Fréttablaðið - 08.12.2018, Side 16
Upplýsingar um afgreiðslutíma og aðra örugga
skiladaga má finna á postur.is/jol
Innanlands:
17. des
19. des
Til Evrópu:
13. des
14. des
14. des
Bréf
Pakkar
Pakki til Evrópu
Pakki til Norðurlanda
Bréf til Evrópu
Öruggir skiladagar
Komdu jólunum
til skila í tíma
Ákvörðun samfélagsmiðilsins
Tumblr um að banna hvers kyns
klám á síðunni eftir að Apple fjar-
lægði app miðilsins úr App Store
vegna barnakláms fellur illa í kram-
ið á meðal notenda. Tumblr saman-
stendur af ljósmyndabloggum millj-
óna notenda og á sumum blogganna
birtast klámfengnar myndir. Fjöl-
margir notendur og eigendur vin-
sælla blogga hafa haldið því fram
að Tumblr hafi gengið of langt í við-
brögðum sínum.
The Verge ræddi við einn slíkan
bloggara, sjálfstæðu klámmynda-
leikkonuna Vex Ashley. „Kynlíf var
ekki tabú á Tumblr. Það fékk að
standa þar með reisn rétt eins og
allir aðrar kimar menningar okkar
kynslóðar,“ sagði Ashley.
Sami miðill fjallaði um mögu-
leikann á því að bannið myndi
hreinlega drepa Tumblr í ítarlegri
umfjöllun. Bent var á að LiveJourn-
al, ekki svo ólíkur bloggvefur, hefði
svo gott sem dáið eftir að síðan tók
sömu ákvörðun. – þea
Klámbann
Tumblr reynist
óvinsælt
Tumblr. NordicphoTos/GeTTy
Google mun ná enn betri stöðu á
vefvaframarkaði eftir að Micro-
soft tilkynnti í vikunni að nýr
vafri fyrirtækisins, Microsoft Edge,
yrðu endurgerður frá grunni á
Chromium-vélinni, opnum hug-
búnaði frá Google. Eins og stendur
hefur Chrome, sem Chromium var
gerð fyrir, 61,77 prósenta markaðs-
hlutdeild sé litið til tölva, snjall-
síma, spjaldtölva og leikjatölva.
Edge hefur hins vegar ekki nema
2,15 prósent sem er meira að segja
minna en Internet Explorer, gamli
vafri Microsoft sem eitt sinn var sá
vinsælasti í heimi.
Microsoft sagði í tilkynningu á
vef sínum að þessi ákvörðun hefði
verið tekin til þess að bæta upplifun
notenda af vafranum og til þess að
auðvelda fyrirtækinu að bjóða not-
endum Mac OS stýrikerfisins upp á
Edge.
Í ljósi þessarar ráðandi stöðu
Google Chrome á vaframarkaði er
sá vafri flestum vefhönnuðum og
forriturum efstur í hugsa þegar vef-
síður eru settar saman. Það gerir það
að verkum að margar síður líta verr
út, eða virka hreinlega verr, fyrir
notendur vafra á borð við Edge.
„Notendur Microsoft Edge munu
sjá bættan samþýðanleika við allar
vefsíður og fá betri rafhlöðuendingu
á alls konar Windows-tækjum,“ var
haft eftir Joe Belfiore, einum vara-
forseta Microsoft, í tilkynningunni.
Tæplega er hægt að segja að
Edge-verkefnið hafi gengið vonum
framar. Sérstaklega séu tölur um
markaðshlutdeild hafðar í huga.
Microsoft hefur gripið til ýmissa
ráða til þess að hvetja neytendur
til að prófa vafrann. Fréttablaðið
fjallaði síðast um þessa hvata, sem
tækniáhugamenn túlka frekar sem
ýtni, í september.
Sem dæmi um þessa hvatningu
Microsoft til Edge-notkunar má
nefna það að stillingar um sjálf-
gefinn vafra hafa átt það til að
endurstillast yfir á Edge eftir stýri-
kerfisuppfærslur, auglýsingar á lás-
skjáum og í möppum og svo venju-
legar auglýsingaherferðir á netinu
og í fjölmiðlum.
Blaðamaður sló inn leitarorðið
„Chrome“ inn í Bing, leitarvél
Microsoft, í Edge-vafranum. Fyrir
ofan leitarniðurstöðurnar birtist
stór borði sem á stóð „Promoted
by Microsoft“. Í borðanum sjálfum
stóð svo að Edge væri hraðvirkari
og öruggari vafri fyrir Windows 10.
Blaðamaður fékk sömuleiðis upp-
lýsingar um að Edge væri sparneytn-
ari á rafhlöðuna og hraðvirkari. Þær
fullyrðingar hafa tæknibloggarar
sýnt fram á að standist ekki alfarið.
thorgnyr@frettabladid.is
Microsoft ætlar sér að byggja
vafrann Edge alveg upp á nýtt
Microsoft hefur tilkynnt um miklar breytingar á vafra sínum, Edge. Mun framvegis verða keyrður á opnum
hugbúnaði, upprunalega úr smiðju Google, til að bæta samþýðanleika við vefsíður. Edge-verkefnið ekki
gengið að óskum fyrir Microsoft sem þrýstir þó á Windows-notendur að prófa vafrann, við litla hrifningu.
edge, nýr vafri Microsoft, hefur ekki notið mikilla vinsælda. NordicphoTos/GeTTy
Tækni
8 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
A
F
-6
1
E
0
2
1
A
F
-6
0
A
4
2
1
A
F
-5
F
6
8
2
1
A
F
-5
E
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K