Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 50
50 LÍFSSTÍLL 20. júlí 2018 svo allt gangi smurt l Öryggisvörur l Efnavörur l olíuvörur Vinahópurinn sem og ættingjar séu í sárum. „Við höfum talað við þau öll og það standa allir saman og hjálpast að,“ segir Aníta, sem eftir andlát bróður síns ákvað að taka sér hlé frá frekara námi og vinna að minningarsjóðnum og verkefnum hans, en hún stefnir á að læra félagsráðgjöf. „Markmið okkar með minn- ingarsjóðnum er að opna um- ræðuna og að unga fólkið geri sér grein fyrir að neysla lyfja er lífs- hættuleg og að foreldrar geri sér grein fyrir að þetta geti verið að gerast heima hjá þeim,“ segir Aníta. Minningarsjóðurinn er styrkur í sorgarferlinu Þar sem þið farið í forvarnarverk- efnið svo stuttu eftir andlát Einars, náið þið að syrgja eða eruð þið að slá sorgarferlinu á frest? „Fyrir mitt leyti þá sæki ég mikinn styrk í að við, fjölskyldan, hittumst oft og enn meira eftir að við fórum að vinna með minn- ingarsjóðinn,“ segir Óskar. „Það hjálpar mér mikið að hafa eitt- hvað fyrir stafni í sorgarferlinu, verkefni sem mér finnst verðugt og í minningu Einars. Ég er í sam- bandi við geðhjúkrunarfræðing og er að vinna í mínum málum með honum. Mér finnst stuðningur- inn sem við fáum líka hjálpa mér afskaplega mikið, hann kemur mér á fætur á morgnana. Svo veit maður ekki hvað gerist þegar fer að hægja á, maður veit ekki hvern- ig morgundagurinn verður,“ segir Óskar. „Þegar ég fékk símhringinguna um að Einar væri látinn, þá vissi ég að hann væri dáinn en var samt með þá hugsun að það kæmi ekk- ert fyrir okkur,“ segir Aníta. „Hann er vaknaður núna uppi á spítala, hugsaði ég, og ég hugsa það enn stundum í dag að þetta sé ekki alvara. Ég stend í kirkjugarðinum og horfi á krossinn hans og hugsa að þetta sé óraunverulegt, kannski af því að við finnum svo mikið fyr- ir honum. Ég hugsa bara dag fyrir dag. Ég get átt slæman dag og þá passa ég bara að hugsa um sjálfa mig og leyfi mér að eiga slæman dag. Við ákváðum að vinna verkefnið í kær- leika og ef við eigum slæman dag, þá erum við ekki að vinna að því. Það hjálpar mér mikið að hugsa til Einars, ég á bara góðar minningar um hann og þær hjálpa mér að syrgja hann. Svo erum við líka oft heima og grátum og þá leyfum við okkur bara að gráta.“ Óskar hefur upplifað að geta kvatt einstakling áður en við- komandi féll frá. „Að jarða ungan dreng er eitthvað sem ég vil ekki að neinn upplifi. Við höfum feng- ið mikinn stuðning frá fjölda fólks sem við þekkjum ekkert og frá fjöl- skyldu og vinum, það er ómetan- legt. Maður er snortinn yfir við- brögðunum og allir eru tilbúnir til að leggja sig af mörkum, það er bara frábært. Sektarkenndin er hluti af ferl- inu sem ég fer í gegnum eftir að Einar deyr. Sú tilfinning kom strax upp og er eitthvað sem maður verður að vinna með sjálfur. Ég get ímyndað mér að hún fari illa með fólk ef ekki er unnið með hana. Ég er opinn með að tala um hana. Að jarða barnið mitt er eitthvað sem ég hef ekki gert áður og maður verður bara að lifa í núinu, ég veit ekkert hvernig morgundagurinn verður. Við verðum að læra að lifa með þessu, hvernig sem það er gert,“ segir Óskar. „Ég veit líka að alltaf þegar verður gleðidagur hjá mér, þá mun hann verða smá sorgardagur um leið,“ segir Aníta. „Eins og þegar ég gifti mig, eignast börn, ég hef alltaf séð Einar sem hluta af því. Ég mun gráta af því að hann er ekki með, en ég verð bara að leyfa því að ger- ast því ég mun alltaf sakna Einars. Ef ég loka alveg á sorgina þá er ég hrædd um að góðu minningarnar fari líka og ég vil frekar eiga slæma daga af og til, en að loka á minn- ingarnar. Maður býst ekki við að einhver svona ungur muni deyja. Einar hafði samt misst góðan vin sinn fyrr á árinu vegna eiturlyfja en maður hugsar að það muni ekkert koma fyrir mig eða mína fjölskyldu. Heiða, amma Andreu, systur Anítu og Einars, andaðist eftir stutt en erfið veikindi kvöldið eftir jarðarför Einars. Hún var náin Einari þrátt fyrir að vera ekki blóð- skyld honum og náði að segja Báru, móður Einars og Andreu, stuttu áður en hún lést að hún ætl- aði sér að fara og passa upp á Ein- ar okkar. Það er gott að vita að þau séu þarna saman,“ segir Aníta. Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum er mjög algeng Feðginin eru sammála um mis- notkun á lyfseðilsskyldum lyfjum sé mjög algeng og orðin stórt vandamál. „Mjög margir sem ég hef talað við þekkja einhvern sem glímir við slíkt og hefur ein- hverja sögu að segja,“ segir Óskar, „það segir manni að þetta sé stórt vandamál. Eftir að við ákváðum að stofna minningarsjóðinn og fara þessa leið þá er ég óhræddur við að tala um andlát Einars, það hjálpar mér líka og er ekkert feimnismál hjá mér. Ég er tilbúinn til að fara ótroðnar slóðir til að vekja athygli á þeim vanda sem misnotkun á lyf- seðilsskyldum lyfjum er, eins og til dæmis að sitja fyrir svörum í út- varpsviðtali, sem er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að gera.“ Bæði segjast þau vera lítið fyrir sviðsljósið, en nú ávallt hugsa: „Hvað myndi Einar gera?“ Segja þau hann alltaf hafa hvatt aðra áfram til verka og það sé drifkraft- urinn í verkefnum þeirra núna. „Við bara gerum þetta, það er ekk- ert hik á okkur,“ segir Óskar. „Við viljum hafa áhrif í samfé- laginu með því að opna umræðuna, og vonandi leiðir umræðan til breytinga hvað varðar forvarnar- fræðslu í skólum og meðferðarúr- ræði. Ég hef spurt út í forvarnar- fræðslu í framhaldsskólum og mér skilst að hún sé ekki mikil, þannig að þar er óplægður akur. Þegar maður tekur stökkið frá grunnskóla upp í framhaldsskóla, þá er það mikil breyting, þannig að ég tel að þar sé ákveðinn áhættuhópur og forvarnarfræðsla á öllum skólastig- um því nauðsynleg,“ segir hann. „Á fyrsta ári í fjölbraut fór ég í lífsleikniáfanga og þar var forvarnarfræðsla um of hrað- an akstur og sláandi myndbönd sýnd,“ segir Aníta. „Þetta situr enn í mér þannig að ég myndi halda að sambærileg fræðsla um lyf hefði sömu áhrif,“ bætir hún við. „Maður er ótrúlega þakklátur fyrir stuðninginn sem við höfum fengið, hann heldur manni gang- andi og við efnið, hjálpar manni að komast á fætur á morgnana og líta daginn bjartari augum við að vinna að svona verðugu verkefni. Við hefðum aldrei getað þetta ein,“ segir Óskar. „Við erum ótrúlega þakklát,“ segir Aníta, „og ef við náum að bjarga, þó ekki sé nema einum einstaklingi frá því að deyja vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja, þá er markmiði okkar náð.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.