Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 36
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Gu ð r í ð u r M a r í a Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri rótgróna fjölskyldu­fyrirtækisins Múla­kaffis sem rekur eina stærstu veisluþjónustu lands­ ins. Múlakaffi rekur auk þess sam­ nefndan veitingastað í Hallarmúla og er meðeigandi í öðrum veitinga­ stöðum. Guðríður segir að veitinga­ markaðurinn sé farinn að leita jafn­ vægis og líklegt sé að samþjöppun muni eiga sér stað. Hver eru þín helstu áhugamál? Jóga hefur átt hug minn allan undanfarið en í haust tók ég það áhugamál skrefinu lengra og stunda kennaranám í Iceland Power Yoga í Kópavoginum. Hef einnig yndi af hjólreiðum og flestöllum göngum. Matur og vín er svo hin hliðin á áhugamálunum. Hvernig er morgunrútínan þín? Mjög einföld, best ef ég vakna fyrst og læðist fljótt út. Það er ekki alltaf raunin en ég er ekki mikil rút­ ínumanneksja að eðlisfari. Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Er alltaf með þó nokkrar bækur við rúmið ásamt hljóðbókum á Audible. Jógabækurnar eru ofar­ lega núna, Journey Into Power eftir Baron Baptiste og fleiri. Á Audible í hlustun núna er The Power of Vulnerability eftir Brené Brown. Hlakka síðan til að fá jólabækurnar og mun líklega byrja á nýju bókinni hennar Auðar Övu en hún hefur verið ofarlega á lista yfir yndislestur undanfarið. Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Hjá Múlakaffi eru engir tveir dagar eins og flestir dagar fara öðru­ vísi en ég býst við þegar ég sest við tölvuna á morgnana. Svo vinn ég með mjög skemmtilegu og áhuga­ verðu fólki sem gerir flesta daga skemmtilega og óútreiknanlega. Ef þú þyrftir velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Ég hef verið í veitingamennsku frá því ég man eftir mér svo þessi spurning er mjög erfið. Eigum við ekki bara að segja að ég væri jóga­ kennari og tæki lífinu með stakri ró. Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Að skapa og viðhalda krefjandi og skemmtilegu starfsumhverfi fyrir allt það hæfileikaríka fólk sem vinnur hjá okkur í Múlakaffi. Að nýta tímann rétt í allar margþættu hliðar starfseminnar. Ég hef reynt að tileinka mér að sinna ekki öllum verkefnum sjálf heldur að deila þeim á milli stjórnenda og starfs­ fólks. Það er, að mínu mati, lykill­ inn að góðri teymisuppbyggingu og langtímaárangri. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Veitingamarkaðurinn hefur vaxið mikið á síðustu árum og samkeppnin aukist í takt við það. Þar að auki hefur verð á aðföngum hækkað mikið sem og laun. Stærsta rekstraráskorunin í dag er að mæta þessum breytum með langtímasýn en ekki skammtímalausnum. Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Ég tel að veitingamarkaðurinn sé nú þegar farinn að leita jafnvægis, eins og gerist jafnan eftir mikinn uppgang. Það er því líklegt að ein­ hver samþjöppun muni eiga sér stað og að sama skapi að einhver fyrir­ tæki muni heltast úr lestinni. Þau fyrirtæki sem eru með kjarnastarf­ semi sína á hreinu og eru ekki of mikið skuldsett munu halda áfram að ná árangri. Veitingamarkaðurinn leitar jafnvægis Svipmynd Guðríður María Jóhannesdóttir Helstu drættir Nám: l B.S. í viðskiptafræði frá Háskól- anum í Reykjavík. Störf: l Framkvæmdastjóri Múlakaffis frá janúar 2017. l Framkvæmdastjóri GJ Veitinga ehf. sem er dótturfyrirtæki í eigu Múlakaffis sem rak veitinga- staðinn Nauthól og mötuneyti Háskólans í Reykjavík (2009-2016). Fjölskylduhagir: Trúlofuð Guðmundi Auðunssyni og saman eigum við tvo stráka, Auðun Kára 5 ára og Jóhannes Kára 2 ára. Þau fyrirtæki sem eru með kjarnastarf- semi sína á hreinu og eru ekki of mikið skuldsett munu halda áfram að ná árangri. Guðríður María segir það áskorun að mæta kostnaðarhækkunum og aukinni samkeppni með langtímasýn í stað skammtímalausna. Fréttablaðið/Eyþór Um 200 milljónir áhorfenda fylgdust með úrslitaviður­eign í tölvuleiknum League of Legends á dögunum. Það er nokkru fleiri en horfðu á Eagles sigra Patriots í Ofurskál bandaríska fótboltans í febrúar. Vinsældir tölvuleikja hafa varla farið fram hjá mörgum, en iðnaður­ inn veltir hærri fjárhæðum en tón­ list og kvikmyndir samanlagt. Færri eru þó kannski meðvitaðir um þann mikla vöxt sem verið hefur í skipu­ lagðri keppni. Velta þessara svo­ kölluðu rafíþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. Atvinnumennska hefur aukist og geta leikmenn unnið sér inn sífellt meira verðlaunafé, en áætlað er að verðlaunapottar þessa árs innihaldi yfir 16 milljarða króna, sem er tíföld­ un frá 2012. Af milljörðunum 16 var keppt um þrjá í The Inter national mótinu í DOTA 2, sem haldið var í ágúst. Þetta er tíföld sú upphæð sem þátttakendur í Tour de France skiptu á milli sín og tvöfalt meira en verð­ launapotturinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur alla innviði til iðkunar vantað hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stigið með stofnun RÍSÍ, Rafíþrótta­ samtaka Íslands, á dögunum. Unnið verður að því að tryggja áhugafólki og leikmönnum betri aðstöðu með það að markmiði að auka hér fag­ mennsku og bæta árangur íslenskra keppenda. En samhliða þarf að vinna í umræðunni. Skuggalegar sögur af tölvufíkn ungmenna og óhemju mikilli fjárfestingu tíma og fjármuna í tölvuleiknum Fort­ nite eiga fyllilega rétt á sér en mála ekki beint jákvæða ímynd af þeim sem hyggjast leggja fyrir sig keppni í tölvuleikjum. Fordómar minnka vonandi með aukinni og upplýstari umræðu en það er á brattann að sækja. Ekkert bendir til annars en að vin­ sældir rafíþrótta muni halda áfram að vaxa og fjármálahlið þeirra sömu­ leiðis. Nú þegar er velta greinarinnar hátt í helmingur veltunnar í Formúlu 1 og verður með sama vexti orðin meiri eftir þrjú ár. Hver veit nema við sjáum þá einn og einn íslenskan leikmann í Tekjublaðinu. Vöxtur rafíþrótta  björn berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka   Velta þessara svo kölluðu raf- íþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r12 markaðurinn 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 6 -C 1 3 C 2 1 B 6 -C 0 0 0 2 1 B 6 -B E C 4 2 1 B 6 -B D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.