Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 48
48 LÍFSSTÍLL 20. júlí 2018
Jóhann keyrði aftan á bíl og
tognaði á hálsi.
Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur.
Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar.
n Samhugur og samstaða er styrkur í sorginni n Minningarsjóður: „Ég á bara eitt líf“ n „Við verðum að læra að lifa með sorginni, hvernig sem við gerum það“
Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu þann
25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Foreldrar
hans, systkin, vinir og stórfjölskylda ákváðu stuttu
eftir andlát Einars að halda minningu hans á lofti
með stofnun minningarsjóðs, þar sem drifkraftur-
inn er kærleikur, samstaða og góðar minningar um
ungan dreng sem fór allt of snemma. Ungan dreng
sem lést af völdum lyfjaeitrunar vegna misnotkunar
á lyfseðilsskyldum lyfjum. Misnotkun á slíkum lyfjum
ágerðist á tveimur seinustu vikum lífs hans og gat
hann falið það fyrir sínum nánustu og kom andlát
hans öllum í opna skjöldu.
B
laðamaður DV settist niður
með föður Einars Darra,
Óskari Vídalín, og Anítu
Rún, 21 árs, dóttur Óskars
og systur Einars Darra, og ræddi
við þau um Einar Darra, misnotk-
unina á lyfseðilsskyldu lyfjunum,
minningarsjóðinn og verkefnin
sem eru fram undan og markmið-
in sem þau vilja ná.
„Við fjölskyldan ákváðum fljót-
lega eftir að Einar deyr að stofna
minningarsjóð, okkur langaði að
halda minningunni um hann á
lofti,“ segir Óskar. „Við gerðum
okkur ekki grein fyrir hvert það
myndi leiða okkur, en við vildum
stofna sjóðinn. Við heyrðum líka
mikið um andlát ungs fólks og
vandamál tengd lyfjum eftir að
hann dó, þannig að maður gerir
sér grein fyrir hvað þetta er stórt
og mikið vandamál, vandamál
sem við höfðum enga hugmynd
um áður en hann dó. Við feng-
um upplýsingar um misnotk-
un hans og fikt með lyf í gegnum
farsímann hans þegar við skoðuð-
um hann. Það kom okkur öllum
í opna skjöldu og þar af leiðandi
ákváðum við að einbeita okkur að
forvörnum og beina athyglinni að
unga fólkinu og leggja áherslu á
lyfseðilsskyld lyf. Það er eitthvað
sem maður hefur ekki heyrt mikið
talað um. Síðan kom hugmyndin
að armböndunum upp og þau
hafa slegið í gegn.“
Minningarsjóðurinn tekur á
móti frjálsum framlögum og eru
þau meðal annars notuð til að
fjármagna armböndin, sem eru
kærleiksgjöf frá Minningarsjóði
Einars Darra. „Við viljum þannig
auðvelda útbreiðslu þeirra og höf-
um hingað til ekki leitað eftir nein-
um styrkjum frá yfirvöldum,“ seg-
ir Óskar.
„Við ákváðum að gefa arm-
böndin og það er í anda Einars,
hann var svo kærleiksríkur og vildi
gefa af sér til allra,“ segir Aníta.
„Hann fylgir okkur í þessu verkefni
finnst okkur,“ bætir Óskar við.
„Við ákváðum að vera áberandi,
armböndin eru bleik, en bleik-
ur var uppáhaldslitur Einars, við
keyptum bleikar peysur og erum í
þeim og erum mjög áberandi. Við
erum búin að kynna verkefnið vel
á Facebook-síðu minningarsjóðs-
ins: af hverju við erum að gefa
armböndin, hvert markmiðið er
með þeim og opna umræðuna. Við
höfum hringt í ansi marga aðila
þar sem við erum að leita að sam-
starfi eða öðru og mjög margir vita
hver við erum, hafa kíkt á síðuna
og fylgst með. Það kemur manni
töluvert á óvart,“ segir Óskar.
„Við erum líka á Instagram og
þar eru ótrúlega margir að setja
inn mynd af sér með armband.
Mörg sem þakka okkur fyrir að
gera þetta, því þau hafa ekki þor-
að því sjálf. Það er heldur ekki auð-
velt fyrir okkur að koma fram með
þessa sögu, en við teljum að Einar
vilji að það sé okkar verkefni,“ seg-
ir Aníta.
„Já, ég held að hann sé mjög
stoltur af okkur,“ segir Óskar.
Stefnan er næst tekin á Franska
daga á Fáskrúðsfirði og Þjóðhátíð í
Eyjum þar sem armböndum verð-
ur dreift. Einnig er hægt að fá þau
á fjölmörgum pósthúsum, þar sem
hópurinn annaði ekki eftirspurn í
persónulegum skilaboðum eftir
armböndum.
Minningarsjóðurinn gerði
einnig myndband sem þegar
þetta er skrifað hefur fengið 160
þúsund áhorf. „Við erum að nota
alla miðla, við fáum hugmyndir
og bara framkvæmum þær,“ segir
Aníta.
Heimasíða er í vinnslu og er
hugmyndin sú að þar verði nokkur
svæði, til dæmis eitt fyrir foreldra
þar sem þeir geta farið og fengið
viðeigandi fræðslu. „Það er mikil-
vægt að foreldrar fái líka fræðslu.
Okkur grunaði ekki að hann væri
kominn í svona lyf,“ segir Aníta.
Bleika hjörðin verður áberandi í
Reykjavíkurmaraþoninu
Reykjavíkurmaraþonið fer fram
á Menningarnótt, þann 18. ágúst
næstkomandi, og hefur minn-
ingarsjóðurinn stofnað hóp sem
heitir Bleika hjörðin. Um 70 manns
hafa þegar skráð sig til leiks og má
búast við að þeir verði fleiri, enda
tæpur mánuður til stefnu. „ Flestir
ætla að hlaupa 10 kílómetra, en
eldra fólk eins og ömmurnar fara
þrjá kílómetra,“ segir Aníta. Allir
sem hlaupa fyrir minningarsjóðinn
fá bleikan bol og allir styrkir fara
inn á sjóðinn. „Við setjum mark-
miðið á að ná tveimur milljónum,
allur peningurinn fer í forvarnar-
verkefni, við erum að vinna að fleiri
verkefnum og erum bara rétt að
byrja.“
Aðspurður hvort þau séu öll í
formi fyrir hlaupið, brosir Óskar og
svarar: „Mismiklu, við tökum ein-
hverja spretti örugglega.“ Stefnan er
þó sett á að vera saman í hlaupinu
sem einn hópur, vera áberandi og
vekja með því athygli á málefninu.
HÁLF TAFLA SKILDI MILLI LÍFS OG DAUÐA EINARS DARRA
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
LJÓSMYNDIR: DV/HANNA