Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 30
Black notar í handritsskrifum. Þetta eru allt svona frekar ill­ kvittnar myndir, þó að þær séu líka húmorískar og þær gerast í hrjúfum heimi. Jólin eru mjög góð andstæða við allan kvikindis­ skapinn.“ Getur horft á Jimmy Stewart endalaust „Ætli Die Hard sé ekki orðin klass­ ísk asta jólamyndin, ásamt Christ­ mas Vacation og Home Alone. En það er ein sem hittir alltaf í hjartastað, það er It’s a Wonderful Life. Ég myndi segja að það sé svona allra besta og fallegasta jólamyndin,“ segir Hugleikur. „Það er svo fal­ legur boðskapur og það er hægt að horfa á Jimmy Stewart endalaust, hann er kóngur „feel­good“ myndanna. Ég set hana yfirleitt í gang á aðfangadag og hef hana í gangi á meðan ég tek til og svona.“ Skaðbrenndir skósveinar jólasveinsins „Svo eru það hryllingsmyndirnar. Gremlins verður oft fyrir valinu á jólunum, Black Christmas frá 1974 er frábær „slasher“ mynd og Rare Exports, finnska jólasveinamyndin þar sem jólasveinninn er vondur, er mjög skemmtileg,“ segir Hug­ leikur. „Svo sá ég eina athyglisverða hollenska mynd sem heitir Sint og fjallar um hollenska jólasveininn. Hann lítur út eins og biskup, ferðast um á hesti og er með fullt af gullhringjum, því hann er byggður á einhverjum kaupmanni sem gaf gjafir. En það vandræðalega við hollenska jólasveininn er að í staðinn fyrir álfa er hann með heilan her af fólki með „blackface“, sem er alveg stórfurðulegt. Það er afsakað með því að segja að þeir séu svona svartir í framan því þeir fara niður strompinn og eitthvað svoleiðis, en það útskýrir ekki krullaða hárið. Þetta er bara gífurlega vandræðalegt og þessum sið er mótmælt á hverju ári, en fólk vill halda í siðina,“ segir Hugleikur. „Í þessari mynd eru þeir reyndar skaðbrenndir í framan í stað þess að vera með blackface, sem er ein­ hvern veginn minna hryllilegt.“ Setur jólin í vinnuna „Ég set jólin alltaf í vinnuna mína. Ég fer í gang í desember og byrja að birta jólabrandara á netinu daglega,“ segir Hugleikur. „Ég reyni líka alltaf að gera einhvers konar jóladagatal. Svo var ég að hanna nýjar jólapeysur sem voru að detta inn á síðuna mína, dagsson.com. Ég var líka að gefa út dagatal fyrir árið 2019 og er að gefa út ritsafnið 666 jokes á ensku. Svo gef ég líka alltaf út bækur á síðustu stundu fyrir jól, útgefend­ um mínum til mikillar gremju,“ segir Hugleikur. „Fyrir þessi jól gaf ég út bók sem heitir „Put your little hand in mine“, sem fjallar um aðra vetrarhátíð, groundhog day (dag múrmeldýrsins). Ég gerði söguna í samstarfi við Listahátíð í tilefni af komu Bill Murray til landsins. Ég gerði endur­ gerð af kvikmyndinni Groundhog Day í spýtukallaformi. Þetta er línu­ leg saga í lengra formi en ég skrifa venjulega. Það er allavega upphaf og endir á henni. Ég veit ekki hvort það sé miðja. Hún er mjög kaotísk og klikkuð og einmitt skrifuð þann­ ig, algjörlega óskipulögð og ég vissi sjaldnast hvað myndi gerast í næsta ramma á meðan ég var að teikna rammann á undan. Það kom mér mikið á óvart hvert sagan fór, því ég lét hana bara ráða,“ segir Hugleikur. „Þetta eru samtals 900 rammar og ég teiknaði þá alla á eitt blað sem er 150x150 cm. Ég var búinn að reikna út að ég kæmi 900 römmum á blaðið og svo fyllti ég bara út í þessa ramma. Það er hægt að skoða verkið í Bíó Paradís og bókin kom út 10. desember.“ Fyrir jólin reynir rithöfundur­inn, grínistinn og jólabarnið Hugleikur Dagsson að horfa á eins mikið af jólamyndum og hann getur. Uppáhaldsjólamyndirnar eru ekki mjög hefðbundnar, en hann hefur gaman af fjölbreyttum jólamyndum, allt frá blóðugum hryllingsjólamyndum frá 8. ára­ tugnum til rómantískra gaman­ mynda frá fyrsta áratug 21. aldar, ásamt öllum klassísku jólamynd­ unum sem flestir þekkja. Jólin hafa yfirleitt mikil áhrif á vinnu hans því hann gefur venjulega út jóla­ brandara og bók fyrir hver jól. Óvenjulegur topp þrjú listi „Mín uppáhaldsjólamynd er Batman Returns eftir Tim Bur­ ton. Hún er líka uppáhalds Tim Burton myndin mín. Ég get vitnað endalaust í hana,“ segir Hugleikur. „Þetta er gífurlega tragísk mynd og eins og í öllum góðum Batman­ myndum stela vondu­ karlarnir senunni. Það er erfitt að gera upp á milli Mörgæsarmannsins og Kattakon­ unnar, en það er ekki hægt annað en að verða heillaður af frammi­ stöðu Michelle Pfeiffer í hlutverki Kattakonunnar. Þetta er hennar besta hlutverk. Ég er jólabarn, þannig að í desember reyni ég að skella eins mörgum jólamyndum í tækið og ég get. Ég horfi alltaf á Batman Returns, en svo er ein svona pínu spari, sem er Eyes Wide Shut,“ segir Hugleikur. „Hún fjallar í rauninni um það sem gerist ef Tom Cruise er með brundfyllisgremju um jólin. Það gengur ekkert upp hjá honum í þessari mynd og það er eitthvað fallegt við það. Ég hef séð hana nokkrum sinnum og ég get ekki enn sagt hvað þessi mynd er að segja manni, en hún gerist um jólin og það er flott jólastemning og jólaljós í henni. Þessar tvær eru á topp þrjú listanum mínum yfir jólamyndir, ásamt Just Friends, sem myndi vera hefðbundnasta jólamyndin. Ég held að hún rati yfirleitt fyrst í tækið, en ég er að reyna að spara hana svo ég hætti ekki að hafa gaman af henni. Hún er með Ryan Reynolds og fer í alveg rosalegar formúluáttir og ég þarf alltaf að réttlæta það að ég fíli þessa mynd,“ segir Hugleikur. „En hún er drullufyndin og sannfærði mig um að Ryan Reynolds sé framúrskarandi gaman­ leikari. Þess vegna var ég ánægður þegar hann var fenginn til að leika Deadpool. Hann er fullkominn í það.“ Jól og kvikindisskapur „Shane Black er uppáhaldsjóla­ myndahöfundurinn minn. Hann skrifaði Lethal Weapon, The Long Kiss Goodnight og The Last Boy Scout og leikstýrði og skrifaði Kiss Kiss Bang Bang, Nice Guys og Iron Man 3. Þessar myndir eiga það allar sameiginlegt að jólin koma fyrir í þeim,“ segir Hugleikur. „Þetta er nánast hækja sem Shane Batman bestur á jólunum Hugleikur Dagsson er mikill áhugamaður um kvikmyndir og horfir á margar jólamyndir um hver jól. Hann á óvenjulegar uppáhaldsmyndir en kann að meta óhefðbundnar og sívinsælar jólabíómyndir. Hugleikur Dags- son er jólabarn og hann undir- býr sig fyrir jólin með því að gefa út nýtt efni og horfa á eins margar jólamyndir og hann getur. Kattakonan og Mörgæsarmaðurinn stela senunni í Batman Returns, uppáhaldsjólamynd Hugleiks. NORDICPHOTOS/GETTY Hugleikur setur Eyes Wide Shut eftir Stanley Kubrick í annað sæti yfir uppá- haldsjólamynd- irnar sínar. NOR- DICPHOTOS/GETTY Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is “Fyndnasta sýningin á höfuðborgarsvæðinu” SH Morgunblaðið Jólagjön fyrir unga fólkið Gjafamiðar fást í Hagkaup og Gaaraleikhúsinu 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 6 -9 E A C 2 1 B 6 -9 D 7 0 2 1 B 6 -9 C 3 4 2 1 B 6 -9 A F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.