Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Page 58
58 FÓLK 31. ágúst 2018 „Mér finnst vanta fleiri stelpur í rappsenuna“„Markmið mitt er að reyna komast út til hinna Norðurland- anna. Spila í Danmörku, Noregi eða Svíðþjóð. Það væri draumurinn. F riðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni, er einn efnilegasti rappari lands- ins. Hann gaf út sína fyrstu plötu undir heitinu „Floni“ í lok árs 2017. Platan sló samstundis í gegn og röðuðu níu lög af plötunni sér í níu efstu sætin á lista Spoti- fy yfir þau lög sem mest eru spiluð á streymisveitunni á Íslandi. Í júní kom út lagið „Party“ sem fór rak- leiðis á topplista og það sama má segja um lagið „OMG“ sem kom út núna í lok júlí. Vinsældir Flona hafa vaxið dag frá degi meðal íslenskra hip-hop- unnenda og er beðið eftir að kapp- inn gefi út meira efni. Hvernig og hvenær byrjaðir þú í tónlist? Ég byrjaði fyrir um það bil tveimur árum að læra á forritið „Logic pro“ eftir að ég hafði fylgst með Arnari Inga (Young Nazar- eth). Í kjölfarið fór ég aðeins að grúska í tónlistinni og það hefur undið upp á sig. Síðan voru bestu vinir mínir, Jökull Breki og Viktor Örn Ásgeirsson, mikið í tónlist og við fórum að vinna ómeðvitað að þessari plötu. Varstu mikið í kringum tónlist þegar þú varst yngri? Já, ég hef alltaf verið mikið í kringum tónlist, ég byrjaði ungur að læra á fiðlu og píanó og ætli ég hafi ekki fengið þetta þaðan. Hvað er það sem þú fílar mest við hip-hop? Það er ekkert sérstakt í raun- inni við hip-hop sem ég fíla. Það er bara eitthvað við tónlist yfir höfuð sem heillar mig. Hvernig finnst þér hip-hopsen- an í dag, eitthvað sem mætti fara betur? Það hefur verið gaman að sjá hvað það eru margir ungir krakkar að gera tónlist í dag og það verður gaman að fylgjast með þeim þró- ast á næstu árum. Það væri gaman að sjá fleiri stelpur gefa út músík, það er svo mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki hérna heima. Hvað finnst þér skemmtilegast að rappa um? Það er í rauninni ekkert eitt sem mér finnst gaman að rappa um. Ég reyni að skrifa textana eftir líðan og hvernig mér líður einmitt þá. Vinnur þú með þema? Nei, í rauninni ekki, ég vinn bara svolítið eftir tilfinningunni og hvernig mér líður. Vil ekki vera að festa mig inni í eitthverj- um kassa. Vil leyfa sköpuninni bara svolítið að tala sjálf og fólki að skynja hvað það er sem ég er að rappa um. Þú gafst út plötuna Floni á síð- asta ári sem sló í gegn. Segðu okk- ur aðeins frá því? Þetta var langt og krefjandi ferðalag þar sem ég lærði mikið, en á sama tíma mjög skemmtilegt. Þú gafst nýverið út lögin Par- ty og OMG, hvernig hafa við- tökurnar verið? Mér hafa þótt við- tökurnar góðar að flestu leyti. Það er gaman að gefa út svona partílög á sumrin. Hver er þín fyr- irmynd í senunni og af hverju? Það er í rauninni enginn einn, maður fær inn- blástur úr alls konar stefnum og ég reyni bara að skapa það sem ég get úr því. Ég fæ sjálfur innblásturinn í daglegu lífi og fólkinu í kringum mig. Hefur þú lent í ein- hverjum skrítnum upp- ákomum þegar þú hefur komið fram? Já, maður hefur lent í alls kyns upp- ákomum, t.d. að hljóðneminn virki ekki og að ég þurfi að öskra af sviðinu. Þá hef ég lent í því að krakkar ryðjist inn á sviðið og byrji að hoppa út í áhorfendaskarann. Hverjir eru helstu aðdáendur þínir? Ég verð var við að aðdáendurnir eru á öllum aldri, fullorðið fólk og alveg niður í unglingadeildir grunnskólanna. Hvernig er vinnuferlið hjá þér þegar kemur að því að semja? Bara setja sig í rétta hugar- ástandið, prófa sig áfram og ekki vera hræddur. Það er mikilvægt að treysta á sjálfan sig og ekki pæla í öðrum. Það getur stundum verið erfitt, sérstaklega þegar það er pressa á þér. Finnst þér vanta fleiri kvenkyns rappara í senuna? Já. Mér finnst vanta fleiri stelp- ur í rappsenuna. Ég þekki svo margar hæfileikaríkar stelpur sem eiga tónlistina alveg fyrir sér. Gott dæmi er Guðrún Ýr, sem er þekkt sem GDRN. Við gerðum lag saman og hún gaf nýlega út plötu, ég mæli með að allir fari og tékki á henni. Þú hefur verið að spila mikið undafarið ár, eitthvert gigg sem stendur upp úr? Nei, það kemur ekkert upp í hugann. Markmið mitt er að reyna komast út til hinna Norðurland- anna. Spila í Danmörku, Noregi eða Svíðþjóð. Það væri draumur- inn. Hvað er næst fram undan hjá þér? Kemur í ljós … n Floni kom fram í beinni út- sendingu síðastliðinn föstudag í DV Tónlist og geta áhugasamir séð upptökuna á vef DV.is. Floni byrjaði að fikta við tónlist fyrir um tveimur árum og hlutirnir hafa gerst hratt síðan. Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.