Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2018, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 08.12.2018, Qupperneq 102
bækur Silfurlykillinn HHHHH Sigrún Eldjárn Framtíðin er komin. Systkinin Sumarliði og Sóldís eru ásamt pabba sínum að flytja í nýtt hús sem er gult og hét víst einu sinni Strætó númer sjö. Afi pabba sagði honum sögur af því að þegar hann var lítill hefðu svona „strætóar“ verið úti um allt og notaðir til að flytja fólk milli staða. Krökkunum finnst það skrýtin til­ hugsun enda er heimurinn sem þau búa í afskaplega ólíkur okkar. Þar hafa margar spár samtímans ræst og lífið snýst um lífsbaráttuna í sinni tærustu mynd. Dagurinn fer að mestu í að leita að mat og einhverju nýtilegu og á kvöldin þarf að verja fátæklegar eigur fyrir öðrum. En einn daginn verður stelpan Karitas á vegi þeirra og hún býr yfir miklu leyndarmáli. Sigrún Eldjárn er einstaklega afkastamikill og fjölhæfur rithöf­ undur. Eftir hana eina liggja 60 titlar frá árinu 1980 fyrir börn á öllum aldri og 15 ljóðabækur til viðbótar þar sem bróðir hennar Þórarinn Eldjárn yrkir ljóðin en Sigrún mynd­ skreytir, að ógleymdum öllum þeim fjölda verka annarra höfunda sem hún hefur myndskreytt. Kynslóðir þekkja bækurnar um Kugg og Mál­ fríði og BéTvo svo dæmi séu tekin og þá má heldur ekki gleyma því að hún er einn afkastamesti þríleikja­ höfundur landsins, og má þar nefna Safnabækurnar, Eyjubækurnar og sögurnar frá Skugga­ skeri. Hún hefur fylgt kynslóðum íslenskra lesenda fyrstu skrefin og séð til þess að ungir bókaormar hafi nóg að bíta og brenna. Silfurlykillinn hefur flest höfundarein­ kenni Sigrúnar Eld­ járn, glaðlegt yfir­ bragð, fyndna og hressa krakka, ævintýralegt sögu­ svið og ráðgátu að ógleymdum einstaklega fallegum myndum og myndskreytingum. Undirtónninn er þó alvarlegri en oft áður, tæknin sem við reiðum okkur svo mikið á er horfin og með henni í raun sam­ félagið sjálft. Hlutir sem við teljum verðmæti eins og tölvur og bílar eru harla gagnslausir og helst nýtilegir sem bygg­ ingarefni. Þó bókin gerist í framtíð þar sem maður­ inn hefur eyðilagt bæði umhverfi sitt og samfélag má þar einnig finna hlið­ stæður við aðstæður flóttafólks í samtímanum og margt sem vekur les­ andann til umhugsunar. Lífið er þó ekki alslæmt og krakkarnir gleðjast, leika sér og aðlagast, alveg eins og krakkar gera svo vel á öllum stöðum og tímum. Bókin er þannig ekki harmagrátur yfir örlögum heimsins eða dystópísk hörmungasaga heldur spennandi og full af gleði og von en líka spegill á samtímann og samhengi lífsbaráttu fjölskyldunnar við tæki eins og far­ síma vekur upp þarfar spurningar um gildismat. Þá má ekki láta hjá líða að minnast á hversu fallegur prentgripur bókin er en Sigrún brýtur hana um sjálf. Letrið er bæði læsilegt og skýrt og skiptir um lit þegar sögusviðið breyt­ ist, pappírinn þykkur svo myndirnar sem að sjálfsögðu eru eftir Sigrúnu sjálfa njóta sín einkar vel. Það rímar vel við það stef í sögunni að eitt af því fáa úr okkar tíma sem hefur haldið og jafnvel aukið við gildi sitt eru bækur. Brynhildur Björnsdóttir NiðurStaða: Einstaklega falleg bók með spennandi og léttu yfir- bragði en áhugaverðum og þyngri undirtóni. Sigrún Eldjárn í fanta- formi. Silfurlykill að framtíðinni Tv æ r b a r n a b æ ku r myndskreyttar af Rán Flygenring eru meðal jólabóka þessa árs, Sagan af Skarphéðni Dungal þar sem Hjör­ leifur Hjartarson skrifar textann og Ótrúleg ævintýri Brjálínu sem er saga eftir þýska höfundinn Finn­ Ole Heinrich. Teikningarnar í þessum tveimur bókum eru afar ólíkar í stíl. „Bókina um Skarphéðin Dungal vann ég náið með Birnu Geirfinnsdóttur bókahönnuði og eru myndirnar í bókinni nokkuð ólíkar því sem ég hef áður gert,“ segir Rán en um er að ræða grafískar klippimyndir í bland við línuteikningu. Í bókinni um Brjálínu er á hinn bóginn að finna pennateikningar sem fléttast inn í textann sem útskýringarmyndir, aukakaflar og styttri teiknimynda­ sögur. „Það er svo margt meira fólgið í því að myndlýsa bók en bara að teikna, það þarf að móta rödd og stíl, ákveða með hvaða hætti sam­ spil texta og mynda á að vera, raða texta á opnur og fá svo allt til að flæða, svo eitthvað sé nefnt.“ Hún hefur áður unnið með Hjörleifi, þau sendu frá sér met­ sölubókina Fuglar á síðasta ári, og nokkrum sinnum með Finn­Ole. „Það er ekkert sjálfgefið að teikn­ arar og höfundar geti unnið saman. Það er alltaf jafn gaman að upp­ götva hversu vel myndheimur minn passar við orðheima þessara tveggja höfunda,“ segir hún. Mestu verðlaunin Rán hefur hlotið ýmis verðlaun á ferlinum. Fyrsta barnabók Ránar og Finn­Ole fékk Barnabókaverð­ laun Þýskalands, þau Hjörleifur fengu fyrr á þessu ári Barnabóka­ verðlaun Reykjavíkurborgar fyrir Fugla auk tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka, líkt og þau hlutu fyrir Söguna um Skarphéðin Dungal. Rán segir vissulega gaman að fá verðlaun og viðurkenningar en mestu verð­ launin séu þegar höfundur texta og teikninga tengja og til verður ein rödd. Og samstarfi Ránar við þessa tvo höfunda er ekki lokið. Fyrir stuttu kom út í Þýskalandi ný bók þeirra Finn­Ole, Ferðin í miðju skógarins. „Hún fjallar um mann sem stendur andspænis því að verða faðir í fyrsta skipti. Í leit að svörum um hverju góður faðir þarf að búa yfir flýr andhetjan út í skóg til að leita uppi ræningja sem enginn hefur séð en allir hræðast, þann sem sögu­ hetjan telur að geti kennt honum Að móta rödd og stíl Rán Flygenring myndskreytir tvær barnabækur í þessu jóla- bókaflóði. Er að vinna í næstu bókum og þar á meðal er fyrsta barnabók hennar sem hún myndskreytir vitanlega sjálf. Bókin um Skarphéðin er frumleg, bæði þegar kemur að teikningum og texta. Mynd úr hinni skemmtilegu bók um Brjálínu. „Það er svo margt meira fólgið í því að myndlýsa bók en bara að teikna,“ segir Rán. FRéttaBlaðið/ERniR allt það helsta í föðurfræðum, eins og það að kveikja eld og veiða sér til matar.“ Líkt og í bókunum um Brjálínu Hansen tvinnast í bókinni myndir og texti saman í eina heild þar sem teikningarnar innihalda upplýsingar sem dýpka söguna og breikka sjónarhorn lesandans. Ekki bundin neinum stað Rán er nýflutt til Íslands, hefur búið hér síðan í haust. „Ég hef verið á flakki um heiminn en fyrir um sjö árum síðan keypti ég mér miða til Japans aðra leið til að sjá hvort ég gæti séð fyrir mér með því að ferðast um heiminn og teikna. Vinna mín er þess eðlis að ég er ekki bundin neinum stað og það sama á við um kærastann minn sem er fæddur og uppalinn á Nýja­Sjálandi og hefur heldur ekki fest rætur neins staðar. Nú þegar aðstæður okkar hafa breyst og þriðji aðili bæst við teym­ ið höfum við ákveðið að gefa hefð­ bundnu heimilishaldi tækifæri.“ Rán er að vinna í næstu bókum, þar á meðal er fyrsta bókin þar sem hún er höfundur bæði mynda og texta. Auk þess vinnur hún að nýrri bók með Hjörleifi og gerir teikningar við barnabók eiginkonu Finn­Ole, Ditu Ziprich, sem kemur út haustið 2019. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Það ER alltaF jaFn gaman að uppgötva hvERsu vEl myndhEimuR minn passaR við oRðhEima ÞEssaRa tvEggja höFunda. 8 . d E S E m b E r 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r62 m E N N i N G ∙ F r É t t a b L a ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A F -7 F 8 0 2 1 A F -7 E 4 4 2 1 A F -7 D 0 8 2 1 A F -7 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.