Fréttablaðið - 08.12.2018, Síða 76
Vera
Einarsdóttir
vera@frettabladid.is
Fjölmörg börn kannast við Drekann en samnefnd sýning með tónlist eftir Elínu Gunn-
laugsdóttur var sett upp í samstarfi
við Sinfóníuhljómsveit Íslands í
Eldborgarsal Hörpu fyrr á árinu við
miklar vinsældir barna á leikskóla-
aldri og í 1. og 2. bekk grunnskóla.
Bókin varð til í huga Lailu M.
Arnþórsdóttur á löngum göngum
hennar eftir Sæbrautinni á leið til
vinnu. „Þegar yngsti sonur minn
fékk bílpróf ákvað ég að láta hann
hafa bílinn minn og ganga til vinnu
úr Árbænum í Þverholt. Ég gekk
eftir Sæbrautinni í stað þess að sitja
pirruð í umferðaröngþveiti og við
það gerðist eitthvað. Ég fór að hlusta
á öldurnar og varð fyrir eins konar
núvitundarupplifun. Það var þá sem
Drekinn kom til mín,“ upplýsir Laila
sem hefur unnið mikið með ungum
börnum, bæði á leikskóla og hjá
Félagi heyrnarlausra.
Sagan fjallar um litla stúlku sem
kemst að því að innra með henni
býr dreki sem er besta skinn.
Drekinn, sem er heyrnarlaus, kennir
henni að þekkja tilfinningar sínar
og hvernig hún geti brugðist við
þeim. Laila gekk sjálf í gegnum
erfiða hluti sem barn og þekkir af
eigin raun að eiga sér leynivin sem
hún leitaði til þegar eitthvað bjátaði
á.
Skiptir litum eftir skapi
Drekinn í sögunni skiptir litum.
„Hann er rauður þegar hann er
reiður, grænn þegar hann er góður,
fjólublár þegar hann er frekur og
appelsínugulur þegar hann er
óþolinmóður,“ útskýrir Laila. „Allt
eru þetta tilfinningar sem búa með
okkur öllum og eiga fullan rétt á
sér en við þurfum að læra að takast
á við. Pabbar geta líka grátið og
mömmur orðið arfabrjálaðar og er
gott fyrir lítil börn að fá tækifæri til
að lesa um og ræða slíka hluti.“
Í bókinni fer stúlkan til dæmis
á hárgreiðslustofu en vill alls ekki
láta klippa sig. Hún verður svo reið
að hún sparkar í mömmu sína sem
bregst ókvæða við. Hún þarf líka
að takast á við sorg þegar heimilis-
kötturinn deyr. Þá sér hún pabba
sinn gráta enda hafði hann átt kött-
inn frá unga aldri. „Drekinn kemur
svo og færir þeim nýjan kött og þá
blandast saman gleði og sorg, enda
er það ekki svo að við upplifum
alltaf bara eina tilfinningu í einu
heldur er oft um að ræða einhvers
konar tilfinningakokteil,“ útskýrir
Laila. Í bókinni er líka fjallað um
hræðslu og ástæðulausan ótta.
„Stúlkan verður allt í einu vör við að
það er krumla sem klórar í gluggann
og ímyndar sér að þar sé ófreskja á
ferð. Þegar betur er að gáð kemur í
ljós að þetta er bara grein sem slæst
í gluggann og óttinn því ástæðu-
laus,“ upplýsir Laila.
Auðveldar börnum að tjá sig
Hún segir dæmi um að börn hafi átt
auðveldara með að ræða tilfinn-
ingar sínar eftir lestur bókarinnar,
en hún er hugsuð fyrir börn frá um
það bil þriggja ára aldri. „Ég heyrði
til dæmis af einni lítilli stúlku sem
hafði verið að takast á við missi og
gat komið tilfinningum sínum í orð
eftir að hafa heyrt söguna um kött-
inn. Þá hugsa ég oft til lítillar stúlku
sem ég gætti á leikskóla fyrir tugum
ára. Hún átti erfitt heima fyrir og
ég ímynda mér að það hefði verið
gott að hafa bók eins og þessa við
höndina til að ná til hennar. Börn
sjá heiminn mjög sjónrænt. Tilfinn-
Kennir ungum
börnum að fást
við tilfinningar
Drekinn innra með mér er ný bók eftir Lailu M. Arnþórs-
dóttur, ráðgjafa hjá Félagi heyrnarlausra, með teikningum
eftir Svövu Björgu Einarsdóttur en hún kennir ungum
börnum að þekkja og fást við tilfinningar sínar.
Hugmyndin
að drekanum
kom til Lailu,
fyrir miðju, á
löngum göngum
hennar eftir Sæ
brautinni. Hann
er heyrnarlaus
og skiptir litum
eftir skapi. Hér
er hann ásamt
Amelíu Dasz
kowski sem
syngur einsöng
á táknmáli með
Dívunum á
jólatónleikum
Sinfó í ár. Lengst
til vinstri er
teiknarinn Svava
Björg Einars
dóttir.
Bókin er gefin út af Bjarti Veröld. Væntanleg rafbók, eftir Leszek Dasz
kowski, er samvinuverkefni Félags heyrnarlausra, RÚV, Sinfó og Bjarts.
ingar eru aftur á móti huglægar og
það þarf að hjálpa þeim að komast í
samband við þær.“
Að mati Lailu hefur vantað tæki
til að kenna ungum börnum að
takast á við tilfinningar sínar en
það ætti að gagnast þeim út í lífið.
„Í bókinni er þeim meðal annars
kennt að hugsa sér eða teikna biðu-
kollu, fylla magann af lofti og blása
aftur og aftur þar til reiðin er runnin
eða tilfinningin liðin hjá en það
sama má gera með ímyndaðar sápu-
kúlur svo dæmi sé nefnt.
Umhugað um aðgengi
heyrnarlausra
Laila vinnur mikið með heyrnar-
lausum börnum og hefur umsjón
með Litlu sprotunum, kór heyrnar-
lausra barna, ásamt kórstjóran-
um Hjördísi Önnu Haraldsdóttur en
kórinn hefur meðal annars troðið
upp á jólatónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands undanfarin ár. „Mér
er mjög umhugað um hvers kyns
aðgengi heyrnarlausra og lagði þess
vegna ríka áherslu á að bókin kæmi
út á rafrænu formi samtímis en
yfirleitt þurfa heyrnarlaus börn að
bíða eftir jólabókunum á formi sem
hentar þeim í nokkur ár. Bókin sjálf
er komin út en rafbókin er væntan-
leg og er stefnt að því að hún verði
aðgengileg öllum börnum.“
Laila segir heyrandi jafnt sem
heyrnarlaus börn mjög spennt fyrir
drekanum. Hann fer með henni í
upplestra á leikskóla vítt og breitt og
er börnunum meðal annars kennt
að segja dreki á táknmáli. Drekinn
á sér líka lag með texta eftir Þórarin
Eldjárn sem þau fá að heyra. Laila
segir heyrnarlausu börnin upplifa
tónlistina á sinn hátt og undirstrikar
mikilvægi þess að þau fái að vera
með og upplifa. „Þegar Sprotarnir
mínir fara á æfingar með Sinfó fá
þau að leggjast á gólfið til að finna
víbringinn, taktinn og bassann. Það
hefur mikil áhrif á þau. Svo mikil
að ein kórstúlkan sem er alveg
heyrnarlaus, á heyrnarlausa foreldra
og systur óskaði sér gítars í jólagjöf í
fyrra. Hún ætlar að verða söngkona
og syngur Heims um ból á táknmáli
með Dívunum í ár.“
Aðspurð á Laila allt eins von á því
að framhald verði á drekasögum.
„Ég finn að drekinn er að gera vart
við sig á ný og vill núna að ég takist
á við vináttuna og fjalli um hluti
eins og að það eigi að koma fram við
aðra eins og maður vill láta koma
fram við sig og ekki segja hluti um
aðra sem maður getur ekki sagt
augliti til auglitis. Það getur gagnast
mörgum að tileinka sér það frá unga
aldri, eins og dæmin sanna.“
JÓLA-FÓLK
Viltu þú auglýsa í mest lesna
blaði landsins?
Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins.
Sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is
Alla föstudaga fram að jólum verður Fólk Fréttablaðsins stútfullt af smákökum,
kertaljósum, konfekti, mandarínum, jólamat, jólatísku, jólasögum og jólastemningu
heima og að heiman.
Vertu með í jólaskapi og komdu jólaskilaboðum þínum beint til lesenda.
FERMINGARGJAFIR
Fim tu aginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
A
F
-C
9
9
0
2
1
A
F
-C
8
5
4
2
1
A
F
-C
7
1
8
2
1
A
F
-C
5
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K