Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 35
Út er komin Handbók athafnamannsins um gerð rekstrar- og viðskiptaáætl- ana eftir Pál Kr. Pálsson verkfræð- ing. Markmið bókarinnar, eins og höfundurinn lýsir, er að færa not- endum hennar einfalda og hand- hæga „verkfæra kistu“ til að nýta við Góð verkfærakista fyrir frumkvöðla Friðrik Friðriksson fjármálastjóri Nýsköpunar- sjóðs atvinnu- lífsins gerð rekstrar- og/eða viðskiptaáætl- ana, arðsemisútreikninga, verðmats viðskiptatækifæra og fyrirtækja og kostnaðargreiningar. Ekki verður betur séð en mjög vel hafi tekist til og á höfundur þakkir skildar fyrir frumkvæðið. Í upphafi bókarinnar er fjallað um hinn mikilvæga mun sem er á rekstraráætlun og viðskipta- áætlun. Rekstraráætlunin snýr að áætlunum til skemmri tíma í starf- andi fyrirtæki. Áætlunin sjálf, eftir- fylgni með framvindu í rekstrinum og árangursmælingar hvar sem við verður komið eru forsenda þess að fyrirtæki þróist og dafni. Um þetta er ekki deilt. Viðskiptaáætlunin er af öðru tagi. Hún getur vissulega snúið að nýrri viðskiptahugmynd í starfandi fyrirtæki en í umfjöllun bókarinnar er horft til nýrra við- skiptahugmynda og starfs frum- kvöðulsins. Grunnspurning við- skiptaáætlunar er þessi: Er þörf á vörunni sem á að þróa, hver er lausn frumkvöðulsins og hvaða fólk ætlar að framkvæma áætlunina? Þeir sem fjalla um viðskiptahugmyndir/áætl- anir eins og fjárfestingarsjóðir skoða bæði viðskiptahugmyndina en ekki síður teymið sem ætlar að fram- kvæma áætlunina og eftir atvikum leitar að fjárfestum til að koma inn í nýstofnuð félög. Höfundurinn hefur breiðan bak- grunn á sviði sprotastarfsemi, svo og rekstri stórra fyrirtækja. Reynslan af því svo og kennslu gerir hann vel í stakk búinn til að tefla fram sinni sýn á hvað eigi að gera, í hvað röð og hvað ber að varast. Bókin er verk- færakista sem auðvelt er að lesa. Hún mun nýtast við kennslu á háskóla- stigi sem og þeim fjölda frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í viðskiptalífinu. Bók eins og þessi hjálpar til að halda til haga hvaða þættir þurfa að koma inn í við- skiptaáætlunina; hugmyndaleitin, markaðs- og markhópagreining, framkvæmdaáætlun, fjárhagsáætl- un, mat á virði við- skiptahugmyndar svo og hvert teymið er. Umhverfi frum- kvöðla hérlendis h e f u r b at n a ð mjög á liðnum á r u m e n d a sprettur fram fjöldi áhuga- verðra frum- k vö ð l ave r ke f n a á hverju ári. En frumkvöðlastarf krefst þolinmæði. Hér á landi er öflugt styrkjakerfi fyrir frumkvöðla. Má þar nefna Tækniþróunarsjóð, Rann- ís og fleiri, samhliða endurgreiðslu frá ríkinu á hluta þróunarkostnaðar, oftast launakostnaðar. Við stofnun nýsköpunarfyrirtækis þarf að sjálf- sögðu einnig að leita fjármögnunar í viðskiptalífinu. Þar er að finna fjöl- breytta flóru einkafjárfesta og fjár- festingarsjóða sem hafa það hlut- verk og sjá sér hag í því að fjárfesta í nýsköpunar- fyrirtækjum. En eins og kemur fram í bók Páls Kr. Pálssonar er mikilvægt að v a n d a v a l i ð þegar leitað er að meðfjárfestum, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. Í upphafi skyldi e n d i n n skoða á vel við í þessari umræðu. Mikilvægt er við útfærslu á viðskiptahugmynd og þróun fyrirtækis á grundvelli henn- ar að hafa skýra sýn á sinn markhóp, hvert skuli stefnt, í hvaða áföngum og hvenær fjárfestar geti reiknað með að geta selt sinn hlut. Það er jú markmið fjárfestanna, að selja sína eignarhluti að nokkrum árum liðnum helst með ávöxtun og snúa sér að næstu fjárfestingu. Bækur Handbók athafnamannsins Páll kr. Pálsson Útgefandi: Skyggni Í janúar árið 2016 tóku lög um ársreikninga nr. 3/2006 breyt-ingum í samræmi við tilskip-un Evrópusambandsins nr. 201/34/ESB. Meðal breytinga eru auknar kröfur um ófjárhagslega upplýsingagjöf í ársskýrslum fyrir- tækja. Lögin ná til félaga sem tengj- ast almannahagsmunum (e. Public Interest Entity) og félaga sem falla undir 9. tölul. og d-lið 11. tölul. 2. gr. Um er að ræða stór félög með fleiri en 250 starfsmenn þar sem heildar- eignir eru yfir þrír milljarðar króna, og hrein velta yfir sex milljarðar króna. Enn fremur falla móður- félög stórra samstæðna undir þessi lög. Markmiðið með þessari tilskipun er að stuðla að gegnsæi og aukinni samfélagsábyrgð fyrir- tækja sem felst fyrst og fremst í því að auka sjálfbærni til lengri tíma litið, umhverfinu og samfélaginu til hagsbóta. Auknar upplýsingar um ófjárhagslega þætti í rekstri fyrir- tækja gerir hagsmunaaðilum kleift að meta betur árangur fyrirtækja á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækjum sem falla undir þessi lög ber að veita upplýsingar í ársskýrslu um stefnu þeirra í umhverfis-, samfélags- og starfs- mannamálum samkvæmt 66. gr. d. ásamt lýsingu á megináhættum og ófjárhagslegum mælikvörðum þessara málaflokka. Fyrirtæki þurfa að gera grein fyrir hvaða þættir og mælikvarðar eru mikilvægir og hvernig það mat fer fram. Á þann veg að hægt sé að leggja mat á stöðu, þróun og áhrif starfsemi þeirra á þessa málaflokka. Fyrirtæki þurfa jafnframt að gefa upplýsingar um viðskiptalíkan sitt, gera grein fyrir stjórnarháttum og hvernig spornað sé við spillingar- og mútumálum. Enn fremur ber fyrirtækjum að birta stefnu sína í starfsmanna- og mannréttindamálum og lýsingu á samsetningu, fjölbreytileika og starfsemi stjórna. Ef fyrirtæki hafa ekki stefnu í samfélagsábyrgð ber þeim að gera rökstudda grein fyrir því í yfirliti stjórnar í ársreikningi. Tilskipun Evrópusambandsins er í samræmi við alþjóðasamþykktir á sviði samfélagsábyrgðar um auknar kröfur til fyrirtækja á þessu sviði. Líkt og með Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Global Compact sáttmál- anum sem snýr að því að fyrirtæki axli ábyrgð og hugi markvisst að því að sporna við neikvæðum áhrifum af starfsemi þeirra á samfélag og umhverfi. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 fellur undir Ramma- samning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og er markmið þess að stöðva aukningu gróður- húsalofttegunda á heimsvísu og halda hnattrænni hlýnun innan við 2 gráður. Umhverfismálin eru ofarlega á dagskrá vegna stöðu loftslags- mála í heiminum og eru fyrirtæki hvött af alþjóðastofnunum til að bregðast hratt við loftslagsbreyt- ingum. Nýleg skýrsla IPPC sýnir hve ástandið er alvarlegt en síðustu fjögur ár voru heitustu fjögur ár frá upphafi mælinga og magn koltví- sýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meira í þrjár milljónir ára. Útlitið er dökkt en það er ljós í myrkrinu samkvæmt nýrri skýrslu, New Climate Economy Report, þar sem kemur fram að baráttan við loftslagsbreytingar geti skapað 65 milljónir starfa og hægt sé að koma í veg fyrir um 700 þúsund andlát vegna loftslagsbreytinga á ríflega 10 árum. Liður í samfélagsábyrgð fyrir- tækja er að birta upplýsingar um starfsemina og eiga þannig samtal við hagsmunaaðila. Global Report- ing Initiative (GRI) er leiðandi staðall í samfélagsskýrslugerð og birta árlega þúsundir fyrirtækja um allan heim skýrslu, byggt á GRI- staðlinum. GRI-staðallinn nýtist fyrirtækjum í að kortleggja snerti- fleti starfseminnar á umhverfið og samfélagið og að setja sér markmið í átt að sjálfbærari rekstri. Þrátt fyrir ýmsar áskoranir í tengslum við kortlagningu og mælingar á ófjárhagslegum upplýsingum fel- ast heilmikil tækifæri í því að sýna ábyrga starfshætti og fylgja eftir mælikvörðum um sjálfbærni. Auk betri nýtingar á auðlindum felst mikill ávinningur í því að fylgja eftir mælikvörðum í átt að frekari sjálfbærni. Stjórnendur ábyrgra fyrirtækja eru líklegri til að horfa til framtíðar með langtímahags- muni fyrirtækisins, orðspors- áhættu og sjálfbærni að leiðarljósi. Auk efnahagslegs ávinnings eflir það samkeppnishæfni fyrirtækja meðal annars á sviði áhættu- og gæðastýringar, jafnréttismála, vöruþróunar og nýsköpunar. Fyrirtækjum gert skylt að upplýsa um meira en aðeins fjárhaginn Soffía Sigurgeirsdóttir ráðgjafi hjá KOM Almanna- tengslum Samkvæmt nýrri skýrslu er hægt að koma í veg fyrir um 700 þúsund andlát vegna loftlagsbreytinga á ríflega tíu árum. nordicphotoS/aFp Stjórnendur ábyrgra fyrirtækja eru líklegri til að horfa til fram­ tíðar með langtímahagsmuni fyrirtækisins, orðspors­ áhættu og sjálfbærni að leiðarljósi. 11M I Ð V I k u D A G u r 1 2 . D e s e M B e r 2 0 1 8 markaðurinn 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -C 6 2 C 2 1 B 6 -C 4 F 0 2 1 B 6 -C 3 B 4 2 1 B 6 -C 2 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.