Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 35
 Afþreying 31. águst 2018 KYNNINGARBLAÐ Fyrirtæki sem vilja fara með starfs-fólk sitt til útlanda ættu að hafa samband við okkur mjög snemma í ferlinu því þessi fargjaldafrumskógur er ótrúlegur. Fargjöld hækka daglega fram að brottfarardegi og versti óvinur skemmtinefnda sem eru að spá í flug- fargjöld og gistingar eru allar þessar leitarvélar sem sýna þér hagstætt verð en þegar þú ert kannski með 30–80 manna hóp er bara allt annað í gangi,“ segir Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, hjá Visitor, en fyrirtækið sérhæfir sig meðal annars í árshátíðarferðum og öðrum hvataferðum fyrirtækja til útlanda. Visitor hefur áralanga reynslu af bókunum og skipulagningu hópferða og er beintengt við bókunarkerfi sem bjóða upp á hagstæðar ferðir. Visitor veitir persónulega þjónustu til jafnt lítilla sem stórra aðila og léttir mjög álagi og streitu af skemmtinefndum fyrirtækja sem oft standa í ströngu til að láta hópferðina verða sem fullkomnasta. Siggi Hlö er nú nýlega genginn til liðs við Visitor eftir 20 ár í auglýsingabrans- anum auk þess sem allir þekkja hann sem glaðbeittan og vinsælan útvarps- mann. Siggi hefur auk þess verið farar- stjóri í hópferðum um allan heim í 30 ár og hefur gífurlega reynslu sem farar- stjóri í árshátíðarferðum og skemmti- kraftur í slíkum ferðum. Siggi kemur því með frábæra reynslu og þekkingu af hópferðum inn í Visitor. En þar er einnig mikil reynsla og þekking til staðar á ferðamálum því ferðaskrifstofan hefur starfað í 10 ár og eigendur hennar verið í ferðabransanum í aldarfjórðung. Meðal annarra áhugaverðra ferða hjá Visitor eru fótboltaferðir sem eru gífurlega vinsælar: „Við erum aðallega með ferðir til borganna Manchester og Liverpool og erum með fastsettar ferðir á nokkra mjög spennandi leiki í vetur,“ segir Siggi en meðal leikja sem boðið verður upp á ferðir á eru Liver- pool-Man Utd. og Man Utd.-Arsenal. Fótboltaferðirnar eru með íslenskri fararstjórn. Ítarlegar upplýsingar er að finna á vefsíðunni visitor.is og það er ekki seinna vænna að hafa samband við Visitor og skipuleggja ógleymanlega ferð með hópnum þínum. siggi@visitor.is og ég svara hratt og skemmtilega:) SIGGI HLÖ ER MÆTTUR Í FERÐABRANSANN: Fyrirtækjaferðir eru í góðum höndum hjá Visitor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.