Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 41
4131. ágúst 2018
f lokkurinn fengið góðan stuðning.
Í stuttu máli má segja að
popúlistar reyni að höfða til venju-
legs fólks sem finnst sem áhyggj-
um þess og vanda hafi ekki verið
sinnt af hinum hefðbundnu stjórn-
málamönnum og flokkum. Þá eru
leiðtogar popúlista oft miklir og
áberandi persónuleikar sem eiga
auðvelt með að heilla fólk. Þeir
hafna hinum hefðbundnu stjórn-
málaflokkum og hinni svokölluðu
elítu.
Hver er stefna popúlistaflokka?
Í Evrópu eru popúlistaflokkarnir
og stjórnmálamenn, sem teljast
til popúlista, yfirleitt tengdir við
hægri væng stjórnmálanna eins
og fyrr sagði en í Suður-Ameríku
hafa popúlistar oft verið á vinstri
vængnum og má þar nefna Hugo
Chavez, fyrrverandi forseta Venes-
úela. Í Grikklandi telst Syriza-
flokkurinn vera popúlistaflokkur
en hann er til vinstri og það
sama á við um Podemos-flokk-
inn á Spáni. En það eru popúlist-
ar á hægri vængnum sem hafa náð
mestum árangri í Evrópu og þá
sérstaklega þeir sem eru langt til
hægri, öfgaflokkar. Þar má nefna
National Front með Marine Le
Pen í fararbroddi í Frakklandi,
Geert Wilders og Frelsisflokkinn í
Hollandi, Viktor Orbán í Ungverja-
landi, Frelsisflokkinn í Austurríki
og Fimmstjörnuhreyfinguna og
Forza á Ítalíu og auðvitað Don-
ald Trump í Bandaríkjunum. Þá
hafa Svíþjóðardemókratarnir auk-
ið fylgi sitt jafnt og þétt undanfar-
in ár og eru nú í góðri stöðu fyrir
þingkosningarnar 9. september.
Danski þjóðarflokkurinn hefur
einnig góða stöðu og er nú næst-
stærsti flokkur Danmerkur. Alt-
ernative für Deutschland stendur
einnig sterkur að vígi í Þýskalandi.
Þessir flokkar og einstaklingar
eiga það sameiginlegt að gera út
á andstöðu fólks við innflytjend-
ur og kenna þeim um flest það
sem aflaga hefur farið. Ljóst er að
evrópskt samfélag hefur breyst
mikið á undanförnum áratug-
um, fjölmenningunni hefur vaxið
fiskur um hrygg og alþjóðavæð-
ingin hefur sett mark sitt á sam-
félögin. Inn á þetta hafa stjórn-
málamennirnir spilað. Áhrifa
popúlista fór að gæta að einhverju
ráði um aldamótin en í kjölfar
fjármálakreppunnar 2008 jukust
áhrif þeirra og meira fór að bera á
þeim. Í kjölfar fjármálakreppunn-
ar var hægt að benda á elítu sem
var talin eiga sök á kreppunni,
bankamenn, og beina spjótunum
að þessum hópi. Síðan hefur þetta
færst meira í að vera andstaða við
ríkjandi valdhafa og þá sem eru
taldir tilheyra elítunni og eru þar
af leiðandi áhrifamiklir í samfé-
laginu.
Benjamin Moffit færir rök fyrir
því í bók sinni, The Global Rise
of Populism, að hinn dæmigerði
popúlistaleiðtogi tileinki sér
ákveðna framkomu. Einn hluti
hennar er slæmir mannasiðir
(hver kannast ekki við það hjá
Trump), annar hluti er að hegða
sér ekki eins og hefðbundinn
stjórnmálamaður (aftur kemur
Trump upp í hugann). Þá er það
hluti af þessari framkomu að vera
alltaf í sókn í öllum málaflokkum.
Ef popúlistaleiðtogi kemst til valda
neyðist hann eiginlega til að reka
stanslausa „kosningabaráttu“ til
að sannfæra stuðningsmenn sína
um að hann sé ekki hluti af elít-
unni og kerfinu og verði það aldrei.
Það er kannski hægt að segja
að popúlistaleiðtogar séu eins
og negatífur, þeir eru andstaðan
við allt það sem þeir segja að sé
að í samfélaginu, þeir reka póli-
tík sem er þvert á pólitík hinna
hefðbundnu flokka, þeir gagn-
rýna menntafólk og vísindi og þeir
eru á móti elítunni. Það er auð-
velt að laga þetta að aðstæðum
hverju sinni og því er sveigjanleik-
inn mikill. Þá eru popúlistaleið-
togar ekki alltaf ánægðir með
flókið lýðræði og hallast frekar að
beinu lýðræði þar sem þjóðarat-
kvæðagreiðslur verða meira not-
aðar. Sumir telja að þetta kyndi
undir vantrausti fólks á lýðræðið
og styrki þá böndin við einræði
sem sumir leiðtoganna vilja gjarn-
an koma á. Á endanum verði stað-
an sú að leiðtoginn taki ákvarð-
anir á þann hátt sem ekki er hægt
í hefðbundnum lýðræðissamfé-
lögum. Evrópskt dæmi um það
má sjá í Ungverjalandi þar sem
Viktor Urban forsætisráðherra
hefur rekið harða popúlíska þjóð-
ernisstefnu og sópað til sín sífellt
meiri völdum. Hann hefur sagt að
markmið hans sé að skapa „þröng-
sýnt ríki“ og hefur fært rök fyrir að
einræðisstjórnkerfi eins og er í
Kína, Rússlandi og Tyrklandi sé
miklu hentugra stjórnkerfi fyrir
Ungverjaland en hið vestræna lýð-
ræðismódel. Þá má ekki gleyma
frægum orðum Hugo Chávez sem
sagði eitt sinn: „Ég er ekki einstak-
lingur – Ég er fólkið.“
Að leiðtogi segi þetta setur fólk
í töluverðan vanda því ef það lýs-
ir yfir andstöðu sinni við ákvarð-
anir valdhafans, sem segist vera
fólkið, þá er það um leið að lýsa
sig andsnúið fólkinu, þjóðinni.
Þannig er hætt við að andstaða
verði minni en ella vegna ótta fólks
við að lenda upp á kant við „fólk-
ið“.
Af hverju hafa popúlistar náð
svo góðum árangri víða?
Eins og áður kom fram þá nota
popúlistar „elítuna“ oft til að varpa
ljósi á stefnu sína og finna and-
stæðing í hinu hefðbundna stjórn-
málakerfi. Þeir bera því oft við að
þeir séu að fara að „vilja fólksins“.
Dæmi um það má nefna nýlega
stefnubreytingu danskra jafnaðar-
manna, sem eru stærsti flokkur
landsins, í útlendingamálum
þar sem þeir eiga nú góða sam-
leið með Danska þjóðarflokkn-
um. Þegar þessi nýja og harða
stefna var kynnt sagði formaður
flokksins, Mette Frederiksen, að
flokkurinn væri að laga sig að vilja
kjósenda.
Hugmyndafræði popúlista-
flokka er ekki alltaf mjög djúp eða
vel útfærð, tækifærismennska ein-
kennir hana oft. Popúlistar eru
fljótari að bregðast við en hin-
ir hefðbundnu stjórnmálaflokk-
ar og geta fljótt og vel lagað stefnu
sína að straumunum í samfé-
laginu hverju sinni í öðrum mál-
um en innflytjendamálum, þar
eru þeir fastir fyrir. Í kosninga-
baráttunni 2014 stilltu Svíþjóðar-
demókratarnir málum þannig
upp að kjósendur þyrftu að velja
á milli áframhaldandi innflytj-
endastraums til landsins eða vel-
ferðarkerfisins. Með þessu er reynt
að stilla kjósendum upp við vegg
og innflytjendur gerðir að óvinin-
um sem framtíð velferðarkerfisins
veltur á.
Popúlistaflokkar hafa verið
duglegir við að nýta sér samfélags-
miðla og það hefur skilað þeim
góðum árangri í að ná til fólks. Gott
slagorð eða æsandi boðskapur á
samfélagsmiðlum er mun líklegri
til að ná til fólks en hefðbundin
fréttatilkynning, ræður eða litlaus
tíst frá stjórnmálamönnum. Þetta
notfæra popúlistar sér yfirleitt vel.
Sem dæmi má nefna að National
Front í Frakklandi, flokkur Mar-
ine Le Pen, er með heila skrifstofu
sem sér eingöngu um samfélags-
miðla flokksins og að birta reglu-
lega færslur þar sem vekja athygli.
Hefðbundnir stjórnmálamenn
hafa ekki verið eins duglegir við að
nýta sér samfélagsmiðla og nota
hefðbundnari leiðir til að ná til
kjósenda; sjónvarp og dagblöð.
Popúlistaflokkarnir hafa nýtt
sér tómarúm til að ná árangri.
Kjósendur hafa víða hafnað hin-
um hefðbundnu stjórnmálaflokk-
um og við það skapaðist tómarúm
sem popúlistar hafa nýtt sér. Kjós-
endum finnst sem gömlu flokk-
arnir hafi brugðist þeim og hafa
því hafnað þeim. Með því að stilla
upp tengingu á milli innflytjenda
og velferðarmála hafa margir
popúlistaflokkar náð góðum ár-
angri. Þeir hafa tengt niðurskurð í
velferðarkerfum við aukinn kostn-
að vegna innflytjenda. Þetta fær
fólk, sem þarf að reiða sig á vel-
ferðarkerfið, til að snúa sér að
popúlistum eftir að kjör þess hafa
versnað. Fólk fær þá tilfinningu að
það hafi verið svikið af stjórnmála-
mönnum til þess að þeir gætu gert
vel við innflytjendur.
Standa saman á
alþjóðavettvangi
Þegar Mattias Karlsson var kjörinn
á sænska þingið fyrir átta árum fyr-
ir Svíþjóðardemókratana var hann
maðurinn sem aðrir þingmenn
vildu ekki eiga samskipti við. Hann
var útilokaður í biðröðinni í mötu-
neytinu og þingmenn úr öðrum
flokkum yrtu ekki á hann. Sama
var uppi á teningnum bæði í nor-
rænu og evrópsku samstarfi, Sví-
þjóðardemókratarnir voru ekki
ERLENT
POPÚLISMI – HIÐ RÍSANDI STJÓRN-
MÁLAAFL HÆGRI VÆNGSINS Í EVRÓPU
Trumphjónin.