Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 31
 Afþreying 31. águst 2018 KYNNINGARBLAÐ Vissir þú að hægt er að kom-ast í hvalaskoðun frá mið-bæ Reykjavíkur? Fyrirtækið Elding-hvalaskoðun er með höfuð- stöðvar að Ægisgarði 5, þar er miða- sala í hvalaskoðunarbátinn Eldingu og siglt er þaðan út í Faxaflóa. „Enn eru um 95% okkar gesta erlendir ferðamenn en við verð- um alltaf ákaflega glöð þegar við fáum Íslendinga í þessar ferðir. Það er nefnilega svo frábært að geta boðið upp á hvalaskoðunarferðir úr miðri Reykjavík og það eru kannski ekki margir sem vita að hvalir synda hérna skammt frá fjörunni. Við förum yfirleitt ekki lengra en 7 til 10 mílur frá landi til að sjá hvali,“ segir Sveinn Hólmar Guðmundsson, umhverfis- og gæðastjóri hjá Eldingu. Hver ferð tekur þrjá klukkutíma. Kaffitería er um borð með heitum og köldum drykkjum og léttum veiting- um. Salerni er um borð og boðið upp á kuldagalla. Boðið er upp á inni- haldsríka leiðsögn og er hún í umsjá háskólamenntaðra sjávarlíffræðinga. „Við höfum skráð sýnileikatíðnina í Excel-skjal undanfarin ár og sam- kvæmt því er hún um 95% yfir sum- arið. Hún lækkar eitthvað yfir veturinn en þó verða mest spennandi ferðirnar þá. Þegar síldin og loðnan koma inn verður veisla hjá hnúfubaknum og háhyrningnum – sem svo aftur verður veisla fyrir augað þegar siglt er hjá,“ segir Sveinn. Sveinn segir jafnframt að hvalveið- ar séu núna í brennidepli umræðunn- ar og mjög umdeildar. „Í ljósi um- ræðunnar viljum við að Íslendingar kynni sé málin og við viljum gefa þeim kost á að sjá hvali í sínu náttúrulega umhverfi,“ segir Sveinn. Nánari upplýsingar um ferðirnar eru veittar í síma 519-5000. Hægt er að panta ferð með því að senda tölvupóst á netfangið elding@elding. is eða einfaldlega mæta niður á Ægisgarð 5 og kaupa miða. Einnig eru upplýsingar á vefsíðunni elding.is og Facebook-síðunni Elding. ELDING – HVALASKOÐUN: Kominn tími til að Íslendingar sjái hvalina sem synda rétt undan ströndum Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.