Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 34
Bresk stjórnvöld stefna að því að rúmlega fjórfalda innflutning á raforku í gegnum sæstrengi á næstu sex árum þannig að raforka í gegnum slíka strengi muni anna meira en fimmtungi af raforkuþörf landsins um miðjan næsta áratug. Stóraukin áhersla á nýtingu endur- nýjanlegrar orku og tiltölulega hátt orkuverð skýrir meðal annars auk- inn áhuga Breta á sæstrengjum. Samanlögð flutningsgeta þeirra raforkustrengja sem liggja nú frá Bretlandi nemur um fjórum gíga- vöttum en áætlanir breskra yfir- valda gera ráð fyrir að á árinu 2024 muni sæstrengir frá landinu geta afkastað allt að átján gígavöttum af raforku. National Grid, breskt ríkisfyrir- tæki sem sér um dreifingu á raforku í Bretlandi, vinnur um þessar mundir að lagningu á fjórum strengjum en tillögur hafa verið lagðar fram um lagningu á allt að ellefu strengjum frá landinu. John Pettigrew, forstjóri National Grid, segir í samtali við breska blað- ið The Guardian að miklar breyting- ar séu að verða í orkumálum Breta. „Sæstrengir eru að verða mikilvæg- ari,“ nefnir hann. Fastlega er búist við því að nýr sæstrengur, NemoLink, á milli Bretlands og Belgíu, verði tekinn í notkun snemma á næsta ári. Streng- urinn, sem er 600 milljóna punda virði, er sá fyrsti sem lagður er frá Bretlandi til meginlands Evrópu frá árinu 2011 og jafnframt fyrsti strengurinn sem tengist Belgíu, að því er fram kemur í fréttaskýringu The Guardian. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að Bretar, fremur en Belgar, verði aðalkaupendur raforku í gegnum sæstrenginn gæti strengurinn nýst Belgum vel fyrstu mánuðina. Ástæð- an er sú að slökkt hefur verið á sex af sjö kjarnorkuverum Belga þennan veturinn vegna viðgerða og öryggis- prófana. Gætu Belgar því þurft á raf- orku frá Bretlandi að halda þegar Nemo-strengurinn kemst í gagnið. Greg Clark, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur fagnað framtakinu og sagt það til marks um nána sam- vinnu Evrópuríkja yfir landamæri. Mikilvægt umhverfismál Fjórir sæstrengir liggja frá Bretlandi. Einn til Frakklands, annar til Hol- lands, þriðji til Írlands og sá fjórði til Norður-Írlands. Er hugmyndin að baki fyrstnefndu strengjunum tveimur fyrst og fremst að flytja inn orku til Bretlands. Slíkir raforkustrengir eru taldir afar mikilvægir til þess að bæta nýtingu á endurnýjanlegum orku- gjöfum, en eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum fer hratt vaxandi um þessar mundir, og jafna sveiflur í orkuframleiðslunni. „Það munu koma tímabil í fram- tíðinni þar sem það verður umfram endurnýjanleg orka, of mikill vindur eða of mikil sól,“ segir Pettigrew. Þess vegna sé flutningur á raforku um Evrópu góð leið til þess að stuðla að minni losun gróð ur húsa loft teg- unda. Pettigrew nefnir einnig að sæstrengir auki raforkuöryggi og bendir því til stuðnings á hve mikil- vægu hlutverki þeir hafi gegnt síð- asta vetur þegar mikið kuldakast gekk yfir Bretlandseyjar. National Grid áætlar að sæstrengurinn til Belgíu muni spara breskum neyt- endum um 80 til 100 milljónir punda á ári. Allir róa í sömu átt Nemo-strengurinn er einn af fjórum sæstrengjum sem National Grid vinnur nú að því að leggja en Bretar hafa meðal annars í hyggju að flytja inn vatnsorku frá Noregi í gegnum NSN Link-strenginn og vindorku frá Danmörku í gegnum Viking Link-strenginn. Verður síðastnefndi sæstrengurinn sá lengsti í heimi, eða um 760 kílómetrar. Annað fyrirtæki er jafnframt að ljúka við lagningu á raforku- streng frá Bretlandi til Frakklands í gegnum Ermarsundsgöngin, að því er segir í frétt The Guardian, og er gert ráð fyrir að strengurinn verði tekinn í notkun árið 2020. Einnig hafa verið viðraðar hugmyndir um lagningu sæstrengs til Þýskalands og Íslands, eins og kunnugt er. Sæstrengir Bretlands anna nú um sex prósentum af raforkuþörf Breta en áætlanir miða við að hlutfallið verði 22 prósent árið 2025. Áform Breta um stórfjölgun sæstrengja eru liður í því að auka aðgengi að endurnýjanlegri orku þannig að hlutur slíkrar orku í orku- notkun landsins verði í samræmi við lögbundin markmið Evrópu- sambandsins. Önnur Evrópuríki hafa jafnframt sagst stefna að hinu sama. Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, nefndi til að mynda í byrjun mánaðarins að Frakkar hygðust loka 14 af 58 kjarnorkuverum sínum fyrir árið 2035 og leggja þess í stað aukna áherslu á sæstrengi og endur- nýjanlega orkugjafa. Um leið væri gert ráð fyrir því að hlutur kjarn- orku af orkunotkun landsins færi úr 75 prósentum í 50 prósent. kristinningi@frettabladid.is Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. Forstjóri National Grid segir mikilvægi slíkra strengja aukast hratt. Þeir spari neytendum háar fjárhæðir. Bresk stjórnvöld standa frammi fyrir vandasömum áskorunum í orkumálum en þau hafa meðal annars skuldbundið sig til þess að auka hlut endurnýjanlegrar orku í orkunotkun í 20 prósent á næstu árum. Nordicphotos/Getty Sæstrengur til Íslands „tæknileg áskorun“ John Pettigrew, forstjóri Nat­ ional Grid, segir í samtali við The Guardian að lagning sæstrengs á milli Íslands og Bretlands, eins og hugmyndir hafa verið uppi um, feli í sér „raunveru­ lega tæknilega áskorun“. Íslensk orkufyrirtæki sem breska blaðið ræddi við segja ólíklegt, eins og sakir standa, að ráðist verði í slíka framkvæmd. Íslensk stjórnvöld og Lands­ virkjun hafa um nokkurt skeið haft það til skoðunar að tengja íslenska raforkukerfið við það evrópska með lagningu sæ­ strengs til Bretlands. Rætt var við bresk stjórnvöld um verkefnið, sem ber vinnuheitið IceLink, á árunum 2015 og 2016 og lýstu fulltrúar beggja ríkja áhuga sínum á lagningu slík strengs. Mörgum spurningum er þó enn ósvarað, meðal annars um fjár­ mögnun strengsins. Kostnaðar­ og ábatagreining Kviku banka og ráðgjafarfyrir­ tækisins Pöyry frá árinu 2016 leiddi í ljós að þjóðhagsleg arðsemi Íslands og Bretlands af lagningu raforkustrengs myndi samtals nema meira en 50 milljörðum króna á hverju ári. Helsta forsenda niðurstöðunnar var sú að bresk stjórnvöld væru reiðubúin að veita slíku verkefni umtalsverðan fjárhagslegan stuðning. Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurek- enda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. Hans fyrsta verk verður að ráða nýjan bankastjóra eftir að Thomas Borgen lét af störfum í skugga pen- ingaþvættishneykslisins sem bank- inn er flæktur í. Dybvad naut í kosningunni stuðn- ings Mærsk-fjölskyldunnar, sem er stærsti hluthafi Danske Bank, í gegnum félagið AP Møller Holding, með ríflega fimmtungshlut. „Það hafa verið gerð mistök á mörgum sviðum innan bankans,“ sagði Ole Andersen, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í bankanum frá árinu 2011, á hluthafafundinum sem fram fór síðasta föstudag. „Í ljósi alvarleika stöðunnar tel ég rétt að þetta máli hafi afleiðingar fyrir stjórnina og sérstaklega stjórnarfor- manninn,“ bætti hann við. Danske Bank viðurkenndi í sept- ember að jafnvirði 200 milljarða evra hefði farið í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 og að „stór hluti“ þar af væri grunsam- legar færslur. Komu fjármunirnir frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sov- étríkjum. Er um að ræða eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Í kjölfar þess að málið komst upp í haust sagði Thomas Borgen upp störfum sem bankastjóri og þá var Andersen beðinn um að stíga til hliðar sem stjórnarformaður í síð- asta mánuði. „Sem hluthafi viljum við að bankinn taki sig taki og varpi ljósi á fyrirtækjamenningu sína, ferlana og kerfin,“ sagði Robert Uggla, for- stjóri AP Møller Holding. Danskir fjölmiðlar hafa nefnt Lars Rohde, seðlabankastjóra landsins, sem líklegan arftaka Borgens í stól bankastjóra Danske Bank. – kij Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank Karsten dybvad, nýr stjórnarformaður danske Bank. Nordicphotos/Getty Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management, sem átti meðal ann- ars kröfur á föllnu íslensku bankana, hefur bætt við hlut sinn í lyfja- og efnarisanum Bayer. Er talið líklegt að sjóðurinn muni beita sér fyrir því að samstæðan selji frá sér eignir og jafnvel að henni verði skipt upp. Ekki er vitað hve stór eignar- hlutur Elliott í Bayer er, að því er fram kemur í frétt Financial Times, en talið er að hann sé undir þremur prósentum. Vogunarsjóðurinn, sem stýrir um 35 milljörðum dala, er þekktur fyrir að kalla eftir verulegum breytingum í rekstri þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í. Hlutabréf í lyfja- og efnasamstæð- unni hafa fallið um þriðjung í verði eftir að dótturfélag þess, bandaríska efnaframleiðslufélagið Monsanto, var dæmt til að greiða dauðvona krabbameinssjúklingi 289 milljónir dala í bætur í ágúst síðastliðnum. Var Monsanto, sem Bayer keypti á 66 milljarða dala fyrr á árinu, ekki talið hafa varað nægilega skýrt við hættunni sem fylgir því að nota ill- gresiseyði félagsins. – kij Elliott kaupir hlut í Bayer höfuðstöðvar lyfja- og efnarisans Bayer eru í Leverkusen. Nordicphotos/Getty 100 milljónir punda er áætlaður sparnaður breskra neytenda vegna lagningar Nemo- sæstrengsins. 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r10 markaðuriNN 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 6 -C 6 2 C 2 1 B 6 -C 4 F 0 2 1 B 6 -C 3 B 4 2 1 B 6 -C 2 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.