Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 14
Athygli vekur hversu höf- undar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumót- unar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. VATN, HÚSASKJÓL OG BETRI HEILSA MEÐ ÞINNI HJÁLP! • Valgreiðsla í heimabanka: 2.500 krónur • Söfnunarsími 907 2003: 2.500 krónur • Framlag að eigin vali á framlag.is • Söfnunarreikningur 0334-26-50886 kennitala 450670-0499 HJÁLP TIL SJÁLFSHJÁLPAR Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna – Action by Churches Together Kjararáð hefir undanfarin ár ákvarðað laun margra þjóð-félagshópa eins og þing- manna, ráðherra, starfsmanna ráðu- neyta og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Lögin um kjararáð voru samin af sömu aðilum, það er að segja af starfsmönnum ráðu- neyta undir stjórn ráðherra. Í lögum um kjararáð eru gefnar forsendur sem á að byggja á við ákvörðun á launakjörum höfunda laganna og svo voru lögin samþykkt af alþingismönnum sem höfðu sömu hagsmuna að gæta. Þetta er ekki fyrirkomulag sem vekur traust á launakerfinu. Þann 23. janúar sl. skipaði ríkis- stjórnin starfshóp um málefni kjararáðs. Starfshópurinn skilaði áliti fljótt eða 15. febrúar sl. Meiri- hluti starfshópsins telur ekki fært eða efnislegar forsendur fyrir því að lækka laun þeirra sem eiga undir kjararáð til framtíðar. […] Fulltrúi ASÍ í starfshópnum telur það færa leið að lækka með lögum laun emb- ættismanna og kjörinna fulltrúa. Í niðurstöðum starfshópsins er ekki allt auðskiljanlegt fyrir almenning eins og 5): Launaþróun þeirra sem eiga undir kjararáð víkur ekki merkj- anlega frá almennri þróun launa á tímabilinu 2006-2017. Síðan í 6): Á því tímabili sem kveðið er á um í rammasamkomulagi aðila vinnu- markaðarins og ríkisins 2013-2018, hafa laun þeirra sem eiga undir kjar- aráð hækkað um 35-64 % en almenn þróun launa virðist liggja á bilinu 43-48 %. Hér er talað um ekki merkjanleg- an mun á launahækkun í prósentum en ekki krónutölu sem er fráleitt og til umhugsunar að starfshópurinn sé að réttlæta þessar launahækk- anir. Samkvæmt Hagstofunni þá voru árið 2013 almenn laun verka- fólks um 300.000 og stjórnenda hjá ríkinu um 1.050.000. Ef miðað er við meðaltalshækkun launa þá yrði hækkun verkafólks kr. 136.500. en ríkisstarfsmanna kr. 520.000. Þetta skapar óréttlæti og því eðlilegra að miða við krónutöluhækkun í þrepum. Tillögur starfshópsins eru athygliverðar og verður vonandi til að þetta launakerfi verði lagfært. Á lokadegi þingsins 1. júlí 2018 voru lög um Kjararáð felld úr gildi með nýjum lögum og samkvæmt þeim skulu allir þeir sem falla undir úrskurðarvald kjararáðs halda kjaraákvörðun þar til ný ákvörðun hefir verið tekin um laun og starfs- kjör þeirra. Hér gefst þingheimi tækifæri til að endurskoða úrskurði Kjararáðs um launahækkanir sem voru langt umfram það sem eðli- legt var og framkvæma faglegt mat á launum. Viðmið kjararáðs voru óskýr og ósamrýmanleg, eins og segir í skýringum við frumvarp laganna. Það þarf að vinda ofan af þessari launaþróun ef sátt á að nást á vinnu- markaði og í þjóðfélaginu Hvort sem það er gert með lögum eins og 2008 þegar laun voru lækk- uð um 5-15 % eða öðrum aðgerðum. Ákvæði í nýju lögunum valda elli- lífeyrisþega heilabrotum t.d.: Þrátt fyrir gildistöku laga þess- ara skulu allir þeir sem falla undir úrskurðarvald kjararáðs halda kjaraákvörðunum þar til ákvörðun hefur verið tekin um laun og starfs- kjör þeirra. Hafi ný ákvörðun ekki verið tekin fyrir 1. maí 2019 skulu laun þessara aðila taka breytingum í samræmi við hlutfallslega breyt- ingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna eins og hún birtist í tölum Hagstofu Íslands næstliðið almanaksár. Hér virðist ekki gert ráð fyrir að breytingar verði gerðar á úrskurð- um kjararáðs í tengslum við gerð almennra kjarasamninga og ef endurskoðun verður ekki lokið fyrir 1. maí þá verða laun reiknuð samkvæmt meðaltali reglulegrar hækkunar launa ríkisstarfsmanna, sem er ekki fyrirséð hver verður og hvað af úrskurðum Kjararáðs koma inn í reiknað meðaltal. Önnur til- vitnun: Málum einstakra aðila sem falla undir ákvæði 39. gr. laga um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996, sem eru til meðferðar hjá kjararáði fyrir gildistöku laga þess- ara skal lokið samkvæmt ákvæði 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðherra og hlutaðeigandi fagráðherra skulu hafa lokið launaákvörðun þessara aðila eigi síðar en sex mánuðum frá því að þessi lög taka gildi. Sennilega fer þessari vinnu að ljúka og hefur hún eflaust verið mjög erfið og eru viðkomandi starfsmenn ríkisins í mjög sérstakri og erfiðri stöðu til að vinna þetta. Afleiðingar ákvarðana Kjararáðs um launahækkanir eru margvísleg- ar, meðal annars vegna þessa hafa framlög ríkissjóðs til eftirlaunasjóðs ríkisstarfsmanna (LSR) hækkað mikið vegna ákvæðis í lögum LSR, en þar segir: lífeyrir sjóðfélaga hækkar miðað við hækkun launa í því starfi sem hann gegndi. Þessi hækkun á framlagi ríkisins er veru- leg, ekki reyndist unnt að fá upplýs- ingar um þetta frá LSR, en hér virðist vera um að ræða einhverja milljarða hækkun á ársgrundvelli. Þetta fyrir- komulag skapar mikinn ójöfnuð milli lífeyrisþega í landinu þannig að þeir sem eru í LSR fá mun meiri hækkanir en þeir sem fá aðeins laun frá almannatryggingum (TR). Þetta er skrifað af ellilífeyrisþega sem hefur áhuga á velferð lands og þjóðar og hefir áhyggjur af launa- þróun og ójöfnuði í þjóðfélaginu. Hugleiðingar um brottfall kjararáðs Haukur Haraldsson ellilífeyrisþegi Síðustu misseri hefur á vegum vel-ferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráð- herra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna lands- ins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfir- valda um langt skeið. Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigð- ismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðis- áætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnis- mikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðu- neytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda. Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – For- varnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra við- fangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsu- eflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáver- andi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010. Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heil- brigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðis- áætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunar- innar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af fram- kvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðis- áætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætl- un til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþing- inu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heil- brigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlana- gerðar sem unnin hefur verið á liðn- um áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðu- neytis sem nauðsynlegt er. Fyrsta heilbrigðisstefnan? Ingimar Einarsson félags- og stjórnmála- fræðingur 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r14 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -8 F D C 2 1 B 6 -8 E A 0 2 1 B 6 -8 D 6 4 2 1 B 6 -8 C 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.