Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 2
Veður Vaxandi norðaustanátt og snjókoma með köflum fyrir norðan, 15-23 m/s undir kvöld, hvassast NV til. Hægari vestlæg átt S til og slydda eða rigning. Kólnar í veðri. SJÁ SÍÐU 46 Landsmenn hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að pakka niður jólaskrauti og henda jólatrjám. Jólakötturinn sem staðsettur var á Lækjar- torgi var tekinn í sundur í gær og pakkað í bóluplast. Hann verður svo settur í geymslu þar sem hann bíður næstu jóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 595 1000 Krít Beint flug í allt sumar Gríska eyjan Flugsæti frá kr. 89.900 Flug & gisting frá kr. * 98.395 Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra * V er ð m .v. 2 í h er be rgi á Om eg a P lat an ias Ap ar tm en ts 19 . á gú st í 1 0 n æt ur . F lug og gi sti ng . STJÓRNSÝSLA   Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafa- kort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöf- inni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokk- uð vel sloppið í ljósi þess að hjá borg- inni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir mið- ann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignar- stofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem fram- lengdur var til þriggja ára í septem- ber síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjár- magn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í sam- hengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla  stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhús- miðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu máls- ins en hann situr í leikhúsráði Þjóð- leikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guð- jónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir pen- ingana,“ segir í bókuninni. mikael@frettabladid.is Borgin bauð 18 þúsund manns á leiksýningar Reykjavíkurborg gaf starfsfólki gjafakort í Borgarleikhúsið fyrir 43,5 milljónir í jólagjöf. Jafngildir ríflega 18 þúsund miðum. Myndi fylla stóra sal leikhússins 32 sinnum. Sjálfstæðismenn vildu leita tilboða. Oddvitinn er í Þjóðleikhúsráði. Hins vegar væri eðlilegt að leita tilboða þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Gjafakort í leikhús er vinsæl gjöf og hefur mælst vel fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Jólakötturinn kominn í frí DÓMSMÁL Skýrslutaka var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir tveim- ur mönnum sem ákærðir eru vegna líkamsárásar á skemmtistaðnum Shoot ers. Dyravörður af staðnum er lamaður fyrir neðan háls. Upptaka af atvikinu var sýnd í dómsal. Þar mátti sjá mennina snúa aftur á Shooters eftir að hafa verið vísað út í miklu offorsi og veitast að dyravörðunum. Var myndbandið sýnt við skýrslutöku Arturs Pawel Wisocki en félagi hans Dawid sagð- ist ekki hafa neinu við það að bæta. Að lokum spurði Bjarni Hauks- son, verjandi Dawids, um aðstæður hans. Sagðist hann iðrast mjög. Hann eigi fimm börn undir tólf ára aldri og sé í vinnu. „Ég sé mjög mikið eftir þessu og langar að biðjast afsökunar,“ sagði Artur Pawel Wisocki í dómsalnum í gær. – bsp Neita ásetningi í Shooters-máli VIÐSKIPTI Tilnefningarnefnd Haga kannaði aðeins hug sex stærstu hluthafa félagsins til frambjóðenda til stjórnar áður en nefndin sendi skýrslu sína frá sér. Vanalegt er að slíkar nefndir líti til tuttugu stærstu hluthafa áður en skýrslan er send Kauphöllinni. Félög í eigu Ingibjargar Pálma- dóttur fara með um 4,5 prósent atkvæða á hluthafafundi. Sjötti stærsti eigandinn er FISK Seafood með 4,57 prósent. Hluthafafundur Haga fer fram föstudaginn eftir viku. Sjö eru í framboði til stjórnar en formaður og varaformaður sitjandi stjórnar gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Af sitjandi stjórnarmönnum eru Davíð Harðarson, Erna Gísladóttir og Stefán Árni Auðólfsson í fram- boði. Til viðbótar má þar finna Eirík S. Jóhannsson, Jón Ásgeir Jóhannes- son, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur og Kristján Óla Níels Sigmundsson. Tilnefningarnefndin leggur til að Eiríkur og Katrín verði kjörin ný í stjórnina. Í skýrslu nefndarinnar, sem er tvær og hálf síða, segir að nefndin hafi tekið til starfa síðastliðið haust og að í desember hafi verið ljóst að boðað yrði til hluthafafundar. „Vinnuferli […] að þessu sinni ber þess merki að styttri tími var til stefnu en hefðbundið er í aðdrag- anda aðalfundar,“ segir í skýrslunni. Torg ehf., útgefandi Fréttablaðs- ins, er í eigu Ingibjargar Pálma- dóttur. – jóe Nefndin leitaði til sex stærstu Jón Ásgeir Jóhannesson býður sig fram til stjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -1 A D 0 2 2 0 2 -1 9 9 4 2 2 0 2 -1 8 5 8 2 2 0 2 -1 7 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.