Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 52
52 FÓLK 20. júlí 2018 Á hverjum degi berst fjöldinn allur af ábendingum eða fréttaskotum í pósthólf DV. Ef efni þessa pósts kveik- ir áhuga blaðamanna þá er um- svifalaust haft samband við þá sem sendu ábendinguna og síðan er unnin frétt um málið. Í vikunni barst nafnlaus póstur til ritstjórn- ar DV frá sérstakri síðu sem ger- ir það að verkum að ekki er hægt að svara skeytinu. Bréfið er átak- anlegt í meira lagi en í því kemur fram að sendandinn hafi að mestu leyti sætt sig við að hann muni deyja á þessu ári. Hann segist hafa verið of seinn að leita sér hjálpar vegna kynferð- isofbeldis sem barn og að það hafi eyðilagt líf hans. Það hafi verið stór mistök og hann vonist til þess að þessi skrif hans geti hjálpað öðr- um að skilja hversu mikilvægt það er ef maður vill halda lífi eða eiga gott líf. Þá segir hann að þetta sé eingöngu brot af lokaorðum sín- um og að honum verði varla bjarg- að úr þessu. DV hvetur sendanda bréfsins til þess ræða opinskátt við sína nán- ustu og leita sér hjálpar hjá fagað- ilum. Til dæmis með að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem opinn er allan sólarhringinn. Veldur óumflýjanlega vonbrigðum „Á þessum tímapunkti í lífi mínu hef ég misst alla löngun í að halda baráttunni við sjálfan mig áfram, ákjósanlegast væri að loksins finna frið í dauðanum. Ég hef aldrei ver- ið jafn einmana og ég er núna. Það er mín eigin sök. Ég á erfitt með að hleypa fólki nærri mér og þegar ég geri það þá, óumflýjanlega, veld ég því vonbrigðum. Ég hugsa nánast stanslaust um hversu yndislegt það væri að fá loksins frið. Á sama tíma reyni ég eins og hægt er að halda í þá agnarsmáu von, sem er grafin djúpt innra með mér, að ég haldi lífi. Geri mér grein fyrir þversögn- inni. Ég hef fáa, en undursamlega, að og ég reyni að gera mitt besta í að vera ekki valdur að enn ein- um vonbrigðunum. Mín saga með áfengi og fíkniefni mun þó að öllum líkum verða mér að falli, ég er ein- faldlega of þreyttur á einmanaleik- anum, depurðinni og sjálfshatrinu. Mér líður einfaldlega eins og lífið hafi aldrei gefið mér möguleika, það gaf mér góða barnæsku þar sem ég mundi ekki eftir áfallinu fyrr en í kringum átján ára aldur- inn, en í kring- um þann aldur ákvað lífið að slá mig harka- lega niður þegar martraðirnar af ofbeldinu hófst. Þær hafa verið regluleg- ur næturgestur síðan. Mér líður eins og það sé kominn tími á mig til að hrækja í andlitið á þessu lífi sem hefur brotið hjartað í mér aft- ur og aftur. Það er kominn tími á hefnd gagnvart þessu lífi og ég á það skilið að fá að fara á mínum eigin forsendum.“ Var ekki nógu sterkur til að komast yfir ofbeldið „Á endanum liggur ábyrgðin samt hjá mér. Ég var ekki nógu sterk- ur til að komast yfir ofbeldið sem ég varð fyrir. Þegar maður bætir svo viðbjóðnum sem maður upp- lifir þegar maður er í neyslu, fé- lagar sem hafa kvatt út frá neyslu og öll þau skipti þar sem ég veld, bæði sjálfum mér og þeim sem mér þykir vænst um, vonbrigðum þá hugsa ég með sjálfum mér að það sé fullkomlega réttlætanlegt að ég bregðist þeim einu sinni enn, loka- skiptið. Ég get ekki lengur lifað lífi þar sem ég treysti ekki sjálfum mér, tankurinn er nánast tómur. Ég hugsa mikið um dauðann. Með hverjum deginum byrja ég að þrá hann meir og meir. Ég hef lokað mig frá öllum þeim sem mér þykir vænt um, þó margir hverjir upplifi höfnun af minni hálfu þá er ég að reyna að hlífa þeim á minn hátt. Ég vil ekki gera þeim upp vonir um að ég sé að fara að verða betri. Kannski er þetta ekki rétta leiðin en ég held að hún sé þó tölu- vert skárri en að gefa þeim falskar vonir. Sama hvað fólk reynir að ná til mín þá er ég búinn að hlaða múr í kringum mig þar sem viljinn til að lifa er nánast horfinn, núna horfi ég nánast eingöngu í átt að dauðanum.“ Í lagi út á við en að deyja að innan „Mér ætti ekki að líða eins og mér líður, en ég er algjörlega búinn að bugast. Einmanaleiki, af eigin völdum, er minn versti óvinur. Ég myndi óska þess að ég væri ánægð- ur ef ég fengi þá ósk, því miður er lífið ekki svo gjöfult. Ekki í mínu tilfelli allavega. Kannski gæti ég komist á rétta braut ef ég væri nógu hugrakkur til að biðja þá fáu vini sem ég á eftir, eða fjölskylduna, um að hjálpa mér í gegnum þetta. Ég er bara ekki nógu sterkur til þess. Ég get ekki, á þessari stundu í lífi mínu, brugðist einhverjum og haldið áfram að anda. Út á við horfir fólk á mig og heldur að ég sé í fínu standi en að innan er ég að deyja. Ég geri þetta venjulega, mæti í ræktina og vinnuna, reyni að dreifa huganum þar en svo hef ég ekkert. Ég er bú- inn að loka á alla þannig að hálf- an daginn er ég eins og vofa. Ég þjóna engum tilgangi. Ég vil að þið vitið að ég er ekki reiður við neinn, nema sjálfan mig. Ég klúðraði mínu eigin lífi. Ég er ekki hræddur við dauðann heldur hef ég sætt mig, svona næst- um því, við þau örlög að ég muni deyja á þessu ári. Ég berst á hverj- um degi við þá hugsun að ég ætti að enda þetta í dag og ég mun ekki hafa þrek til þess að halda þeim slag út árið.“ n Millifyrirsagnir eru ritstjórnar DV. GIMLI FASTEIGNASALA Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík s. 570 4800 / gimli@gimli.is Næsti kafli hefst HJÁ OKKUR hafðu samband Átakanlegt bréf þolanda kynferðisofbeldis: „ÉG VAR EKKI NÓGU STERKUR“ Segist hafa klúðrað eigin lífi með því að leita sér ekki hjálpar„Mér líður einfaldlega eins og lífið hafi aldrei gefið mér möguleika, það gaf mér góða barnæsku þar sem ég mundi ekki eftir áfallinu fyrr en í kringum átján ára aldurinn, en í kringum þann aldur ákvað lífið að slá mig harkalega niður þegar martraðirnar af ofbeldinu hófst. Ritstjórn DV barst átakanlegt kveðjubréf lesanda. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.