Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 2
Veður Sunnan strekkingur og væta með köflum, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast fyrir norðan. Úrkomulítið og kólnandi veður. sjá síðu 20 Styrktu Hjálparstarf kirkjunnar Grýla og sjö jólasveinar af þrettán héldu blaðamannafund á Rakarastofunni á Dalbraut í gær þar sem þeir afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar rúmlega millj- ónar króna styrk fyrir hönd Jólasveinaþjónustu Skyrgáms. Fréttablaðið/Eyþór Gjöfin sem gleður, mjúka gjöfin frá Lín Design SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS alþingi Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal sex þingmanna á barnum Klaustri í miðborg Reykja- víkur í nóvember, var í gær boðuð í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykja- víkur þann 17. desember næst- komandi. Dómstóllinn sendi bréfið að beiðni Reimars Péturssonar, lög- manns fjögurra þingmanna Mið- flokksins sem heyrðist í á upp- tökum Báru. „Meðfylgjandi beiðni verður ekki skilin öðruvísi en svo að dómsmál kunni að verða höfðað á hendur þér í kjölfar umbeðinnar gagna- öflunar,“ segir í bréfinu. Undir það ritar Lárentsínus Kristjánsson hér- aðsdómari. Bára birti mynd af bréfinu á Facebook í gærkvöld. „Hefst þá dansinn,“ ritaði Bára með færslunni. Á upptökum Báru heyrast nokkrir þingmenn fara ófögrum orðum um kollega sína og aðra einstaklinga. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, fóru í leyfi eftir að málið komst í hámæli. Bára hefur afhent siðanefnd Alþingis upptökurnar. Klausturs- upptökurnar verða fyrsta málið sem ratar á borð nefndarinnar. – bg Bára kölluð í skýrslutöku Hefst þá dansinn. Bára Halldórsdóttir Fleiri myndir af fundi jólasveinanna og Grýlu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+Plús stjórnmál Inga Björk Bjarna- dóttir, formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rang- færslum sem komu fram í tilkynn- ingu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru. Inga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trún- aðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokks- ins,  var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja mála- vextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikil- vægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan. sveinn@frettabladid.is Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við brotaþola Ágúst Ólafur Ágústsson tjáði innsta valdakjarna í Samfylkingunni að tilkynn- ingin væri send út með vitund og samþykki brotaþola síns. Annað kom á dag- inn. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins telur hann hafa brotið á trausti. inga björk bjarnadóttir og Ágúst ólafur Ágústsson. Fréttablaðið/Eyþór bergþór ólason, einn af fjórum Mið- flokksmönnum á upptökum báru. Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns fram- kvæmdastjórnar. Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingar Frakkland Að minnsta kosti tvennt var myrt og tíu særðust í skotárás í frönsku borginni Strassborg í gær- kvöldi. Lögregla sagði frá því að hún hefði borið kennsl á meintan árásarmann og að leit að honum stæði yfir. Hann hafði ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Innanríkisráðuneyti Frakklands sagði að um alvarlega ógn við öryggi íbúa væri að ræða. Fólk ætti því að halda sig innandyra. Samkvæmt BBC var árásin gerð á jólamarkaði á Kleber-torgi í miðborginni og var svæðinu lokað í kjölfarið. Þaðan á árásarmaðurinn að hafa gengið upp Grand’Rue, eina stærstu verslunar- götu borgarinnar. France 24 greindi frá því að hryðjuverkavarnir Frakklands væru að rannsaka árásina. Ekki liggur þó fyrir hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða. – þea Skotárás í Strassborg 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m i ð V i k u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -8 1 0 C 2 1 B 6 -7 F D 0 2 1 B 6 -7 E 9 4 2 1 B 6 -7 D 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.