Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 13
Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þráhyggju að Ís- lendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráð- herra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Nýr Dacia Logan Hlaðinn staðalbúnaði m.a.: Bakkmyndavél, íslenskt leiðsögukerfi, 7” LED skjár, bakkskynjarar, hraðastillir (Cruise control), Bluetooth handfrjáls símabúnaður, útvarp og geislaspilari með USB tengi fyrir MP3 spilara/iPod, 4 hátalarar, aðgerðahnappar í stýri, sex aðgerða aksturstölva, útihitamælir, ræsivörn, loftkæling AC, leðurstýri, litaðar rúður, svart slitsterkt „Compass“ tauáklæði, niðurfellanleg aftursæti, hæðarstilling á ökumannssæti, ESC stöðugleikastýring, þokuljós að framan o.m.fl. E N N E M M / S ÍA / N M 9 1 3 5 8 D a c ia L o g a n 5 x 2 0 d e s Fjölskyldubíll með rými sem er einstakt. 2.750.000 kr. www.dacia.is Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að ég heimsótti fyrr-verandi heimalandið mitt, Þýskaland, og hitti þar góða gamla vini. Margoft var ég spurð um hvers vegna það sé ennþá verið að veiða hvali á Íslandi og hvort menn séu nú ekki loksins að hætta þessu. Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í þeirri tilraun að finna eitthvað til að réttlæta hvalveiðar hér á landi. Eftir ríkulega umhugsun er niður- staða mín að hvalveiðar ættu að heyra sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta þær lengur. 1. „Íslendingar hafa alltaf stundað hvalveiðar og þetta er partur af menningu okkar.“ Rangt! Aðrar þjóðir veiddu hvali hér við Íslandsstrendur lengi en Íslend- ingar sjálfir fóru ekki að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu öld. 2. „Við verðum að nýta auðlindir okkar.“ En í hverju eru auðlindir okkar fólgnar? Það er miklu meiri ávinningur í því að skoða hvali en að drepa þá. Hvalaskoðun er vin- sæl hjá ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra til að koma hingað. En að við séum að drepa hvali setur ljótan stimpil á Ísland sem ferðamannaland og skaðar ímynd okkar út á við. 3. „Hvalveiðar skapa atvinnu.“ Að vísu unnu um 150 manns við þessa iðju en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu. Einungis á Reykja- víkursvæðinu vinna hátt í 200 manns við hvalaskoðun. Svo leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og nátt- úru sé margfalt skemmtilegri og meira uppbyggjandi en að drepa háþróuð dýr og búta þau í sundur. Það þarf að rannsaka betur hversu skaðlegar hvalveiðar eru fyrir ferðaþjónustu. Allavega hef ég í starfi mínu sem leiðsögumaður heyrt margar neikvæðar raddir um hvalveiðar. 4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr, þetta eru bara skepnur.“ Er það svona einfalt? Í dýraverndunar- lögum er hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjótan og sem minnst sársaukafullan hátt. En það er vitað að hvalur sem fær skutul í sig er að þjást og kveljast lengi áður enn hann deyr. Og svo erum við ekki einu sinni að tala um að hvalir séu mjög háþróaðar líf- verur. Í sumar komu fréttir um að oft séu kálfafullar langreyðar- kýr veiddar. Svo var talað um að tvisvar sinnum hafa verið drepnir svonefndir blendingar (afkvæmi langreyðar og steypireyðar) og það sé allt í lagi því einungis steypireyðar eru alfriðaðar. En um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem ber að vernda. 5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og seljast vel.“ Ó, nei! Birgðirnar af hvalkjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum því enginn mark- aður er fyrir slíkt. Nema kannski í Japan. En til að koma hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga margar hindranir, til dæmis hafa skipin ekki fengið leyfi til að leggja að landi í flestum höfnum. Reynt er núna að sigla norðurleiðina til Japans. Rökin um að nú væri hægt að vinna fæðubótarefni úr hval- kjöti sem ynni á móti blóðleysi eru einnig frekar langsótt. Það sama er hægt að vinna úr öðrum og mun aðgengilegri hráefnum. 6. „Flestir Íslendingar eru fylgjandi hvalveiðum.“ Rangt. Næstum jafn margir eru fylgjandi og andvígir eftir síðustu könnun. Því miður er stórt hlutfall þeirra sem svara könnunum, um 40%, ekki búnir að mynda sér skoðun. En ef við skoðum þróun síðustu ára þá minnkar stöðugt hlutfall þeirra sem vilja veiða hvali. Stuðningur við hvalveiðar fer minnkandi sam- kvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir IFAW, Alþjóða dýravelferðar- sjóðinn, fyrir ári. Og er það gott. Það er einn maður hér á landi sem heldur hvalveiðum uppi og enginn veit hversu miklu hann er að tapa á því. Hann er því miður mold- ríkur enda átti hann stóran hlut í HB Granda, útgerðarfyrirtæki sem mokar upp peningum. Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þrá- hyggju að Íslendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráðherra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því. Hvers vegna hvalveiðar? Úrsúla Jünemann kennari á eftir- launum og leið- sögumaður S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 1 2 . D e S e M B e R 2 0 1 8 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 6 -9 4 C C 2 1 B 6 -9 3 9 0 2 1 B 6 -9 2 5 4 2 1 B 6 -9 1 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.