Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 46
Ég reyndi líka að skrifa glæpasögu sem væri að einhverju frábrugðin því sem þegar er verið að semja á íslandi. 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r22 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð menning bæKUr Lifandilífslækur bergsveinn birgisson Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 295 Í nýjustu skáldsögu Bergsveins Birgissonar, Lifandilífslækur, mætir upplýsingarmaður 18. aldar veru­ leikanum á Ströndum sem kemur verulegu róti á fyrirframgefnar hugmyndir hans. Skaftáreldar hafa geisað á Íslandi og ráðamenn í Kaupmannahöfn velta fyrir sér að flytja vinnufæra Íslendinga til Danmerkur en ákveða síðan að láta meta ástand þjóðarinnar. Til að kanna stöðuna í Strandasýslu velst hálfíslenskur háskólamaður, Magnús Árelíus, sem telur sig vera boðbera nýrra tíma. Hann ætti að hafa sitthvað fram að færa fáfróðu fólki á Ströndum til upplýsingar. Raunveruleikinn þar passar hins vegar ekki við hugmyndaheim hans. Bergsveinn hefur hér fundið ágæt­ is söguefni sem býður upp á alls kyns vangaveltur um vísindi, skyn­ semishyggju, trú og hjátrú, þjóð­ félagsstöðu, ást og sitthvað fleira. Svo að segja á hverri síðu er varpað fram hugleiðingum og spurningum og svörin liggja ekki ætíð beint við, það þarf að leita þeirra. Að því leyti er sagan krefjandi fyrir lesandann. Hún er það líka þegar kemur að stíl. Bergsveinn hefur sannað og sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér í stíl. Söguefnisins vegna er nær óhjákvæmilegt að kansellí­ stíll sé áberandi í verkinu framan af í köflum sem gerast í Kaupmannahöfn og í bréfum sem Magnús Árel­ íus ritar. Slíkur stíll er ekki auðveldur öllum lesendum, en hverfur síðan og nútíma­ legri stílbrögð taka við. Stíll­ inn er þó ætíð þeirrar gerðar að hann heimtar athygli lesandans, enginn flýgur í gegnum lesturinn. Fram­ vindan er nokkuð hæg, sér­ staklega í fyrri hluta. En svo koma draugarnir við sögu og verkið rís einna hæst í sögum þeirra af lífi sínu og óblíðum örlögum. Gamansemi stingur víða upp kollinum, eins og í hugleiðingum um það hversu prýðilegur draugur Magnús Árelíus myndi reynast, með parruk á höfði og kvaðrant í hendi, spyrjandi fólk til vegar. Þáttur drauganna í sögunni gefur henni alveg sérstakan blæ, með sanni má kalla þá senu­ þjófa. Ástin kemur við sögu og þar stend­ ur Magnús Árelíus frammi fyrir vali sem ögrar öllu því sem hann áður trúði á. Undir lokin birtist á sviðinu aukapersónan Hallvarður Hallsson, en höfundur hefði mátt smíða mun meir úr honum en gert er. Margar afbragðs góðar skáld­ sögur eru á markaði um þessi jól. Lifandilífslækur er í hópi þeirra bestu. Óhætt er svo að slá því fram að enginn rithöfundur eigi þetta árið jafn góðan lokakafla og þann sem kemur frá Bergsveini í þessari bók. Þetta er kraftmikill og snjall kafli með gríðarlega sterka og beitta tengingu við nútímann. Kafli sem getur ekki annað en hreyft verulega við lesandanum. Kolbrún Bergþórsdóttir nIÐUrsTAÐA: Einstaklega vel skrifuð og afar áhugaverð saga með hreint aldeilis mögnuðum lokakafla. Skynsemismaður á krossgötum Fy r s t a g l æ p a s a g a Ármanns Jakobssonar, prófessors í íslenskum bókmenntum, er Útlaga­morðin. Áður hefur Ármann sent frá sér fjórar skáldsögur, auk fræðibóka. „Ég les glæpasögur og mig hafði lengi langað til að skrifa eina slíka,“ segir Ármann. „Glæpasagnaformið býður upp á ýmsa möguleika. Ég hafði tvisvar áður gert atrennu að því að skrifa þessa bók og í bæði skiptin kostaði það þjáningu. Þegar ég byrjaði í þriðja sinn fann ég taktinn og þá var sönn ánægja að skrifa hana. Ég reyndi líka að skrifa glæpasögu sem væri að einhverju frábrugðin því sem þegar er verið að semja á Íslandi.“ Þorpið í aðalhlutverki Spurður frekar um glæpasögu sína segir hann: „Mér finnst mikilvægt að leggja talsvert í persónusköpun og eins að reyna að búa til samfélags­ mynd. Sagan gerist öll í tilbúnu þorpi úti á landi sem ég kalla Reyki, ekki langt frá Reykjavík. Það má segja að þetta þorp sé aðalpersónan í bókinni ásamt lögreglumönnun­ um sem ég legg talsverða rækt við að skapa án þess að persónuleg vanda­ mál þeirra verði þó yfirþyrmandi. Atburðarásin sem leiðir til morð­ anna er líka óvenjuleg, þetta eru kynferðisglæpir þar sem karlmenn eru drepnir. Ég datt ofan á það þegar ég hafði prófað mig við fjölmargar tegundir af morðum. Í þessari bók eru konur þannig í minni hættu á að vera myrtar en stundum í raun­ veruleikanum og í mörgum spennu­ sögum. Morðinginn sækist eftir að drepa karlmenn, það eru karlmenn sem eru í útrýmingarhættu og um leið fær lesandinn þá að glíma við spurningar eins og hvort kynið sé sterkara og hvort veikara án þess að neitt sé fullyrt um það heldur nýti ég mér möguleika skáldsögunnar til að takast á við hvað­ef­kringum­ stæður.“ Mun skrifa alls konar bækur Blaðamaður spyr hvort ekki sé lík­ legt að framhaldsbók líti dagsins ljós. „Það er alls ekki útilokað en ræðst bæði af mínum áhuga og við­ tökum lesenda. Ég er þó ekki alfarið að skipta yfir í glæpasagnaformið. Ég reikna með að skrifa alls konar bækur áfram. Glæpasögur bjóða upp á bókmenntalega möguleika því þær ganga út á að leiða lesand­ ann í gegnum bókina með spennu. Um leið má höfundurinn reyna sig við hvaðeina ef það er ekki á kostnað spennunnar. Þetta finnst mér áskorun og er auk þess mjög skemmtilegt.“ Spurður hvort hann eigi sér eftir­ lætis spennusagnahöfunda segist Ármann vera mikill aðdáandi Agöthu Christie: „Hún er auðvitað drottningin en ekki held ég að áhrif frá henni séu mikil í þessari bók. Sjöwall og Wahlöö hafa hins vegar haft sín áhrif. Þau lögðu bæði rækt við húmorinn og höfðu auk þess ýmislegt að segja um samfélagsmál í bókum sínum. Svo er það P.D. James sem skrifaði skáldsögur um alls kyns stofnanamenningu í skugga glæps. Spennusagnahöfundurinn John Le Carré hefur líka haft áhrif á mig þótt hann hafi einkum samið njósnasögur. Hann hefur þá gáfu að geta látið persónu birtast einungis einu sinni en orka samt sterkt á lesandann. Í þessari bók reyni ég einmitt að leyfa persónum að njóta sín, líka þeim sem eru ekki endilega lykilpersónur.“ Glæpasaga um karlmenn í útrýmingarhættu ármann jakobsson sendir frá sér fyrstu glæpasögu sína. morðinginn sækist eftir að drepa karlmenn. þorp og löggur eru í aðalhlutverki. höfundurinn segir glæpasögur bjóða upp á bókmenntalega möguleika. Bergsveinn Birgisson. Atburðarásin sem leiðir til morðanna er líka óvenjuleg, þetta eru kynferðisglæpir þar sem karlmenn eru drepnir, segir Ármann Jakobsson. FréttABlAðið/Sigtryggur Ari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 6 -A 8 8 C 2 1 B 6 -A 7 5 0 2 1 B 6 -A 6 1 4 2 1 B 6 -A 4 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.