Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið 111 eftir Spessa – Blákalt stefnumót við raunveruleikann Endurprentun komin í verslanir Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–17 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bára Halldórsdóttir öryrki og hinsegin kona steig fram og kvaðst vera dularfulli upptökumaður- inn á barnum Klaustri. Hún kvaðst varla hafa trúað því sem hún heyrði. Lilja Alfreðsdóttir menntamála ráðherra sagðist hafa upp- lifað samtalið um hana á barn- um Klaustri  sem algjört ofbeldi. „Þeir eru ofbeldismenn. Ég segi bara að þetta er alveg skýrt í mínum huga. Ofbeldismenn hafa ekki dag- skrárvald í íslensku samfélagi.“ Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis mótmælti ummælum Önnu Kolbrúnar Árna- dóttur, þing- manns Mið- flokksins, um að á Alþingi ríkti sérstakur „kúltúr“. Mátti skilja af orðum hennar að starfsmenn Alþingis væru hluti af þeirri menningu. Þrjú í fréttum Uppljóstrun, ofbeldi og mótmæli Tölur vikunnar 02.12.2018 Til 08.12.2018 31 þingmaður af þeim 50 sem Fréttablaðið náði í vill að sexmenn- ingarnir sem tóku þátt í umræðum á Klaustri 20. nóvember segi af sér. Átján þingmenn svöruðu ekki spurningunni. Aðeins einn þing- maður telur að sexmenningarnir þurfi ekki að segja af sér. 23% mannfjöldans á Suður-nesjum eru innflytj- endur af fyrstu eða annarri kynslóð. Hinn 1. janúar 2018 voru 43.736 innflytjendur á Íslandi eða 12,6% mannfjöldans. 34% allra látinna frá 2008 til 2017 dóu úr blóðrásarsjúkdómum eða 7.065 einstaklingar. Þar á eftir létust 6.031 úr æxlum eða 29% allra látinna. 50% stúlkna, eða um það bil, í 10. bekk hafa verið beðnar um að senda nektar mynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa 30 prósent stúlkna og um 20 pró- sent drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. 181 þúsund krónur í desemberuppbót fengu allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt. 280 þúsund voru farþegar Icelandair í nóvember síðastliðnum. Fjölgaði þeim um 12 prósent miðað við nóvember á síðasta ári. alÞinGi Árlegur leyfilegur styrkur einstaklinga til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjöri hækkar sam- kvæmt nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasam- taka þeirra. Þá munu greiðslur til smærri flokka á þingi hækka. Frumvarpið er lagt fram af  for- mönnum allra flokka að Flokki fólksins og formannslausum Píröt- um undanskildum. Þar eru varafor- maðurinn Guðmundur Ingi Krist- insson og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á lista. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálaflokka auk þess að efla lýðræði og gagnsæi í stjórnmálum. Í þeim felst að stjórnmálasamtök sem fá minnst einn mann kjörinn á þing eiga rétt á tólf milljóna króna grunn- framlagi úr ríkissjóði ár hvert. Þá munu stjórnmálasamtök sem bjóða fram í minnst þremur kjördæmum geta sótt um 750 þúsund króna styrk, sem greiðist úr fyrir hvert og eitt kjördæmi, vegna kosningabarátt- unnar. Skilyrði úthlutunarinnar er að samtökin uppfylli upplýsinga- skyldu sína gagnvart Ríkisendur- skoðun. Þá er kveðið á um að leyfileg árleg heildarfjárframlög frá lögaðilum eða einstaklingum hækki úr 400 þúsund krónum í 550 þúsund krónur. Kveðið er á um auknar skyldur á stjórnmála- flokka til að upplýsa um uppruna fjármunanna í ársreikningum. Þó er kveðið á um að styrkir undir 300 þúsundum frá einstaklingum skuli háðir nafnleynd. Hingað til hefur þröskuldurinn miðast við 300 þús- und krónur. Skylt er að birta upp- lýsingar um alla styrki frá lögaðilum. Miðað við núverandi forsendur mun kostnaður ríkissjóðs aukast um 96 milljónir króna ár hvert vegna tólf milljóna króna greiðslunnar til hvers þingflokks. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sá kostnaður muni nýtast flokkunum til reksturs skrifstofu. Að auki má gera ráð fyrir útgjalda- aukningu á hverju kosningaári. Hefðu lögin til að mynda verið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 milljónir króna til þeirra níu stjórn- málasamtaka sem buðu fram í öllum kjördæmum. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tölurnar komi til með að hækka í samræmi við breyt- ingar á vísitölum verðlags og launa. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að formenn þingflokka muni eftir helgi funda vegna fjölgunar aðstoð- armanna um áramótin. Þeirri lend- ingu virtist hafa verið náð en fækkun í Flokki fólksins getur haft áhrif á það. Samkomulagið hljóðaði upp á að sautján nýir aðstoðarmenn tækju til starfa á kjörtímabilinu og skyldi þeim úthlutað samkvæmt hlutfalls- legum styrk flokkanna. Miðað við nýjan fjölda í Flokki fólksins myndi styrkur þingflokksins ekki nægja til að fá aðstoðarmann úthlutaðan. Hann myndi skiptast að jöfnu milli Samfylkingarinnar og Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, nú óháðir þingmenn, eiga ekki rétt á aðstoð. Breytingar urðu á nefndarsetu þeirra í gær. Ólafur Ísleifsson er nú í atvinnuveganefnd en Inga Sæland í fjárlaganefnd í hans stað. Þá eru Ólafur og Karl ekki lengur í Norðurlandaráði eða Vest- norræna ráðinu. joli@frettabladid.is Nær hundrað milljónir árlega frá ríkissjóði til þingflokka Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aukið fjármagn muni nýtast flokkum til reksturs skrifstofu. Fréttablaðið/Ernir Gert ráð fyrir að stjórn- málasamtök með minnst einn kjörinn þingmann eigi rétt á 12 milljónum úr ríkissjóði á ári. Þakið á styrkjum einstaklinga til flokka verður einnig hækkað úr 400 þúsund í 550 þúsund krónur á ári. Kostnaður ríkissjóðs mun aukast um 96 milljónir á ári vegna breytinganna. 8 . d e s e m b e r 2 0 1 8 l a u G a r d a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A F -7 A 9 0 2 1 A F -7 9 5 4 2 1 A F -7 8 1 8 2 1 A F -7 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.