Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 38
Skotsilfur Hamfarir fyrir franskt atvinnulíf Páll Harðarson forstjóri Kaup­ hallarinnar Bruno Le Maire, efnahagsráðherra Frakklands, segir harkaleg mótmæli „gulu vest anna“ hafa verið sem „hamfarir“ fyrir franska hagkerfið. Þetta eru hamfarir fyrir fyrirtæki. Þetta eru hamfarir fyrir hagkerfið okkar, sagði hann þegar hann heimsótti verslanir og veitingastaði í París sem hafa orðið fyrir barðinu á óeirðaseggjunum. Frönsku verslunarsamtökin áætla að smásalar hafi tapað að minnsta kosti einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust í síðasta mánuði. Velta á veitingastöðum hefur dregist saman um 20 til 50 prósent. NordicPHotos/Getty Í síðustu viku gerði ég það að umtalsefni að skráning Íslands-banka og Landsbankans gæti komið íslenskum hlutabréfamark- aði langleiðina upp á stall með bestu hlutabréfamörkuðum heims. Það hefði aftur mikla þýðingu fyrir fjár- mögnunarmöguleika skráðra fyrir- tækja og þar með möguleika þeirra til að stækka og eflast og skapa verð- mæt störf fyrir íslenskt þjóðarbú. Þetta er afskaplega mikilvægt, en ávinningurinn yrði margþættari. Með sölu stærsta hluta eignar ríkis- ins í bönkunum mætti í senn bæði auka skilvirkni fjármálakerfisins og stuðla að hækkun lánshæfismats ríkissjóðs. Bókfært virði eignar ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum í lok september síðastliðins nam um 15,5% af áætlaðri vergri lands- framleiðslu síðasta árs. Eignarhlutur ríkisins á þennan mælikvarða er margfalt hærri en tíðkast víðast hvar í Evrópu. Hætt er við að svo mikið opinbert eignarhald dragi úr skil- virkni bankakerfisins, bæði vegna ónógs eigendaaðhalds og mismunar á samkeppnislegri stöðu fjármála- fyrirtækja í opinberri eigu annars vegar, og annarra fjármálafyrirtækja, hins vegar. Sala ríkisbankanna myndi stuðla að lausn þessa vanda. Jafnframt gæti ríkissjóður notað söluandvirðið til að greiða niður skuldir. Ekki er óvar- legt að ætla að skuldastaða ríkisins gæti lækkað um 40%. Áhrif á láns- hæfismat yrðu vafalítið jákvæð. Betra lánshæfismat myndi skila sér í hagstæðari fjármögnunarkjörum, ekki bara til ríkisins heldur til all- flestra íslenskra fyrirtækja með til- heyrandi ábata fyrir íslenskan efna- hag. Það er jafnframt litlum vafa undir- orpið að hagstæðasta söluverð, og þar með jákvæðust áhrif á láns- hæfi og fjármögnunarkjör, fengist með almennu útboði bankanna og skráningu á hlutabréfamarkað. Í fyrsta lagi þýðir almennt útboð að leitað er til eins stórs hóps mögu- legra fjárfesta og hugsast getur. Í öðru lagi tryggir skráning fjárfestum gagnsæi, jafnræði og eftirmarkað þar sem þeir geta selt eða aukið við hlut sinn. Þetta eykur greiðsluvilja þeirra. Með skráningu á markað mætti einnig tryggja dreift eignarhald og stuðla að aukinni beinni þátttöku almennings sem fjárfesta í efnahags- lífinu. Nánar um leiðir og álitamál í næsta pistli. Margþættur ávinningur af sölu bankanna Fjárfesting dróst saman um 5,6% á þriðja fjórðungi ársins en samdráttur hefur ekki mælst í fjárfestingu frá miðju ári 2014. Þó hægi á í hagkerfinu kom þetta undirritaðri á óvart og Seðla- bankanum væntanlega líka miðað við fjárfestingarspá bankans fyrir árið. Til að spáin gangi upp þarf fjár- festing að vaxa um 12% milli ára á yfirstandandi fjórðungi. Ólíklegt er að fjárfestingarákvörðunum hafi verið snúið hratt við í október og nóvember miðað við atburði síðast- liðinna vikna. Prósentutölur geta þó verið villandi. Þriðji ársfjórðungur var sterkasti fjárfestingarfjórðung- urinn í fyrra. Íbúðafjárfesting ein og sér óx þá um 45%. Erfitt getur reynst að framkalla miklar prósentubreyt- ingar með slíkar tölur í farteskinu. Samdrátturinn í atvinnuvegafjár- festingu er engu að síður eftir- tektarverður. Vöxtur opinberrar fjárfestingar hefur tekið við sér, en ef kenningar Keynes lifa enn á ríkið einmitt að gefa í þegar svartsýnin tekur yfir. Sér í lagi þegar undir- liggjandi aðstæður eru í stakasta lagi; lágar skuldir, nægur viðskipta- afgangur og vænn þjóðhagslegur sparnaður. Í nýbirtri rannsókn skoða hag- fræðingar á vegum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Stanford-háskóla hversu oft orðið „óvissa“ er notað í skýrslum „The Economist Intell- igence Unit“ á síðustu tveimur áratugum. Úr gögnum 143 landa mynda þeir „heimsóvissuvísi- tölu“, sem bendir til að óvissustig hafi verið óvenjuhátt síðastliðin 6 ár. Auðvitað er óvissa alltaf til staðar. Hún er þó oftar tengd við neikvæða þróun en jákvæða. Þá virðist óvissustigið hærra ef um þekkt áföll er að ræða – þar sem ræða má líkur slíkra áfalla – en ef um óþekkta óvissu er að ræða eða „unknown unknowns“ eins og Donald Rumsfeld orðaði það. Því kemur ekki á óvart að „óvissuvísi- talan“ hafi neikvæða fylgni við hag- vöxt samkvæmt fyrrnefndri rann- sókn, þar sem efnahagsaðstæður hafa verið erfiðar víðsvegar um heim síðustu ár. Íslensk, og erlend, hagsaga er þó lituð af jákvæðum jafnt sem neikvæðum, þekktum jafnt sem óþekktum, búhnykkjum. Við ræðum oft um hagvöxt sem stærð sem stýrist af ytri kröftum, en staðreyndin er sú að væntingar okkar drífa hann líka upp og niður. Fjárfesting og einkaneysla eru við- kvæmar fyrir væntingum almenn- ings og fyrirtækja. Ef við búumst við því að allt fari á versta veg höldum við að okkur höndum og þá hægir á. Sú vísitala sem kemst hvað næst því að mæla slíkt óvissuástand hér á landi er líklega væntingavísitala fyrirtækja um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Samkvæmt henni hafa stjórnendur í 400 stærstu fyrirtækjum landsins búist við versnandi aðstæðum frá lokum árs 2016. Þó mældist 4% hagvöxtur 2017 og stefnir í annan eins vöxt á þessu ári, þrátt fyrir umrædda fjárfestingarniðursveiflu. Oftar en ekki hefur fjárfestingarvöxtur fylgt vísitölu um efnahagsvæntingar, líkt og í tilviki fyrrnefndrar „heims- óvissuvísitölu“. Þó hægt hafi á fjár- festingarvexti síðastliðin tvö ár hafa væntingar á tímabilinu þróast í mun neikvæðari átt en fjárfesting fyrirtækja. Aðgerðir hafa ekki fylgt orðum og upplifun fram til þessa. Á síðasta fjórðungi varð þó loks úr og fjárfesting gaf eftir. Eins neikvæður og almenningur virðist vera stendur einkaneyslan þó enn keik. Mikil kaupmáttaraukning hefur mælst meðal flestra hópa á síðastliðnum árum og byggst upp vænlegur sparnaður meðal heimila. Meira svigrúm er því meðal almennings til að jafna út neyslu ef hægir á en meðal fyrirtækja sem hafa áhyggjur af hækkandi kostnaði eftir tímabil minnkandi rekstrarsvigrúms. Aðrir vilja meina að það sé ekki óvissa ein og sér sem hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir fyrir- tækja, heldur erfiður aðgangur að fjármagni. Nýtt frumvarp ríkis- stjórnarinnar sem liðkar fyrir fjár- festingu erlendra aðila í tengslum við fjármagnshöft gæti stutt hér við. Erlendir aðilar eiga það til að sjá tækifærin hérlendis öðrum augum en innfæddir. Sums staðar þykir um 2,5% hagvöxtur, 5% vextir (á næsta ári) og stöðugt stjórnarfar hið besta fjárfestingarumhverfi þó Íslendingar upplifi það ekki þannig. Haldið að sér höndum Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka Kauphallirnar bítast um Marel Forstjórar kaup­ hallanna í Kaup­ mannahöfn, Amsterdam og Lundúnum keppast nú um að gera hosur sínar grænar fyrir Árna oddi Þórðarsyni, forstjóra Marels, en stjórnendur fyrir­ tækisins meta nú hvaða kauphöll verður fyrir valinu við tvíhliða skráningu á hlutabréfum félagsins. Margir reikna með að niðurstaðan verði kauphöllin í Kaupmannahöfn en starfsemi Marels í Danmörku hefur vaxið ört síðustu ár og er félagið með um 600 starfsmenn þar í landi. Þá vakti það athygli að Lars Løkke Rasmussen, forsætis­ ráðherra Danmerkur, sá ástæðu til að heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ þegar hann var á Íslandi í tilefni af 100 ára fullveldis­ afmælinu. Marel er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kaup­ höllinni á Íslandi með markaðs­ virði upp á 263 milljarða. Sam­ kvæmt nýlegu verðmati bresks greiningarfyrirtækis er talið að skráning þess í erlenda kauphöll geti leitt til þess að hlutabréfa­ verðið hækki um 40 til 60 prósent vegna virkari verðmyndunar og aukinna líka á yfirtökutilboði. Góður díll fyrir starfsmenn Bankaráð Lands­ bankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum sem nemur 0,3 prósentum af út­ gefnu hlutafé bank­ ans. Fyrir á bankinn, en bankastjóri hans er Lilja Björk einarsdóttir, 1,5 prósenta hlut í sjálfum sér en ríkis­ sjóður fer með 98,2 prósenta hlut. Öðrum hluthöfum, sem eru fyrst og fremst starfsmenn bankans, býðst að selja hlutabréf sín á gengi sem jafngildir bókfærðu eigin fé Landsbankans. Það hlýtur að teljast gott verð fyrir starfs­ mennina þegar litið er til þess að markaðsvirði Arion banka, eina viðskiptabankans sem er skráður á hlutabréfamarkað, er í dag aðeins um 70 prósent af bókfærðu virði eigin fjár bankans. 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r14 markaðurinn 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 6 -A D 7 C 2 1 B 6 -A C 4 0 2 1 B 6 -A B 0 4 2 1 B 6 -A 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.