Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 36
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Á sýningunni verða sýnd frumrit myndverka sem íslenskir listamenn hafa unnið fyrir íslenskar námsbækur allt frá því fyrir lýðveldisstofnun. Frumritin hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður, þótt kyn- slóðir Íslendinga þekki mörg verk- anna úr námsbókum undanfar- inna áratuga. Verkin á sýningunni eru í eigu Menntamálastofnunar en sýningin er samstarfsverkefni hennar, Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs. „Hugmyndin að sýningunni vaknaði í fyrra þegar ég gerði sýningu um barnabókina í gegnum tíðina fyrir bókasafnið. Þá fréttum við af þessari safneign hjá Menntamálastofnun. Ég sá hvað þetta var mikið og bitastætt efni og stakk upp á því að búa til sér sýningu í kringum þessar myndir,“ segir Guðfinna Mjöll Magnús- dóttir sýningarstjóri. Hún telur fáa átta sig á því hve mikill metnaður liggi að baki myndskreytingum í íslenskum námsbókum í gegnum tíðina. Margir þekktir myndlistarmenn eiga myndir á sýningunni. Sem dæmi má nefna Baltasar Samper sem myndskreytti meðal annars Litlu gulu hænuna og Unga litla. Einnig Sigrúnu Eldjárn og Halldór Pétursson. Halldór Baldursson er síðan með nýjasta efnið sem nær inn á sýninguna. „Ég afmarkaði þessa sýningu við þær myndir sem Menntamálastofnun á sjálf en á tíunda áratugnum hætti stofnunin að eiga efnið og listamennirnir sjálfir eiga frumritin eftir þann tíma,“ lýsir Guðfinna. Hún bendir þó á að stofnunin vinni enn í dag Myndir sem vekja minningar Myndskreytingar í íslenskum námsbókum frá 20. öld eru viðfangsefni sýningarinnar Tíðarandi í teikningum. Sýningin verður opnuð í Bókasafni Kópavogs í dag og stendur til 23. febrúar. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir sýningarstjóri við hluta af sýningunni í Bókasafni Kópavogs. MYND/STEFÁN Mynd eftir Baltasar og Kristjönu Samper úr bókinni Við lesum. Sigrún Eldjárn teiknaði myndir í námsbókina Komdu í leik í bæ og sveit. H. Guðbergsson teiknaði þessa mynd í lestrarbókina Tröllið. Baltasar Samper myndskreytti hina þekktu sögu um Litlu gulu hænuna. Halldór Baldursson teiknaði þessa mynd í bókina Orðhákur. 20–60% afsláttur af völdum raftækjum meðan birgðir endast. Rýmum fyrir nýjum vörum. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Ofnar. Keramik–, span– og gashelluborð. Veggháfar og veggviftur. Gaseldavélar. Kæliskápar. LAGERHREINSUN með myndlistarfólki að metnaðar- fullu námsefni. Myndirnar á sýningunni eru fjölbreyttar og skemmtilegar. „Það sést greinilega á mörgum myndanna að þær eru unnar fyrir bækur. Margar eru með athuga- semdum eða merkingum fyrir prentvélar. Svo er gaman að sjá myndir sem unnar eru fyrir tíma Photoshop þar sem myndlistar- mennirnir vinna lagskipt. Þá er liturinn á einum pappír og svart- hvít teikning á öðrum.“ Guðfinna segir nafn sýningar- innar, Tíðarandinn í teikningum, vera mjög lýsandi. „Maður sér hvernig tíðarandinn breytist með tímanum. Til dæmis í hvaða hlut- verkum stelpur og strákar eru.“ Líklega vekja myndirnar minn- ingar hjá mörgum. „Mismunandi kynslóðir tengja við mismunandi efni,“ segir Guðfinna og bendir á að á sýningunni verði einnig til sýnis nokkrar námsbækur til að sýna hvernig myndirnar eru not- aðar í samhengi við námsefnið. „Það er gaman að Menntamála- stofnun bjóði upp á samtal með þessari sýningu, og kannski verða einhver málþing um námsefni almennt í framhaldinu,“ segir Guðfinna en sýningin verður opnuð í Bókasafni Kópavogs í dag klukkan 15 af Lilju D. Alfreðs- dóttur, mennta- og menningar- málaráðherra. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -7 D 9 0 2 2 0 2 -7 C 5 4 2 2 0 2 -7 B 1 8 2 2 0 2 -7 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.