Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 98
TÓNLIST Kammertónleikar Rannveig Marta Sarc fiðluleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari fluttu verk eftir Mozart, Šenk, Brahms og Ravel. Salurinn í Kópavogi Miðvikudagur 9. janúar Er frelsi falið í fallegri tónlist?Kvikmyndin The Shaw­shank Redemption er byggð á sögu eftir Stephen King og fjallar um mann ranglega dæmdan í fang­ elsi. Aðalpersónan, sem leikin er af Tim Robbins, fær það verkefni að setja upp bókasafn í fangelsinu. Hann þarf að fara í gegnum gnægð bóka og rekst þá á kassa með hljóm­ plötum. Þar á meðal eru aríur eftir Mozart. Hann læsir þá fangavörðinn inni á klósetti, tengir kallkerfi fang­ elsisins við plötuspilarann og leyfir föngunum að njóta tónlistarinnar um stund. Þetta er ein áhrifamesta senan í myndinni, fegurð tónlistar­ innar er svo háleit að fangarnir upp­ lifa sig frjálsa í nokkur augnablik. Mér leið ekki ósvipað á tónleikum Rannveigar Mörtu Sarc fiðluleikara og Jane Ade Sutarjo píanóleikara í Salnum í Kópavogi á miðvikudags­ kvöldið. Fyrsta verkið á efnisskránni var sónata nr. 25 í F­dúr, K 377, eftir Mozart. Strax á upphafstónunum var ljóst að Rannveig, sem ég hef aldrei heyrt í áður, enda ung að árum, hafði fullt vald á fiðlunni. Hröð tónahlaup voru pottþétt, létt og leikandi, skýr og jöfn. Laghendingar voru fagurlega mótaðar og stemningin í túlkuninni í einu og öllu í anda tónskáldsins. Sömu sögu er að segja um píanó­ leikinn. Fimir fingurnir þutu um hljómborðið eins og ekkert væri. Síðasti kaflinn er fremur innhverfur, og hann var svo fallegur í meðförum tónlistarfólksins, leikinn af þvílíkri alúð og væntumþykju, að maður hreinlega komst við. Næsta verk var allt öðruvísi. Þetta var Quasso eftir Ninu Šenk, sem er samtímatónskáld frá Slóv­ eníu. Andrúmsloftið var óhugnan­ legt og átakamikið. Maður sá fyrir sér stemninguna í Shawshank fangelsinu EFTIR að fangarnir eru búnir að hlýða á Mozart og komnir aftur í ískaldan veruleikann. Leikur tvímenninganna var vandaður, spennuþrunginn og grípandi. Fjöl­ breytileg blæbrigði voru útfærð af smekkvísi, tónmálið var litríkt í ljót­ leika sínum, alltaf áhugavert. Sónata í G­dúr eftir Brahms var nokkuð síðri. Tónlist Brahms er munúðarfull og á að vera mikil og voldug í framsetningu. Hér var píanóleikurinn heldur hæverskur, breiddina vantaði í hann, stundum tilfinnanlega. Fiðluleikurinn var vissulega líflegur og túlkunin í rétta stílnum, en það var ekki nóg og verkið náði aldrei flugi. Tzigane eftir Ravel, lokaatriði dag­ skrárinnar, kom yfirleitt vel út, en þar er fiðlan í aðalhlutverki. Ofsa­ fenginn inngangurinn hjá Rann­ veigu var að vísu ekki alveg hreinn, en það sem á eftir kom var flott, þó léttleikinn og svo krafturinn hefði mátt vera meiri, bæði hjá fiðluleik­ ara og píanóleikara. Hápunktarnir eiga að vera þannig að allt verður brjálað, sem gerðist aldrei beint. Burtséð frá þessu voru þetta skemmtilegir tónleikar sem bera vitni um ríkulega hæfileika og er til­ hlökkunarefni að fylgjast með þeim stöllum í framtíðinni. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Stórbrotinn hljóð- færaleikur hitti oftast í mark. Fimir fingur á ljóshraða  Rannveig Marta Sarc hafði fullt vald á fiðlunni í Mozartsónötunni. „Hröð tónahlaup voru pottþétt, létt og leikandi, skýr og jöfn,“ segir í dómnum. Listafólkið sem á verk á sýningunni: Doug Aitken, Charles de Meaux, Dodda Maggý, Pierre Huyghe, Romain Kronenberg, Ange Leccia & Dominique Gonzalez- Foerster, Sigurður Guðjónsson, Lorna Simpson, Steina og Jean- Luc Vilmouth. Stór nöfn á vídeólistarsviðinu eru á bak við sýninguna Ó, hve hljótt. Tónlist eins og við sjáum hana: myndlist og kvikmyndir – sem verður opnuð í Gerðarsafni í dag klukkan 16. Hún gefur glögga mynd af því hvernig samruni tónlistar og kvik­ mynda verður að list, þvert á miðla. Verkin eru hvert öðru ólík en öllum er þeim varpað á veggi. Þau eru ann­ ars vegar úr safneign CNAP, mið­ stöðvar myndlistar í Frakklandi, og hins vegar eftir þrjá af fremstu lista­ mönnum Íslands í greininni, þau Doddu Maggý, Sigurð Guðjónsson og Steinu. Sýningin var fyrst sett upp í Verk­ smiðjunni á Hjalteyri síðasta sumar. Þó hún heiti Ó, hve hljótt, þá fylgja ómar og  hljómar mörgum vídeó­ verkanna, eins og fram kemur í undirtitlinum. Sigurður Guðjónsson á þarna eitt verk, það heitir Tape og er frá 2016. Listamaðurinn lýsir því svo á ein­ faldan hátt: „Það sem fólk horfir á er í raun nærmynd af segulbands­ spólu sem er að spinna frá vinstri til hægri og henni fylgir hljóð, því það heyrist í spólunni þegar hún er að vefjast. Verkið er sett upp á vegg í miðju rýminu með skjávarpa og nýtur sín vel.“ Dodda Maggý gerir líka tilraun til að lýsa list sinni í orðum fyrir blaða­ manni, en vissulega er sjón sögu ríkari. Hún kveðst fá hugmyndirnar úr öllum áttum og alls ekki allar úr raunveruleikanum, heldur fléttist dag­ og næturdraumar inn í, jafnvel skynvilla og sýnir í skærum litum sem birtast henni í mígreniköstum. Verk hennar eru á mörkum kvik­ myndagerðar, vídeólistar og hljóð­ listar, enda er hún með háskólagráð­ ur bæði í myndlist og tónsmíðum. „Fólk heldur stundum að verkin mín séu tölvugerð, en því fer fjarri. Þau eru mjög mikið handgerð og geta tekið nokkur ár í framleiðslu því ég ligg yfir þeim og nostra.“ Ýmsar aðferðir kveðst Dodda Maggý nota við að koma hug­ myndum sínum í form, meðal ann­ ars upptökur, hvort sem um er að ræða vídeó eða tónlist. „Stundum kvika ég myndefni, nota gamlar aðferðir frá upphafi kvikmynda­ miðilsins sem ég færi svo yfir í staf­ rænt form, ramma fyrir ramma. Þó ég skilji vídeómiðilinn frekar vel tæknilega er ég alltaf í tilraunastarf­ semi, pínu eins og vísindamaður á rannsóknarstofu,“ lýsir hún. Dodda Maggý er fædd í Keflavík og var í tónlistarnámi sem barn. Nú hefur hróður hennar sem mynd­ listarkonu borist til allra heimsálfa, því verk hennar hafa ratað á yfir hundrað sýningar um allan heim. Sýningarstjórar Ó, hve hljótt eru Gústav Geir Bollason frá Verk­ smiðjunni á Hjalteyri og Pascale Cass agnau frá CNAP. Öllum listaverkunum varpað á veggi safnsins Gerðarsafn í Kópavogi verður undirlagt af úrvali kvikmynda- og vídeóverka eftir íslenska og erlenda listamenn næstu vikurnar. Þar  verður vegleg sýning opnuð í dag. Aðaltitill hennar er Ó, hve hljótt. Spíralar eru meðal þeirra forma sem Dodda Maggý mótar. Sigurður og Dodda Maggý. Myndin er tekin í miðri uppsetningu sýningarinnar í Gerðarsafni, eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 0 2 -1 A D 0 2 2 0 2 -1 9 9 4 2 2 0 2 -1 8 5 8 2 2 0 2 -1 7 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.