Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 29
eru að verða unglingar og fá svolítið að ráða ferðinni. Ég get ræktað rósir hvar sem er. Við eigum svo mörg líf. Mín hafa verið fjölmörg og kannski verður lífið í Kjósinni bara eitt af þeim. Ég dvel ekki við hluti og hef aldrei gert, það eru mörg líf í einu lífi. Margir heimar. Geggjað ævin- týri,“ segir Bubbi. Allir fjarverandi Af því Bubbi er góður í að rýna í sam- tímann er ekki úr vegi að spyrja hann hvað honum finnist einkenna okkar tíma. Daginn í dag. „Það eru allir fjarverandi. Ég stund- um líka. Ég var á kaffihúsi um daginn með syni mínum og horfði í kringum mig. Það grúfðu sig allir yfir símann. Manneskjur sem eyða miklum tíma í tilgangslaust ráf og flótta á símanum eða í tölvuleikjum eru fjarverandi. Frá sér og öðrum. Það virðist vera samhengi á milli þessa algjöra tilgangsleysis og van- líðunar og fíknihegðunar. Ég finn það sjálfur að ég þarf að slíta mig frá símanum. Slökkva á honum á ákveðnum tíma og ef ég passa mig ekki þá kallar hann á mig í hausnum á mér. Ég held að við munum þurfa að glíma við afleiðingar af þessu,“ segir Bubbi. Hrafnhildur stækkaði mig Það eru margir þakklátir Bubba fyrir lagasmíðar hans. „Það eru svo ótrú- lega margir sem segja að þetta lag eða texti hafi breytt lífi þeirra. Ég hef ekki tölu á því. Ég fæ mig ekki sjálfur til að gera upp á milli laganna. Breiði bara út faðminn ef fólk upplifir þakklæti. Áður fannst mér það erfitt.“ Er þetta merki um þroska? „Ég er ekki viss um það. Ég get endalaust samið lög og ljóð. Ég get haldið 1.500 manns í hendi mér en svo er ég stundum glataður eigin- maður og hégómlegur, breyskur og oft barnalegur. En Hrafnhildur stækkaði mig. Hún er mikil andstæða við mig. Hún er gríðarlega skipulögð og hefur svo mikla yfirsýn að ég held að hún sé séní. Ég dáist svo að henni og hvernig hún er og hvernig hún hugsar um börnin. Allt sem hún gerir með þeim er af skilyrðislausum kær- leika og ást. Hún hefur hrósað þeim frá því þau voru lítil fyrir hvað þau duttu vel og í staðinn fyrir tár kom bros og undrun. Og hún kenndi þeim, alveg frá því þau gátu talað, að mistök eru hluti af mannlegu eðli. Ef þau misstu glas og það brotnaði, þá sagði hún: Og hvað er nú þetta? Þá svöruðu þau: Mistökin gera okkur mannleg. Hún á alltaf tíma fyrir börnin. Það er alveg sama hvað er í gangi. Ef krakkarnir koma þá fá þau athygli hennar. Þetta er kærleikur og nær- andi uppeldi. Ég er hins vegar upp og niður. Get rokið upp og verið hávaða- samur. Ég er auðvitað hálf heyrnar- laus og tala hátt. Þegar ég var að kynnast Hrafnhildi skildi hún þetta ekki og fyrir henni var hegðun mín stundum bara áfall. Þó að hún sé tölu- vert yngri en ég þá býr hún yfir miklu meiri þroska en ég á flestum sviðum,“ segir Bubbi hreinskilnislega. Í ágústmánuði á síðasta ári varð Bubbi að hætta við tónleika á Menningarnótt eftir að hafa verið lagður inn á spítala. Bubba blæddi í fjóra sólarhringa og hann vissi ekki hvað væri að. Blóðið fossaði úr nefi og munni. Í ljós kom að slagæð í kokinu hafði rifnað og hann þurfti í aðgerð. „Í fyrstu dropaði bara úr nefinu á mér, síðan fossaði blóðið. Það var mjög óþægilegt og það pirraði mig hvað þetta var sóðalegt. Blóðið slett- ist út um allt. En svo kom magnaður læknir frá Perú til að gera aðgerðina, hann hét Fernando. Ég lét spila tón- list með Abba í aðgerðinni og auð- vitað lag þeirra Fernando, segir Bubbi. „Ég var auðvitað skelkaður og þetta var erfitt fyrir fjölskyldu mína. En ég fann sátt. Var ekki hræddur. Ég samdi tónlist á spítalanum. Ég hugs- aði með mér að ef ég myndi deyja þá færi ég sáttur. Ég hef átt góða ævi,“ segir Bubbi. ÉG SAMDI TÓNLIST Á SPÍTALANUM. ÉG HUGSAÐI MEÐ MÉR AÐ EF ÉG MYNDI DEYJA ÞÁ FÆRI ÉG SÁTTUR. ÉG HEF ÁTT GÓÐA ÆVI. 595 1000 . heimsferdir.isBókaðu þína ferð á KRÓATÍA & ÍTALÍA Í BEINU FLUGI TIL TRIESTE EINSTAKAR STRANDPERLUR VIÐ ADRÍAHAFIÐ Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra * V er ð m .v. 2 í h er be rgi á So l S tel la Ho tel í K ró atí u 1 6. se pt em be r í 10 næ tur . F lug og gi sti ng . Frá kr. 97.695 * Flugsæti frá kr. 49.900 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I ÐF R É T T I R ∙ F R É T T A B L A I 29L A U G A R D A G U R 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 0 2 -3 8 7 0 2 2 0 2 -3 7 3 4 2 2 0 2 -3 5 F 8 2 2 0 2 -3 4 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.