Denise, sem þá var laus og liðug, eins og sagt er. Fyrir einhverra hluta sakir lagði Pulizzi­fjölskyldan sérstaklega fæð á Piera, sem að þeirra mati hafði kastað rýrð á virðingu fjöl­ skyldunnar. Einkum lagðist mál­ ið allt sérstaklega þungt á dóttur Danielos, Jessicu, sem magnvana og reið hafði fylgst með þróun mála, þá á unglingsaldri. Hleypur á snærið hjá Jessicu Með tímanum fékk Danielo leiða á Pieru og leitaði á önnur mið og Piera varð ástfangin af Toni Tipito­ ne. Þau gengu í hjónaband og eignuðust Denise árið 2000. Þann 1. september, 2004, þegar kaupmenn voru að ganga frá mörkuðum sínum í Mazara del Vallo, hljóp á snærið hjá Jessicu, sem þá var orðin 19 ára. Álengd­ ar sá hún Denise litlu, greip hana í snarhasti og rauk með hana að heimili frænku sinnar. „Settu hana í kjallarann,“ sagði hún við frænku sína: „Nú launum við lambið gráa, tíkinni sem fæddi hana í heiminn.“ Hægur dauðdagi Eins undarlegt og það kann að virðast virtist enginn úr Pulizzi­ fjölskyldunni andsnúinn þessum gjörningi. Denise var fleygt niður í kjallarann og skellt í lás. Hægur dauðdagi yrði verðið sem stúlkan yrði greiða fyrir gjörðir móður sinnar. Á meðan leitað var dyrum og dyngjum að Denise veslaðist hún upp, of magnvana vegna lyfjagjaf­ ar til að gráta og lengstum í lyfja­ móki. Eftir eins og hálfs árs prís­ und í dimmum kjallaranum dó Denise eftir að hafa fengið of stór­ an lyfjaskammt með matnum. Gamall vinur til bjargar „Hvað er nú til ráða,“ spurði frænka Jessicu. Enginn átti svar við þeirri spurningu og horuðu líki Denise var komið fyrir í frysti. Kallað var til fjölskyldufundar og einhver hafði á orði að gömlum fjölskylduvini, Giuseppe Dassaro, hefði nýlega verið sleppt úr fang­ elsi: „Fáum hann til að hjálpa okk­ ur.“ Giuseppe hafði 20 árum fyrr verið fengið fangelsisdóm fyrir morð og nýlega fengið reynslu­ lausn. Málið var útskýrt fyrir hon­ um og honum lofuð umbun sem hann gat ekki hafnað. Sektarkennd og svefnleysi Giuseppe setti líkið í farangur­ geymslu bíls síns, en meira að segja hann þurfti að velta fyrir sér þeim möguleikum sem voru í stöðunni. Því fékk hann leyfi til að geyma líkið í kæliherbergi hjá vini sínum sem var slátrari. Næsta dag leigði Giuseppe bát og sigldi út á Miðjarðarhafið með lík Denise í farteskinu og fékk hún vota gröf. Þarna hefði málinu senni­ lega lokið ef sjáldgæft samvisku­ bit hefði ekki gert vart við sig hjá Giuseppe. Sektarkenndin svipti hann svefni og að endingu fór hann til lögreglunnar og sagði alla sólarsöguna. Við rannsókn málsins þaðan í frá vaknaði spurning sem senni­ lega verður aldrei svarað; var Den­ ise í raun dóttir Danielos? n geirsgötu 8 / s. 553 1500 Sumartilboð Sægreifans Humarsúpa, brauð & ískaldur gull á 2.000 kr 22. maí, 2009, fékk Norð-maðurinn Varg Vikernes, einnig nefndur Greifinn, reynslulausn. Hann var dæmdur til 21 árs fangelsisvistar árið 1994 eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að hafa myrt Øystein Aarseth í ágúst árið 1993. Øystein og Varg höfðu spilað í sömu hljómsveit, Mayhem, sem spilaði svartmálmstónlist. Varg, var þekktur fyrir hægriöfgaskoðanir sínar, hafði árið 1992 sagt eld að nokkrum kirkjum í Noregi, þar á meðal stafkirkjunni í Fantoft, en það er önnur saga. Enn er allt á huldu um ástæður morðsins, en leiddar hafa verið að því líkur að valdabarátta innan hljómsveitarinnar hafi verið orsökin. DAUÐI DENISE„Denise litla var að mestu leyti sof- andi í prísund sinni og þær stundir sem hún var vakandi sá hún ekki lif- andi sálu. Móðir og dóttir Denise hvarf af yfirborði jarðar dag einn í sept- ember 2004.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.