Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 10

Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 10
YLIR.IS Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur það að markmiði að styðja ungt tónlistarfólk og veita því tækifæri til að koma fram í Hörpu. Sjóðurinn styður við verkefni af ólíkum toga og vill þannig ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í húsinu. AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM FREKARI UPPLÝSINGAR Á YLIR.IS Vellíðan í starfi – bjargráð við kulnun Ertu úrvinda eftir langvinnt álag? Finnurðu fyrir auknum • minnistruflunum og einbeitingarerfiðleikum • erfiðleikum með að standast kröfur og álag • streitu eða óróleika • skapsveiflum eða pirringi • svefntruflunum • þreytu og úthaldsleysi • líkamlegum óþægindum 21. janúar hefst sex vikna námskeið við Kvíðameðferðarstöðina þar sem farið er yfir hvernig draga megi úr streitu, endurheimta þrek, bæta tímastjórnun, huga að gildum í lífinu og setja skýrari mörk. Nánari upplýsingar og skráning á www.kms.is. MJANMAR Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögregl- an hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæp- ur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af ein- faldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaða- mennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynn- ingu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðar leiðtogi Mjanmars og hand- hafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaða- mennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viður- kenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaða- manna,“ sagði Jeremy Hunt utan- ríkisráðherra við BBC. thorgnyr@frettabladid.is Dómurinn staðfestur Sjö ára fangelsisdómur yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo staðfestur í áfrýjunardóm- stól í Mjanmar í gær. Ritstjóri Reuters segir málið óréttlátt og hefur áhyggjur. Wa Lone eftir dómsuppkvaðningu í september. NORDICPHOTOS/AFP GRIKKLAND Um 2.000 kennarar mótmæltu í miðborg Aþenu í gær, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu slagorð gegn frumvarpi mennta- málaráðuneytisins sem ráðuneytið tekur nú við umsögnum um. Frum- varpið snýst um breytingar á því hvernig starfsmenn eru ráðnir. Að því er Reuters greindi frá varpaði gríska lögreglan táragasi á mótmælendur í von um að tvístra skaranum. Flestir mótmælenda eru sagðir viðriðnir kommúnistasam- tökin PAME. Þá urðu einnig átök á milli lögreglu og hóps mótmælenda sem reyndi að komast inn í skrif- stofuhúsnæði forsætisráðuneytisins. Stéttarfélög kennara hafa haldið því fram að skólar í landinu séu undirmannaðir. Því kröfðust mót- mælendur þess að stöðugildum yrði fjölgað. – þea Skutu táragasi á kennara PÓLLAND Lögreglan í Póllandi hefur handtekið kínverskan starfsmann tæknirisans Huawei auk Pólverja sem hefur áður unnið fyrir öryggis- stofnanir ríkisins. Mennirnir tveir eru grunaðir um njósnir. Þetta hafði Reuters eftir heimildarmönnum í gær. Upplýsingafulltrúi pólskra öryggisstofnana sagði hins vegar að handtakan væri ekki beintengd fyrirtækinu. Kínverska fyrirtækið sagði í yfir- lýsingu að Huawei færi ávallt að lögum og reglum í því landi sem þar starfsemi fer fram. „Við krefj- umst þess af öllum starfsmönnum að hlýða lögum og reglum.“ Huawei hefur verið undir smásjá Vesturlanda, einkum Bandaríkj- anna, undanfarin misseri. Banda- rískar öryggisstofnanir hafa fullyrt að Huawei njósni um notendur til dæmis snjallsíma og netbúnaðar fyrirtækisins fyrir stjórnvöld í Kína. Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir eiganda fyrir- tækisins, var handtekin í Kanada í desember að beiðni Bandaríkjanna, grunuð um brot á viðskiptaþving- unum gegn Norður-Kóreu. – þea Pólverjar handtóku starfsmann Huawei Huawei hefur verið undir smásjá Vesturlanda undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Útlit er nú fyrir að Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðar- mannaflokksins, haldi forsætisráðu- neytinu. Sænskir miðlar fjölluðu í gær um að Jafnaðarmannaflokkur- inn hefði náð samkomulagi við Græningja, Miðflokkinn og Frjáls- lynda flokkinn um stjórnarmyndun. Ef samkomulagið flýtur í gegn þýðir það að fjögurra mánaða langri stjórnarkreppu er loks lokið. Sú stjórnarkreppa vegn þess að Svíþjóðardemókratar, öfgaíhalds- flokkur sem enginn vill starfa með, náðu 62 þingsætum. Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn tilheyra hægri blokkinni og því var Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna og forsætisráðherra- efni hægriblokkarinnar, vonsvikinn með tilkynningu gærdagsins. „Ég harma þessa ákvörðun innilega. Ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórn borgarasinnaðra flokka,“ sagði hann á blaðamannafundi. Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, sagði niðurstöðuna ekki þá sem hún hafði óskað sér í upphafi. „En þetta er það besta sem er hægt að gera í þessari erfiðu stöðu.“ – þea Semur við hægriflokka Stefan Löfven. 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -5 1 2 0 2 2 0 2 -4 F E 4 2 2 0 2 -4 E A 8 2 2 0 2 -4 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.