Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 28
Ingu Lilju dreymir um stórt jólaþorp en þangað til lætur hún smáþorpin í krúttstjökunum nægja. MyndIr/ Anton BrInk Litlu þorpin má finna víða í íbúð Ingu Lilju, í kertastjökum og skálum. Þorpin vekja ávallt lukku, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni sem bíður spennt eftir að þorpin fari upp á aðventunni. Ég er mikið jólabarn. Einum of mikið, segir maðurinn minn,“ segir Inga Lilja glettin en bætir við að hún skreyti þó yfirleitt hóflega. Hins vegar sé hún mjög föst í hefðum og hugi snemma að undirbúningi jólanna, baki mikið og föndri. Hún á tvær stelpur, tólf og átta ára. „Sú yngri er eins og mamma sín, algert jólabarn. Við sitjum á kvöldin og föndrum saman og hún er sú sem byrjar að skipuleggja með mér jólin í nóvember.“ Um miðjan nóvember fara þær mæðgur að velta fyrir sér skipu- lagningu jólanna, draga fram skrautið og ákveða hvað eigi að fara upp þetta árið. Inga Lilja á mikið safn af jólaskrauti sem hún hefur bæði keypt sjálf eða áskotnast héðan og þaðan. „Fyrir þessi jól var ýmislegt sem fékk að vera áfram í geymslu. Þegar maður er með lítið pláss þarf maður að velja og hafna.“ Fyrir tveimur árum fékk Inga Lilja hugmynd að nýrri skreytingu, en það var að setja smáþorp í kertastjaka og luktir. „Ég hjálpa pabba mínum á hverju ári en hann er með stórt og mikið jólaþorp. Mig langaði að hafa einhvers konar jólaþorp heima hjá mér en plássleysi kom í veg fyrir slíkt. Þá datt mér í hug hvort ég gæti ekki krúttstjakarnir kæta Flest húsanna eru úr rúmfata- lagernum en snjórinn er úr Byko en Inga segir hann lang- bestan. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Ingu Lilju Jónsdóttur langaði í stórt jólaþorp líkt og er að finna á heimili föður hennar. Vegna plássleysis ákvað hún að búa til nokkur smáþorp í stórum kertastjökum í staðinn. sett upp lítil þorp hér og þar á heimilinu. Ég fór á netið og leitaði að hugmyndum og fann þá hug- mynd að fylla alla stjaka og luktir heimilisins af húsum og fólki. Þetta kemur mjög skemmtilega út og börnin eru farin að bíða eftir því strax í nóvember að við setjum þorpin upp, en dóttir mín kallar þetta krúttstjaka.“ Stjakana keypti Inga Lilja í Costco og þá notar hún allan ársins hring undir kerti. Svo fá þeir annað hlutverk á aðventunni. Húsin og fólkið hefur hún keypt í Rúmfata- lagernum en snjóinn í BYKO. „Ég er alltaf að safna að mér fleiri húsum með það fyrir augum að geta verið með stórt jólaþorp þegar ég flyt í stærra húsnæði.“ Inga Lilja heldur mjög í hefðir og ein skemmtileg hefð er að setja upp lifandi jólatré um miðjan desember sem fjölskyldan fer sjálf að saga niður. „Við förum með vinnu mannsins míns og sögum niður jólatré í Brynjudal í Hval- firði. Þetta er yndisleg stund þar sem við veljum tré, drekkum kakó og tölum við jólasveina.“ 20% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM Í JÓLAPAKKANN HENNAR 4 kynnInGArBLAÐ FÓLk 1 2 . d e s e M B e r 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -9 9 B C 2 1 B 6 -9 8 8 0 2 1 B 6 -9 7 4 4 2 1 B 6 -9 6 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.