Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 64
31. ágúst 2018
33. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Verður Harpa
brátt tóm
hörpuskel?
Tilboð og innblástur
PALLAHELGI
Afsláttur af öllu
pallaefni
fura, lerki, plast
og harðviður20%
Ennþá lengri
Nýtt blað frá
Hólf og gólf
Lestu blaðið á byko.is
25%
afsláttur
100.000kr.
inneign hjá Hólf & Gólf
og 12 mánaða áskrift
af Húsum og híbýlum?
Taktu mynd af rými sem
þarfnast yfirhalningar, hvort
sem um ræðir baðherbergi,
stofu, eldhús eða annað.
Settu myndina á Instagram
og merktu #bykohusoghibyli
Vinningshafi er dreginn út
föstudaginn 21. september
Sigríður Elín Ásmundsdóttir,
ritstjóri Húsa & híbýla verður
gestadómari. Fylgist með á
Instagram og facebook síðum
BYKO og Húsa og híbýla.
Vinnur þú
Steinþór lét áfengi og tóbak eiga sig og safnaði yfir 20 milljónum
Í
sfirðingurinn og tækni
fræðingurinn Steinþór Braga
son hefur aldrei neitt tóbaks
eða áfengis og stórgrætt á því
að eigin sögn. Þegar Steinþór var
sautján ára gamall blöskraði hon
um þær upphæðir sem vinir hans
eyddu í þessar vörur. Þá tók hann
þá ákvörðun að leggja inn á sér
stakan sparireikning andvirði
þess sem vinir hans eyddu í þetta
í hverjum mánuði. Þessu safnaði
hann saman í sérstakan „leikja
sjóð“ og var upphæðin orðin veg
leg tæpum þremur áratugum síð
ar.
„Síðan ég byrjaði hef ég safnað
um 23 milljónum,“ segir Steinþór,
„ég hef reyndar alveg sótt í sjóð
inn síðan þá en að minnsta kosti
átti ég þá alltaf peninginn til þess
að gera eitthvað sem mig langaði
til. Það er aldrei sjálfsagt og verður
að segjast alveg ótrúlegt að maður
hafi náð að standast þetta.“ Stein
þór segist hafa notað hluta af þess
um sjóði í meðal annars í húsnæði,
fjórhjól, tvo bíla, einnig „glænýjan
sportbíl úr kassanum“ auk þess að
hafa fjárfest í rekstri.
Bætir hann við að vinum hans
á yngri árum hafi alltaf þótt þetta
hin besta
ákvörðun.
Steinþór
segist
ekki hafa
fundið
fyrir mikl
um mun á
félagslífinu
en vinir hans
voru afar ánægðir
með að hann gat setið undir stýri
næturlangt. Hann segist ekki sjá
eftir þeirri ákvörðun að gerast
bindindismaður fyrir lífstíð. „Ég
þekki sjálfan mig svo vel og veit
að ég hefði verið efni í góðan
drykkjuhrút. Ég er bara þannig
týpa og ég tek allt með trompi,“
segir hann kátur.
Flótti
úr Hörpu
F
orsvarsmenn tónlistarhá
tíðarinnar Iceland Air
waves
ætla að
færa viðburði
úr tónlistar
húsinu Hörpu
yfir á aðra
ódýrari tón
leikastaði, að
því er skipu
leggjendur
hátíðarinnar hafa látið hafa eft
ir sér.
Með því fara þeir að for
dæmi margra annarra að
standenda viðburða, sem geta
ekki lengur staðið undir þeirri
himinháu húsaleigu sem Harpa
innheimtir.
Það er umhugsunarvert að
byggt hafi verið svo dýrt hús að
það þurfi í reynd að verðleggja
sig út af markaði fyrir smærri
viðburði.
Áhrif H&M
koma fram
T
ískukeðjurisinn NTC,
sem er í eigu Svövu
Johannessen, sem kennd
er við Sautján, birti árs
reikning sinn á dögunum og
kom í ljós að afkoman var rétt í
plús. Mikill hagnaður hafði verið
árið áður, en dregist saman um
nærri 90 prósent milli ára. Sagt
er að þarna komi tvennt til.
Annars vegar aukin netverslun
Íslendinga á tískufatnaði og hins
vegar tilkoma fata
risans H&M sem
opnað hefur
verslanir í
Kringlunni
og Smára
lind.