Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Qupperneq 8
8 31. ágúst 2018FRÉTTIR É g byrjaði í KFUM á Akur- eyri árið 1985, þegar ég var 13 ára gamall,“ segir Ingv- ar, sem starfar í dag sem tónlistarmaður og verslunar- stjóri í Hljóð X og hljóðfæraversl- uninni Rín. „Þetta var yndislegt starf og þarna kynntist ég fjölda góðs fólks, og enn þann dag í dag höldum við gömlu KFUM-arnir óreglulegu sambandi. Þar eign- aðist ég marga vini og kunningja sem ég mun eiga alla tíð, sumir þeirra hafa reynst mér gríðarlega vel eftir að þetta mál kom upp.“ Fljótlega eftir að Ingvar byrj- aði í KFUM, þótt hann muni ekki tímann nákvæmlega, kom séra Helgi Hróbjartsson sem gestur á samkomu. Á þeim tíma hafði Helgi verið kristniboði í Afríku og starfaði sem afleysingaprestur í Hrísey og fór hópur Ingvars í KFUM minnst eina ferð til Hrís- eyjar að heimsækja hann. „Hann kom frá Afríku með al- veg magnaðar sögur, sem maður vissi svo sem ekki hvort voru sannar eða ekki,“ segir Ingvar, sem lýsir Helga sem góðum ræðu- manni og lífsreyndum manni, en á þessum tíma var Helgi rúmlega fimmtugur. „Þarna var ég lítill og ófram- færinn og svona eftir á að hyggja kannski draumaskotmark fyrir níðinga. Helgi var mjög vinalegur við mig strax, og mér þótti það merkilegt að þessi maður sem var búinn að vera í sjónvarpi, útvarpi og blöðum, maður sem manni fannst frægur maður og mjög þekktur, skyldi hafa áhuga á að tala við mig.“ Helgi var heillandi og undirbjó jarðveginn vel Að sögn Ingvars var Helgi heill- andi maður og sannfærandi og segir hann fullorðna fólkið hafa hrifist af honum. Segir Ingvar að nokkur börn hafi þó ekki hrifist af Helga, en þau hafi verið í minni- hluta. „Það var oftar en ekki vegna þess að hann var með ákaflega gamaldags og asnalegar skoðanir á tónlist. Hann vildi til dæmis ekki hafa trommur með í tónlistinni af því að þær voru af hinu illa. Eftir á að hyggja er svolítið fyndið að slíkt hafi komið frá manni sem var svo uppvís að því að misnota börn.“ Síðla árs 1985, eða snemma árs 1986, byrjaði Helgi þegar hann var staddur á Akureyri að hringja heim til Ingvars. „Hann bauð mér í flugtúr til Húsavíkur. Þá vissi hann, og sagði mér það, að hann vissi að foreldrar mínir væru ekki heima. Ég man að mér fannst furðulegt að hann vissi það. Við hittum pabba á flugvellin- um á Húsavík og ég er ekki viss hvor þeirra var meira hissa, pabbi eða Helgi. Við fórum aldrei af flugvell- inum og inn í Húsavíkurbæ, eins og til stóð, en seinna bauð Helgi mér í bíltúr.“ „Ekki sá maður sem hann gaf sig út fyrir að vera“ Sumarið 1986 þegar Ingvar var 14 ára voru foreldrar hans að heiman og þótti ekki tiltökumál að ung- lingurinn væri einn heima. „Þá bauð Helgi mér í bíltúr út í sveit, sem mér þótti skrítið,“ segir Ingvar og bætir við að þarna hafi greinilega einhver rauð ljós ver- ið farin að gera vart við sig um að vinalegheit Helga við hann væru ekki eðlileg. „Helgi stoppaði bílinn einhvers staðar og ég sagði við hann að ég SÉRA HELGI JÁTAÐI KYN- FERÐISBROT GEGN INGVARI Árið 2010 játaði Helgi Hróbjartsson, prestur og trúboði, fyrir fagráði um kyn- ferðisbrotamál innan kirkjunnar að hafa framið kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum 25 árum áður. Brot Helga fólust annars vegar í kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í kynferðislegri áreitni. Ingvar Valgeirsson er einn þeirra manna sem kærðu Helga og segist Ingvar ávallt hafa vonað að hann væri eina fórnarlamb Helga, en tíminn hafi leitt í ljós að drengirnir sem Helgi leitaði á voru mun fleiri. Ingvar segist vera gríðarlega heppinn að ekki hafi farið verr í hans tilviki. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.