Fréttablaðið - 08.12.2018, Side 84
ÞAR FLOSNAÐI ÉG FLJÓTT
UPP ÚR NÁMI. VAR EIGIN-
LEGA MJÖG BROTINN Á
ÞEIM TÍMAMÓTUM ÞVÍ
ÞAÐ ER ALLS EKKI NEITT
SÉRSTAKLEGA GOTT FYRIR
SÁLINA AÐ VERA SAUTJÁN
ÁRA OG FINNAST MAÐUR
EKKI EIGA HEIMA Á SÖMU
HILLU OG ALLIR AÐRIR.
„Þetta eru
strákar sem
lifa kannski
ekki alveg eftir
hefðbundnum
gildum og eiga
kannski margir
hverjir erfitt
með nám og fá
þá útrás og upp-
reisn í einhverju
öðru,“ segir Þór-
steinn.
að verða knattspyrnuhetja eins og
margir aðrir. Ég bjó í Grafarvogi
fyrstu árin, eða þar til ég varð 12 ára
en þá flutti ég í Hlíðarnar, 105. Ég er
greindur með ADHD og lesblindu
og hef alltaf átt mjög erfitt með bók-
legt nám. Ég útskrifaðist úr Hlíða-
skóla og fór þaðan í Menntaskólann
við Hamrahlíð.
Var mjög brotinn
Þar flosnaði ég fljótt upp úr námi.
Var eiginlega mjög brotinn á þeim
tímamótum því það er alls ekki
neitt sérstaklega gott fyrir sálina að
vera sautján ára og finnast maður
ekki eiga heima á sömu hillu og
allir aðrir. Félagslega tengingin
verður líka önnur því þú hættir að
vera í kringum jafnaldra þína og
samferðafólk úr barnaskóla,“ segir
Þórsteinn.
Það varð honum til gæfu að fá
vinnu hjá Hans Petersen á þessum
árum. „Á svipuðum tíma kynnt-
ist ég nýjum og framandi hóp af
strákum sem allir áttu það sam-
eiginlegt með mér að hafa flosnað
upp úr námi. Þeir voru búnar að
þekkjast í einhvern tíma og höfðu
stofnað graffiti crew sem þeir
kölluðu MHB eða Money Hungry
Bitches,“ segir Þórsteinn og skellir
upp úr. „Mér fannst þetta nýja líf
ansi spennandi og framandi svo ég
ákvað að byrja að mynda þennan
nýja lífsstíl í bak og fyrir. Ég fram-
kallaði að sjálfsögðu allar filmurnar
í nýju vinnunni. Þarna var ég þegar
ég lít til baka þegar búinn að skapa
mér ákveðna rödd sem ég hef þróað
út í þau verkefni sem ég vinn að í
dag. Mín leið til að kynnast fólki og
skilja fólk er í gegnum linsu mynda-
vélar. Og það sem er enn betra er að
ég get gefið öðrum innsýn í heima
og líf sem er ekki fyrir allra augum.
Aukið skilning og jafnvel skapað
umræðu og vonandi betrumbætur
í sumum tilfellum, eða það er alla
vega markmiðið,“ segir Þórsteinn.
Innlögn á fíknigeðdeild
Þórsteinn fór að nota fíkniefni á
unglingsárunum og þróaði með sér
alvarlegan fíknivanda. Hann náði
tökum á vandanum fyrir um þremur
árum. Frá þeirri stundu hefur hann
nýtt tímann til hins ýtrasta og fengið
góðan meðbyr.
„Ég hef glímt við fíknivanda alveg
frá þeim tíma og ég flosnaði upp úr
námi en náði loks stjórn á fíkninni
eftir innlögn á fíknigeðdeild Land-
spítalans árið 2015, en fyrir það
hafði ég farið á Vog og í aðrar með-
ferðir án árangurs. Haustið 2016
fór svo boltinn að rúlla og ég fékk
inngöngu í Ljósmyndaskólann.
Þar breyttist allt hjá mér og ég hef
stækkað mikið bæði sem listamaður
og manneskja, fengið ótrúlega góðan
meðbyr á verkefni mín frá samfélag-
inu en bókin mín Container Society
seldist til dæmis upp í tveimur útgáf-
um nú í sumar og ég sýndi á samsýn-
ingunni Blurring the lines í París nú í
nóvember,“ segir Þórsteinn.
Hvað ertu svo að fást við núna?
„Þetta er önnur bókin sem ég gef
út á árinu. Mikil vinna hefur farið í
að stýra og koma þessum tveimur
verkefnum í bókarform. En nú mun
ég hafa tíma með komandi ári til
að gera eitthvað alveg glænýtt og
mun byrja að mynda nýtt verk-
efni í febrúar. Það verkefni tengist
skemmtanalífi Íslendinga. Ég vinn
allt í þemum og finnst mikilvægt að
prenta ljósmyndirnar og setja þær
fram heildstætt í bók. Og í leiðinni
skapa menningarleg verðmæti fyrir
framtíðina, ef svo má að orði kom-
ast.“
8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
A
F
-D
8
6
0
2
1
A
F
-D
7
2
4
2
1
A
F
-D
5
E
8
2
1
A
F
-D
4
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K