Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 22
Bankasýsla ríkisins telur ólíklegt að unnt verði að selja eignarhlut rík-isins í Landsbankanum eða Íslandsbanka til erlends banka. Lítið hafi verið um yfirtökur á bönkum á milli Evrópulanda eftir fjármála- hrunið. Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. Eins og kunnugt er hefur starfs- hópur sem var skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra í febrúar lokið vinnu við hvítbók um framtíðarsýn fyrir íslenskt fjármálakerfi. Starfs- hópurinn komst að þeirri niður- stöðu skynsamlegt væri að skrá Landsbankann á markað og selja þá eignarhluti ríkisins í bankanum sem það hyggst láta frá sér í áföngum. Einnig væri skynsamlegt að fara af fullum krafti í að bjóða viðskipta- bönkum í nágrannaríkjunum að kaupa Íslandsbanka í heild. Bankasýsla ríkisins skilaði minnis blaði til starfshópsins þar sem fram kemur að sala til erlends viðskiptabanka sé ólíkleg og sú skoðun hafi verið staðfest að mestu leyti í reglulegum samskiptum við alþjóðlega fjárfestingarbanka. „Á undanförnum árum og í kjöl- far fjármálakreppunnar hefur verið afar lítið um samruna og yfirtökur á bönkum á milli landa í Evrópu. Bitur reynsla af fyrri yfirtökum, lág arð- semi, flóknara regluverk og auknar eiginfjárkröfur hafa átt sinn þátt í því,“ segir í minnisblaðinu. „Bankar eru að draga sig út úr fjárfestingum fyrri ára og einbeita sér að kjarna- rekstri á eigin heimamarkaði, en ekki að frekari landvinningum.“ Bendir Bankasýslan á að stórir bankar á Norðurlöndum eigi nú þegar í lánaviðskiptum við stærstu innlendu félögin á Íslandi og því sé lítill hagur fyrir þá að taka yfir bankastofnanir á Íslandi. Hins vegar geti stór norrænn banki, sem styðst við innramatsaðferð, haft fjárhags- legan hag af því að kaupa íslenskan banka og breyta honum í útibú. Segir stofnunin að kanna beri til hlítar hvort til staðar sé áhugi erlendra viðskiptabanka. Líklega verði hlutafé íslenska bankans þá selt í einu lagi. Þá sé enn mikil- vægara, ef selja á íslenskan banka til erlends banka, að lækka sérstakar álögur á fjármálafyrirtæki enda séu útibú erlendra fjármálafyrirtækja ekki undanþegin bankaskatti. Útboð þurfi að vera stórt Bankasýslan telur líklegast að fyrsta sala ríkisins á eignarhlutum ríkis- Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Bankasýsla ríkisins telur fátt benda til þess að tilraun til að selja íslenskan banka til erlends banka muni bera árangur. Bankar leggi litla áherslu á landvinninga eftir fjármálahrunið. Frumútboð þurfi að nema allt að 750 milljónum evra til að vekja athygli helstu fjárfesta. Erlendir fjárfestar furða sig á rekstrar­ umhverfinu Arion banki var fenginn til að skrifa minnisblað um lær- dóminn af söluferli bankans sem lauk með skráningu á markað í júní 2018. Þar kom fram að eitt af því sem forsvarsmenn bankans lærðu í viðræðum við erlenda fagfjárfesta væri að þeir „þurfa ekki að eiga Ísland“. Skráningar íslenskra félaga á markað væru ekki af þeirri stærðargráðu að erlendir fag- fjárfestar teldu sig þurfa að taka þátt. „Íslenskur fjárfestingakostur þarf að vera aðlaðandi í gæðum og verði til að höfða til erlendra fjárfesta,“ segir í minnisblaðinu. Erlendir fjárfestar hafa að sögn bankans mikla trú á íslensku efnahagslífi en minni sann- færingu fyrir því að stjórnvöld og regluumhverfi hérlendis sé eins og best verður á kosið. Skyndi- leg hækkun á kerfisáhættu auka og ákvörðun Seðlabankans um bindiskyldu á erlent fjármagn hafi einnig orkað tvímælis fyrir fjárfesta. Lög um kaupauka komu erlendum fjárfestum á óvart og þeir furðuðu sig á því að bankinn skyldi vera í samkeppni um íbúða lán við lífeyrissjóði sem sættu ekki sömu kröfum um eigið fé, útlánatap og skatt- greiðslur. Tengsl verðmætis banka og arðsemi Markaðsvirði hlutafjár evrópskra banka sem margfeldi af undirliggjandi bókfærðu virði eigin fjár og áætluð ávöxtun eigin fjár á árinu 2019. 2,0x 1,8x 1,6x 1,4x 1,2x 1,0x 0,8x 0,6x 0,4x 0,2x 0,0x 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 16% Arion banki Áætluð arðsemi ársins 2019 M ar ka ðs vi rð i m .v. in nr a vi rð i sjóðs í Íslandsbanka og Landsbank- anum fari fram með frum útboði. Útboðið þurfi að vera af þeirri stærðargráðu að það útiloki ekki hóp fjárfesta sem annars væru lík- legir til þátttöku. Nefnir stofnunin í því samhengi Arion banka og NIBC en andvirði hvors útboðs var um 320 milljónir evra. „Í báðum tilvikum mátti greina fjarveru ákveðins hóps fjárfesta sem hugsanlega má rekja til smæðar útboðsins. Þannig var frumútboðið sjálft eða markaðsvirði hlutabréfa í viðkomandi banka eftir frum- útboð, ekki nægjanlega hátt til að telja hlutabréfin nokkurs konar skyldueign þar sem það hefði ekki svarað tilkostnaði fjárfesta að kynna sér frumútboðið,“ segir í minnis- blaðinu. „Talið er að frumútboð af stærð- inni 500 til 750 milljónir evra sé nægjanlegt til að vekja athygli helstu fjárfesta.“ Verðmæti háð arðsemi Í hvítbókinni kemur fram að áætlað markaðsvirði banka hafi gríðarleg áhrif á verðmat hlutafjár þeirra. Markaðsvirði hlutafjár banka með 6 prósenta arðsemi sé einungis 0,53x af innra virði á meðan markaðsvirði hlutafjár banka með 10 prósenta arðsemi nemi 0,98x af innra virði. „Þannig sést að hlutir í bönkum með 6,5 prósenta áætlaða arðsemi, þ.e. sömu og Arion banki í dag, ættu að vera metnir á 0,59x. Hins vegar voru hlutir í Arion banka metnir á 0,70x í lok nóvember 2018,“ segir í hvítbókinni. Hlutfall markaðsverðs og bók- færðs verðs hjá Arion banka hefur sveiflast á bilinu 70 til 80 prósent frá því bankinn var skráður á markað. Hlutfallið gefur vísbendingu um að verðmæti Íslandsbanka og Lands- bankans sé á bilinu 290-330 millj- arðar króna að mati starfshópsins. thorsteinn@frettabladid.is Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hélt tölu á kynningu hvítbókarinnar í fyrradag. FréttABlAðið/Sigtryggur Ari Ný útgáfa af Arion appinu mun fara í loftið á næstu dögum og verður hún öllum opin, ekki aðeins viðskipta- vinum Arion banka. Framkvæmda- stjóri hjá bankanum segir að um sé að ræða nýja hugsun á íslenskum bankamarkaði. Þegar appinu hefur verið hlaðið niður er til dæmis hægt að stofna debetreikning og panta greiðslu- kort, stofna reglulegan sparnað eða taka svokallað Núlán þar sem kjör og lánsupphæð byggja á lánshæfis- mati hvers og eins. Einnig fylgir aðild að Einkaklúbbnum sem er stærsti fríðinda- og afsláttarklúbbur landsins. „Þetta er ný hugsun á íslenskum bankamarkaði að okkar mati og ákvörðunin um að opna dyr að stafrænum lausnum bankans með þessum hætti byggir ekki síst á þeim góðu viðtökum sem rafræna greiðslumatið vegna íbúðalána fékk á sínum tíma,“ segir Iða Brá Bene- diktsdóttir, framkvæmdastjóri við- skiptabankasviðs Arion banka, en 40 prósent þeirra sem fara í gegnum greiðslumatið á vef bankans eru við- skiptavinir annarra banka. „Við sáum það vel þegar við kynntum stafræna greiðslumatið til leiks að snjallar lausnir sem auka þægindi, spara tíma og jafn- vel peninga höfða til fleiri en okkar viðskiptavina. Greiðslumatið var þjónusta sem allir gátu nýtt sér.“ Iða Brá segir að með appinu geti fólk valið þá þjónustu sem hentar því best enda þurfi fólk ekki að vera með öll viðskipti hjá einum banka. Þá felist engin skuldbinding í því að sækja appið. „Við erum hvergi nærri hætt og munum á nýju ári kynna fleiri spennandi lausnir fyrir viðskipta- vini okkar sem auðvelda þeim lífið og gera þjónustuna okkar enn þægi- legri,“ segir Iða Brá. Nýtt bankaviðskiptaapp Arion banka opið öllum Í kjölfar fjármála- kreppunnar hefur verið afar lítið um samruna og yfirtökur á bönkum á milli landa í Evrópu. Íslenskur fjárfest- ingakostur þarf að vera aðlaðandi í gæðum og verði til að höfða til erlendra fjárfesta. iða Brá Benediktsdóttir er fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs Arion. 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r6 markaðurinn 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -C 6 2 C 2 1 B 6 -C 4 F 0 2 1 B 6 -C 3 B 4 2 1 B 6 -C 2 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.