Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 10
Tækni Bandaríski rapparinn Soulja Boy, sem gerði garðinn frægan með laginu Crank That árið 2007, hefur auglýst til sölu bæði handhæga leikjatölvu og leikjatölvu til þess að tengja við sjónvarp undir heitinu SouljaGame. Á vefverslun rapparans segir að hægt sé að spila leiki hann­ aða fyrir Nintendo Switch, 3DS, Play­ station Vita og fleiri tölvur á hand­ hægu Souljagame­tölvunni. Með tölvunum fylgja svo þúsundir leikja. Ólíklegt verður að teljast að Soulja Boy hafi leyfi fyrir þeim leikjum sem koma forhlaðnir inn á tölvurnar. Tæknimiðlar fullyrða að um sé að ræða ROM­skrár, ólögleg afrit leikja. Nintendo hefur undan­ farin misseri gengið hart fram gegn ROM­skiptisíðum og gæti Soulja Boy því átt von á mál­ sókn. Síðast komst Nintendo að samkomulagi við ROM­ skiptisíðu tveggja karl­ manna frá Arizona í nóv­ ember þar sem þeim var gert að greiða japanska fyrirtækinu 12,2 milljónir dala í skaðabætur. Ve f v e r s l u n a r r i s i n n Shopi fy lokaði aðgangi Soulja Boy vegna málsins. Að því er virðist af tístum rapparans að dæma er hann lítið hrifinn af ákvörðuninni. „Til andskotans með Shopify. Enginn ætti að stunda viðskipti við þau. Þau eru kynþáttahatarar.“ Svo virðist sem Soulja Boy sé í þokkabót að selja leikjatölvur keyptar beint af Alibaba. com sem eru síðan merktar honum. Finna má handhæga leikjatölvu, nákvæmlega eins og SouljaGame utan merkis­ ins, á kínversku vefversluninni á um fimmtán prósent af því verði sem Soulja Boy setur á gripinn. – þea Vafasamar leikjatölvur Soulja Boy Soulja Boy. Þýskaland Lögregluskírteini Vlad­ ímírs Pútín, forseta Rússlands, fannst í skjalasafni Stasi, leyniþjónustu Austur­Þýskalands. Þýska blaðið Bild greindi frá málinu í gær og birti ljós­ mynd af skírteininu. Með skírteininu hafði Pútín, samkvæmt Bild, fullan aðgang að skrifstofum Stasi. Ekki er ljóst hvort forsetinn hafi unnið beint fyrir Stasi en hann var útsendari sov­ ésku leyniþjónustunnar KGB í Dres­ den í Austur­Þýskalandi. Stasi stundaði á sínum tíma umfangsmikið eftirlit með almenn­ um borgurum í því skyni að uppræta andófsraddir. Fjöldi Austur­Þjóðverja gegndi hlutverki uppljóstrara fyrir Stasi. Eftir fall Berlínarmúrsins voru allnokkrir Stasi­liðar fangelsaðir. Aðrir eru þó enn áberandi í Þýska­ landi. Til að mynda Matthias Warn­ ig, forstjóri orkufyrirtækisins Nord Stream sem sér um jarðgasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands. – þea Pútín í skjalasafni Stasi Pútín Rússaforseti. NoRdicPhotoS/Getty kína Kanadíski fyrrverandi dipló­ matinn Michael Kovrig hefur verið handtekinn í Kína. Hugveitan Inter national Crisis Group greindi frá málinu í gær og sagðist beita sér fyrir því að Kovrig yrði leystur úr haldi. Ekki hefur verið upplýst um ástæðu handtökunnar. Kovrig hefur meðal annars unnið sem erindreki í Peking og Hong Kong. Þá hefur hann starfað frá því í febrúar í fyrra sem sérfræðingur fyrir International Crisis Group. Reuters greindi sömuleiðis frá málinu og hafði eftir heimildum. Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrir­ spurnum miðilsins um málið. Setja má handtöku Kovrigs í samhengi við nýja deilu Kína og Kanada. Sú spratt upp eftir að Meng Wan zhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tækni­ risans, var handtekin í Kanada í síðustu viku. Henni er gefið að sök að hafa logið að bönkum um ítök Huawei á írönskum markaði og þannig sett bankana í hættu á að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fóru fram á handtökuna og vilja að Meng sé framseld. Yfirvöld í Kína kölluðu svo sendi­ herra bæði Bandaríkjanna og Kan­ ada á teppið til að ræða um málið. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sagði að von væri á frekari aðgerðum vegna handtöku Meng. Einnig má setja málið í sam­ hengi við það þegar kanadískt par var handtekið í Kína árið 2014. Þá höfðu Kanadamenn nýlega sakað Kínverja um að ráðast á tölvukerfi sitt. – þea Kína handtekur kanadískan diplómata Michael Kovrig, fyrrverandi dipló- mati Kanada. NoRdicPhotoS/AFP spánn Katalónsku aðskilnaðarsinn­ arnir Jordi Sanchez og Jordi Turull eru nú á tólfta degi hungurverk­ falls og þeir Joaquim Forn og Josep Rull á sínum níunda. Saman eru þeir vistaðir í Lledoners­fangelsinu vegna meints uppreisnaráróðurs og uppreisnar gegn spænska ríkinu í tengslum við sjálfstæðisatkvæða­ greiðslu og ­yfirlýsingu síðasta árs. Þeir efndu til hungurverkfallsins til að mótmæla því hversu lengi spænsk stjórnvöld hafa frestað því að rétta yfir þeim og til að mótmæla ákærunum sjálfum. Auk þeirra eru fimm önnur í haldi. Pilar Calvo, upplýsingafulltrúi fjórmenninganna, hefur greint frá því að þeir ætli að halda hungur­ verkfallinu til streitu og séu hvergi nærri því að gefast upp. Samanlagt hafi þeir lést um 20 kíló og stríði nú við svefnleysi. Þá blés Calvo á frásagnir af því að fjórmenning­ arnir væru að svindla, sagði þá bara drekka vatn með steinefnum en hafa vissulega þurft að taka lyf. Quim Torra, forseti héraðsins, lauk í gær tveggja sólarhringa föstu sem hann efndi til, til þess að sýna föngunum samhug. Fleiri kata­ lónskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið svipaða ákvörun. Fram að jólum munu til dæmis tíu fasta í einu í Dipòsit d’Aigües del Rei Martí í miðborg Barcelona. Hver hópur mun fasta í allt að sjö daga. Greint var frá því í gær að ríkis­ saksóknari Spánar í Katalóníu rannsakaði nú hvort katalónska lög­ reglan hefði sýnt vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir mótmæli gegn spænskum stjórnvöldum um helgina. Stjórnvöld í Madríd hafa varað Katalóna við því að spænska lög­ reglan gæti verið send á svæðið vegna málsins. – þea Svefnleysi og þyngdartap í hungurverkfalli fjögurra Katalóna Karlfangarnir sjö, af níu föngum alls, eru vistaðir í Lledoners-fangelsinu í Katalóníu. Frá vinstri má sjá þá Jordi Sanchez, oriol Junqueras, Jordi turull, Joaquim Forn, Jordi cuixart, Josep Rull og Raul Romeva. NoRdicPhotoS/AFP BreTland Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May for­ sætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka til­ lögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brex­ it­samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningavið­ ræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undan­ förnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opin­ berlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildar­ ríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landa­ mæri Írlands og Norður­Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landa­ mæri skuli Norður­Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meiri- hluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. May fundaði með Jean-claude Juncker í gær. Sá vill ekki breyta samningnum en vill þó hjálpa May. NoRdicPhotoS/AFP ✿ Frammistaða May í samningaviðræðum atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýska­ lands, og Jean­Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráð­ herra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningn­ um, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt. thorgnyr@frettabladid.is væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun var­ úðarráðstöfunarinnar og svo árlega n May náði vondum samningi en annar hefði fengið jafnvondan n May náði góðum samningi n Hlutlaus n May náði vondum samningi, annar leið- togi hefði náð betri 22% styðja 51% andvígt 27% hlutlaus Úr könnun sem youGov birti í gær. ✿ stuðningur við Brexit-samning May 48% 23% 24% 5% 1 2 . d e s e M B e r 2 0 1 8 M i Ð V i k U d a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a Ð i Ð 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -B 7 5 C 2 1 B 6 -B 6 2 0 2 1 B 6 -B 4 E 4 2 1 B 6 -B 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.