Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 10
YLIR.IS
Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur
það að markmiði að styðja ungt tónlistarfólk
og veita því tækifæri til að koma fram í Hörpu.
Sjóðurinn styður við verkefni af ólíkum toga og
vill þannig ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í húsinu.
AUGLÝSIR EFTIR
UMSÓKNUM
FREKARI UPPLÝSINGAR Á YLIR.IS
Vellíðan í starfi
– bjargráð við kulnun
Ertu úrvinda eftir langvinnt álag? Finnurðu fyrir auknum
• minnistruflunum og einbeitingarerfiðleikum
• erfiðleikum með að standast kröfur og álag
• streitu eða óróleika
• skapsveiflum eða pirringi
• svefntruflunum
• þreytu og úthaldsleysi
• líkamlegum óþægindum
21. janúar hefst sex vikna námskeið við Kvíðameðferðarstöðina
þar sem farið er yfir hvernig draga megi úr streitu, endurheimta þrek,
bæta tímastjórnun, huga að gildum í lífinu og setja skýrari mörk.
Nánari upplýsingar og skráning á www.kms.is.
MJANMAR Áfrýjunardómstóll í
Mjanmar hafnaði því í gær að snúa
við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe
Oo, blaðamönnum Reuters sem voru
dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á
lögum um ríkisleyndarmál. Dómari
sagði ekki næg sönnunargögn hafa
verið lögð fram sem sýndu fram á
sakleysi þeirra.
„Refsingin sem þið hafið nú þegar
fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing
dómari. Blaðamennirnir geta þó
áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar
í höfuðborginni Naypyitaw.
Félagarnir höfðu verið að vinna að
umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din
í Rakhine-ríki þar sem hermenn og
almennir borgarar eru sagðir hafa
myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið,
sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir,
var liður í ofsóknum hersins gegn
Róhingjum.
Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn
blaðamannanna áherslu á að lögregl-
an hafi leitt blaðamennina í gildru og
að sönnunargögnin fyrir því að glæp-
ur hafi verið framinn væru lítil. Einnig
hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt
sönnunarbyrðina á verjendur en ekki
saksóknara.
Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters,
sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður
áfrýjunardómstólsins væri enn eitt
dæmið um það óréttlæti sem Lone
og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir
eru enn á bak við lás og slá af ein-
faldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga
niður í þeim,“ sagði Adler.
Ritstjórinn bætti því svo við að
blaðamennska ætti aldrei að vera
glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar
teldist ekki neitt á meðan blaða-
mennirnir tveir væru í fangelsi og
tilvist réttarríkis væri vafaatriði.
Vesturlönd brugðust illa við
ákvörðuninni í gær. Utanríkis-
ráðuneyti Bandaríkjanna sagði að
hún ylli vonbrigðum og í tilkynn-
ingu sagði að Bandaríkin efuðust
um tjáningarfrelsið í landinu. „Við
munum halda áfram að tala fyrir
réttlátri lausn þessara hugrökku
blaðamanna.“
Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu
eftir því að Aung San Suu Kyi,
þjóðar leiðtogi Mjanmars og hand-
hafi friðarverðlauna Nóbels, skærist
í leikinn og skoðaði hvort blaða-
mennirnir hefðu fengið sanngjarna
og réttláta málsmeðferð.
„Við hvetjum Aung San Suu Kyi til
þess að skoða hvort málsmeðferðin
hafi verið sanngjörn og að viður-
kenna, sem manneskja er barðist
fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti
ekki að standa á sama um framtíð
þessara tveggja hugrökku blaða-
manna,“ sagði Jeremy Hunt utan-
ríkisráðherra við BBC.
thorgnyr@frettabladid.is
Dómurinn staðfestur
Sjö ára fangelsisdómur yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo staðfestur í áfrýjunardóm-
stól í Mjanmar í gær. Ritstjóri Reuters segir málið óréttlátt og hefur áhyggjur.
Wa Lone eftir dómsuppkvaðningu í september. NORDICPHOTOS/AFP
GRIKKLAND Um 2.000 kennarar
mótmæltu í miðborg Aþenu í gær,
veifuðu rauðum fánum og hrópuðu
slagorð gegn frumvarpi mennta-
málaráðuneytisins sem ráðuneytið
tekur nú við umsögnum um. Frum-
varpið snýst um breytingar á því
hvernig starfsmenn eru ráðnir.
Að því er Reuters greindi frá
varpaði gríska lögreglan táragasi á
mótmælendur í von um að tvístra
skaranum. Flestir mótmælenda eru
sagðir viðriðnir kommúnistasam-
tökin PAME. Þá urðu einnig átök á
milli lögreglu og hóps mótmælenda
sem reyndi að komast inn í skrif-
stofuhúsnæði forsætisráðuneytisins.
Stéttarfélög kennara hafa haldið
því fram að skólar í landinu séu
undirmannaðir. Því kröfðust mót-
mælendur þess að stöðugildum yrði
fjölgað. – þea
Skutu táragasi á kennara
PÓLLAND Lögreglan í Póllandi hefur
handtekið kínverskan starfsmann
tæknirisans Huawei auk Pólverja
sem hefur áður unnið fyrir öryggis-
stofnanir ríkisins. Mennirnir tveir
eru grunaðir um njósnir. Þetta hafði
Reuters eftir heimildarmönnum
í gær. Upplýsingafulltrúi pólskra
öryggisstofnana sagði hins vegar
að handtakan væri ekki beintengd
fyrirtækinu.
Kínverska fyrirtækið sagði í yfir-
lýsingu að Huawei færi ávallt að
lögum og reglum í því landi sem
þar starfsemi fer fram. „Við krefj-
umst þess af öllum starfsmönnum
að hlýða lögum og reglum.“
Huawei hefur verið undir smásjá
Vesturlanda, einkum Bandaríkj-
anna, undanfarin misseri. Banda-
rískar öryggisstofnanir hafa fullyrt
að Huawei njósni um notendur til
dæmis snjallsíma og netbúnaðar
fyrirtækisins fyrir stjórnvöld í Kína.
Meng Wanzhou, fjármálastjóri
Huawei og dóttir eiganda fyrir-
tækisins, var handtekin í Kanada í
desember að beiðni Bandaríkjanna,
grunuð um brot á viðskiptaþving-
unum gegn Norður-Kóreu. – þea
Pólverjar handtóku
starfsmann Huawei
Huawei hefur verið undir smásjá Vesturlanda undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP
SVÍÞJÓÐ Útlit er nú fyrir að Stefan
Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðar-
mannaflokksins, haldi forsætisráðu-
neytinu. Sænskir miðlar fjölluðu í
gær um að Jafnaðarmannaflokkur-
inn hefði náð samkomulagi við
Græningja, Miðflokkinn og Frjáls-
lynda flokkinn um stjórnarmyndun.
Ef samkomulagið flýtur í gegn
þýðir það að fjögurra mánaða
langri stjórnarkreppu er loks lokið.
Sú stjórnarkreppa vegn þess að
Svíþjóðardemókratar, öfgaíhalds-
flokkur sem enginn vill starfa með,
náðu 62 þingsætum.
Miðflokkurinn og Frjálslyndi
flokkurinn tilheyra hægri blokkinni
og því var Ulf Kristersson, leiðtogi
Moderaterna og forsætisráðherra-
efni hægriblokkarinnar, vonsvikinn
með tilkynningu gærdagsins. „Ég
harma þessa ákvörðun innilega.
Ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórn
borgarasinnaðra flokka,“ sagði hann
á blaðamannafundi.
Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins,
sagði niðurstöðuna ekki þá sem hún
hafði óskað sér í upphafi. „En þetta
er það besta sem er hægt að gera í
þessari erfiðu stöðu.“ – þea
Semur við hægriflokka
Stefan Löfven.
1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
2
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
0
2
-5
1
2
0
2
2
0
2
-4
F
E
4
2
2
0
2
-4
E
A
8
2
2
0
2
-4
D
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
1
2
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K